Bókhlöðustígur 8, Geirsgata 1, Heiðmörk, Hverfisgata 98A, Keilugrandi 1, Marargata 2, Norðlingabraut/Bugða, Nóatún 4, Rangársel 15, Skipulags- og umferðarnefnd, Suður Mjódd, Útilistaverk, Vatnspóstar í Reykjavík, Vesturgarðar 2, Völundarhús, leikskóli, Miðborgin, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Austurstræti 22B, Grafarholt, Bústaðavegur 9, Dómkirkjan, Geirsnef, Grófartorg, Gufunes, Langholtsvegur 84, Hjarðarhagi 45-47-49, Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, Ljósavík 30, 52, 54 og 27, Miðborg, þróunaráætlun, Reykjavíkurflugvöllur, Síðumúli 24-26, Skeifan 15, Þétting byggðar, Austurnes við Bauganes, Básbryggja 51, Efstasund 36, Efstasund 80, Laugavegur 20-20A, Lágmúli 9, Síðumúli 12 og 14, Skipholt 62, 66 og 68, Urriðakvísl 26, Vættaborgir 9, Skógarás 12, Laugavegur 99,

Skipulags- og umferðarnefnd

12. fundur 1999

Ár 1999, mánudaginn 10. maí kl. 09:30, var haldinn 12. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Óskar Bergsson, Júlíus V. Ingvarsson og Inga Jóna Þórðardóttir. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:


Bókhlöðustígur 8,
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um viðgerð að Bókhlöðustíg 8.


Geirsgata 1, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um lóðarafmörkun að Geirsgötu 1.


Heiðmörk, vatnsgeymir og lokastöð
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.04.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um vatnsgeymi og lokastöð í Heiðmörk.


Hverfisgata 98A, rishæð
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um byggingu rishæðar að Hverfisgötu 98A.


Keilugrandi 1, afnot af borgarlandi
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um Keilugranda 1, afnot af borgarlandi.


Marargata 2, bílageymsla á lóðinni
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um bílageymslu að Marargötu .


Norðlingabraut/Bugða, viðbygging
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um viðbyggingu við Norðlingabraut, Bugðu.


Nóatún 4, viðbygging
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um viðbyggingu að Nóatúni 4.


Rangársel 15, leikskóli, viðbygging
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um viðbyggingu við leikskóla að Rangárseli 15.


Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.04.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um ýmsar staðbundnar ráðstafanir í umferðaröryggismálum skv. meðf. lista, dags. s.d. Borgarráð samþykkti með 4 atkv. gegn 3 aðgerðir vegna Bankastrætis-Lækjargötu og fer það því til afgreiðslu á fundi borgarstjórnar 7. maí n.k. Erindið var að öðru leyti samþykkt.


Suður Mjódd, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 12. s.m. um Suður Mjódd, deiliskipulag.


Útilistaverk, höggmyndasýning á strandlengju Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um höggmyndasýningu á strandlengju Reykjavíkur.


Vatnspóstar í Reykjavík, staðsetning
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um staðsetningu vatnspósta í Reykjavík.


Vesturgarðar 2, br. lóðarmörk
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um breytt lóðarmörk að Vesturgötðum 2.


Völundarhús, leikskóli,
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um færanlegan leikskóla á lóð við Völundarhús.


Miðborgin, bílastæðamál
Borgarverkfræðingur kynnti tillögu að bílastæðum til bráðabirgða á Háskólasvæðinu og strætisvagnaferðir í tengslum við þau ("stæði og strætó").


Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Borgarverkfræðingur kynnti stöðu vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.


Austurstræti 22B, "Nýja bíós lóð"
Lagt fram erindi Guðna Pálssonar, dags. 30.04.99 ásamt uppdr. dags. sama dag, að breytingum á forsögn og skilmálum Borgarskipulags vegna endurbyggingar á lóð nr. 22b við Austurstræti dags.12.10.98 ásamt skýringateikningu I-V, dags. 10.10.98. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 30.04.99.
Guðni Pálsson arkitekt kom á fundinn og kynnti erindið. Nefndin vísar til þeirra skilmála sem gilda um Austurstræti 22B, en fellst á að lofthæð í kjallara, 1. hæð og 2. hæð verði aukin. Að öðru leyti verði tillagan unnin áfram í samráði við Borgarskipulag.

Grafarholt, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðahverfis á vesturhluta Grafarholts samkv. uppdráttum, greinargerð og skilmálum Teiknist. Arcus (svæði 1) dags. 10.5.99, Kanon arkitekta ehf (svæði 2) dags. 6.5.99 og Guðm. Gunnarssonar ark. og Sveins Ívarssonar ark., (svæði 3) dags. 10.5.99. Einnig lögð fram tillaga Landslagsarkitekta, dags. í maí ´99 að umhverfi hitaveitutanka. Ennfremur lagt fram bréf umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 7.5.1999 um hljóðvist í Grafarholti og bréf byggingarfulltrúa dags. 9.5.99 um skilmála..
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svofellda tillögu: "Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að endurskoða svæði 3 í deiliskipulagi fyrir vestanvert Grafarholt með það í huga að koma þar fyrir 3-5 fjölbýlishúsum upp á 6-8 hæðir."
Tillögunni fylgir greinargerð.
Greinargerð:
Fyrirliggjandi tillögur að þremur deiliskipulagssvæðum gera hvergi ráð fyrir möguleika á háum fjölbýlishúsum. Af þróun á fasteignamarkaði má ráða að mikil og vaxandi eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í svokölluðum lyftuhúsum. Óeðlilegt er að skipuleggja heilt íbúðahverfi sem er aðalbyggingarland Reykvíkinga á næstu árum án þess að gera ráð fyrir að mæta þörfum þessa hóps. Besta svæðið fyrir slíkar byggingar er augljóslega í norðurhlíð Grafarholts þar sem fagurt útsýni er eitt helsta aðdráttarafl byggðar þar. Því leggjum við til að svæði 3 verði endurskoðað með þessi sjónarmið í huga.#

Tillagan felld með 3 atkv. fulltrúa Reykjavíkurlistans á móti 2 atkv. fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Fulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svofellda bókun:
#Í samhljóða samþykkt skipulags- og umferðarnefndar á heildarskipulagi (rammaskipulagi) Grafarholts frá 14.08.1998 kemur fram í forsögn að gert er ráð fyrir lágri byggð á svæðinu í heild hæst þrjár hæðir og kom þetta einnig fram í forsögn að samkeppninni. "...þrátt fyrir nokkuð þétta byggð er þó ekki gert ráð fyrir háhýsabyggð og almennt miðað við að húsahæð verði ekki meiri en 3 hæðir frá götu." (úr gr. 2.1. lýsing verkefnis úr forsögn að hugmyndasamkeppni um skipulag á Grafarholti, júní 1996). Með vísan til þessa og bókunar Reykjavíkurlistans á fundi skipulags- og umferðarnefndar 12.04.99 er tillaga minnihlutans felld.#

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að fela skipulagshöfundum og Borgarskipulagi að samræma framsetningu deiliskipulagsskilmálanna og að fara yfir þær athugasemdir sem fram hafa komið á fundinum. Að því loknu verði tillögurnar (deiliskipulagsuppdrættirnir og skipulagsskilmálarnir) sendar borgarráði til ákvörðunar um auglýsingu þeirra sem deiliskipulag á vesturhluta Grafarholts. Ennfremur samþykkir nefndin að leggja til við borgarráð að auglýst verði breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur þannig að felld verði niður tengibraut á Grafarholti. Tillögunum vísað til kynningar í heilbrigðis- og umhverfisnefnd og til umsagnar byggingarnefndar á auglýsingatímanum.


Bústaðavegur 9, Veðurstofan, bráðabirgðahúsnæði
Lagt fram að nýju eftir kynningu bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 08.01.99, varðandi leyfi til að koma fyrir timburhúsi á einni hæð til bráðabirgða á lóðinni nr. 9 við Bústaðaveg, samkv. uppdr. Arkform, dags. í nóv. 1998. Einnig lagt fram bréf Arkform, dags. í des.´98. Ennfremur lagðir fram breyttir uppdr. Arkforms, mótt. 21. janúar 1999 ásamt erindi, dags. 25. jan.´99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 25.1.99. Eftir grenndarkynningu frá 27.01.99 til 26.02.99 eru lögð fram athugasemdarbréf íbúa við Stigahlíð, dags. 20.02.99 og 25.02.99 og bréf íbúa við Stigahlíð 86-97, dags. 07.04.99 ásamt nýjum teikningum, dags. 06.05.99, bréfi umhverfisráðuneytis, dags. 27.04.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 06.05.99.
Með vísan til umsagnar Borgarskipulags, dags. 6.5.99, samþykkir nefndin erindið.

66">Dómkirkjan, umhverfi
Lagðir fram br. uppdr. A1 arkitekta, dags. 04.05.99, að umhverfi Dómkirkjunnar ásamt bréfi gatnamálastjóra, dags. 05.05.99. Einnig lögð fram sameiginleg umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins og Árbæjarsafns, dags. 21.04.99. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags og gatnamálastjóra, dags. 06.05.99 og bréf Marinós Þorsteinssonar form. endurbótanefndar Dómkirkjunnar, dags. 6.5.99.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags og gatnamálastjóra.

Geirsnef, manir, frágangur
Lögð er fram teikning Landslags ehf. af jarðvegsfyllingum á Geirsnefi dagsett 10.05.1999. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 09.03.99, varðandi hundahald á Geirsnefi ásamt bréfi Sigurðar Guðlaugssonar o.fl., dags. 21.02.99.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu enda verði dregið úr sveigju á aðalgöngustíg nyrst á nesinu, gert verði ráð fyrir möguleika á hringakstri og enungis verði plantað lágvöxnum gróðri. Haft verði samráð við hundaeigendur. Vísað til heilbrigðis- og umverfisnefndar.

Grófartorg, tillögur
Lagðar fram til kynningar tillögur til úrbóta og könnun á núverandi ástandi Grófartorgs skv. uppdr. og greinargerð Verkstæðis 3 arkitekta, dags. í júlí 1994 og maí og júní 1995. Einnig lagt fram bréf Þróunarfél. Reykjavíkur, dags. 5.9.95 og Hlaðvarpans, dags. 8.12.1994.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillaga nr. 1 verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar.

Gufunes, aðstaða fyrir módelflug
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 14.07.98, varðandi aðstöðu fyrir módelflug í Gufunesi og aðstoð við frágang svæðisins. Einnig lagt fram bréf Flugmódelsfélags Reykjavíkur, dags. 29.04.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 05.05.99.
Samþykkt

Langholtsvegur 84, br. á notkun og byggingu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.02.99, varðandi breytingu á verslunarhúsi (áður Holtsapótek) á lóðinni nr. 84 við Langholtsveg í fjórar íbúðir, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð, dags. í jan.´99, br. 30.03.99. Einnig lagt fram bréf Sverris Norðfjörð arkitekts, f.h. Þaks, Byggingafélags ehf, dags. 26.01.99, umsögn Árbæjarsafns, dags. 12.04.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. í maí 1999.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að breytingin verði auglýst sem deiliskipulag á lóðinni nr. 84 við Langholtsveg.

Hjarðarhagi 45-47-49, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi að lóðinni Hjarðarhaga 45-47-49, samkv. uppdr. ARKO, dags. 21. mars br. 20. apríl ´99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting deiliskipulagi.

Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Björns H. Jóhannssonar arkitekts, dags. 07.04.99, varðandi breytingar á lóð fyrir nemendaíbúðir og leikskóla, samkv. uppdr. sama, dags. 29.03.99, síðast br. 05.05.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.05.99.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lóðarstækkun fyrir leikskóla og umbeðna lóðarafmörkun en fellst ekki á erindið að öðru leyti, þ.e. fjölgun íbúða og bílastæða sbr. umsögn Borgarskipulags.

Ljósavík 30, 52, 54 og 27, breytingar á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf lóðarhafa húsanna nr. 30, 52, 54 og 27 við Ljósuvik, dags. 09.02.99, varðandi breytingu á skipulagi. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 12.3.99.
Samþykkt með vísan í umsögn Borgarskipulags.

Miðborg, þróunaráætlun,
Lagt fram bréf frá fundi borgarráðs 30.3. s.l., varðandi málsmeðferðarreglu vegna vínveitingaleyfa, dags. 22.03.99 ásamt viðauka og breytingum. Einnig lögð fram tillaga, dags. 10.5.1999, að breyttu aðalskipulagi á Laugavegssvæðinu frá Aðalstræti að Hlemmtorgi. Breytingin lýtur að afmörkun miðborgarinnar og skiptingu hennar í svæði sem auðkennd eru með bókstöfum. Í greinargerð með breytingunni eru sett fram markmið, rökstuðningur þeirra og skipulagsskilmálar fyrir hvert auðkennt svæði.

Samþykkt með 2 samhljóða atkv. að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur. (Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sátu hjá).

Reykjavíkurflugvöllur, br. deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, samkv. uppdr. og greinargerð Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 19.01.99, síðast br. 12. febr.´99, mótt. 15.2.99 og umhverfisskipulag Borgarskipulags, dags. feb.´99, bréf Flugmálastjórnar, dags. 20.01.99 og kynningargögn flugmálastjóra frá 25.01.99. Einnig lagður fram úrskurður skipulagsstjóra um umhverfisáhrif vegna endurbóta á Reykjavíkurflugvelli, dags. 28. apríl 1999.
Málið var í auglýsingu frá 3. til 31. mars 1999. Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 23.03.99, varðandi bréf Samtaka um betri byggð, dags. 18.03.99. Lögð fram athugasemdabréf Geirs V. Vilhjálmssonar, dags. 25.03.99, Landhelgisgæslu Íslands, dags. 30.03.99, Íslandsflugs, dags. 29.03.99, Matthíasar Arngrímssonar, dags. 08.04.99, Steinþórs Baldurssonar, dags. 08.04.99, íbúa Þórsgötu 18, dags. 10.04.99, Samtaka um betri byggð, dags. 12.04.99, athugasemdir við tillögu að breytingu á A.R. 1996-2016, varðandi Reykjavíkurflugvöll og Samtaka um betri byggð, dags. 12.04.99, athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, Flugleiða, dags. 13.04.99, Félags íslenskra einkaflugmanna, dags. 13.04.99, Sigurðar M. Jónssonar, dags. 13.04.99, Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 14.04.99, Vilhjálms Karls Karlssonar, dags. 16.04.99, Flugleiða, dags. 26.04.99.


Síðumúli 24-26, opin bílgeymsla
Lögð fram bréf Páls Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 16.03.99 og 30.04.99, varðandi bílgeymslu við verslunar- og skrifstofuhús við Síðumúla 24-26, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 20.05.98, síðast br. 10.03.99. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 03.05.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýsa tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi.

Skeifan 15, stækkun
Lögð fram bréf Arkís ehf. dags. 29.10.98, 05.11.98, 22.01.99 og 30.04.99, varðandi stækkun verslunar Hagkaups við Skeifuna 15, samkv. uppdr. sama aðila dags. 29.10.98. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 28.10.98 og samþykki Ágústs Valfells f.h. Skeifunnar 15 ehf, dags. 29.10.98. Ennfremur lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 07.05.99. Kynntar tillögur að göngubrú yfir Miklubraut frá Skeifu að Gerðum.
Frestað.
Borgarskipulagi og borgarverkfræðingi falið að vinna að samkomulagi sem taki til stækkunar Skeifunnar 15 í tengslum við fyrirkomulag göngubrúar yfir Miklubraut og tenginga við hana.


Þétting byggðar,
Lagt fram sögulegt yfirlit Bjarna Reynarssonar, dags. í mars ´99, yfir þéttingu byggðar, landfyllingar og Reykjavíkurflugvöll.



Austurnes við Bauganes, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að breyttu deiliskipulagi, dags. 28.08.98, ásamt bréfi borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 27.05.98, varðandi nýtingu hússins Austurnes við Bauganes og umsögn Borgarskipulags, dags. 24.6.98. Málið var í auglýsingu frá 10.03 til 07.04.99, athugasemdafrestur var til 21. apríl 1999. Lagt fram athugasemdabréf Sigurðar P. Kristjánssonar, dags. 08.04.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.05.99.
Samþykkt umsögn Borgarskipulags og tillaga um breytt deiliskipulag.

Básbryggja 51, lóðarstækkun
Lögð fram bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 16.03.99 og 03.05.99, varðandi lóðarstækkun vegna bílskúrslóðar Básbryggju 51, samkv. uppdr. Gunnlaugs Stefáns Baldurssonar arkitekts, dags. 02.05.99. Einnig lagt fram samþykki lóðarhafa að Básbryggju 23-49 og meðlóðarhafa að aðkomulóð fyrir Básbryggju 23-51 og Básbryggju 51, dags. 03.05.99. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.05.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi.

Efstasund 36, viðbygging og svalir
Lagt fram bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.03.99, varðandi viðbyggingu við 1. hæð, svalir á þak bílskúrs og útsýnisstofu á 2. hæð hússins á lóðinni nr. 36 við Efstasund, samkv. uppdr. Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts, dags. í mars 1999. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.99.
Samþykkt að grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilum að Efstasundi 34, 35, 39, 40 og 41 og Langholtsvegi 35, 37 og 39.

Efstasund 80, rishæð
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.04.99, varðandi byggingu rishæðar ofaná húsið á lóðinni nr. 80 við Efstasund, samkv. uppdr. Teiknistofu Erlings G. Pedersen, dags. 29.03.99. Samþykki nágranna fylgir. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.99.
Samþykkt að grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilum að Efstasundi 76, 77, 79, 81 og 82 og Langholtsvegi 83, 85 og 87.

Laugavegur 20-20A, stækkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.04.99, varðandi viðbyggingu og breytt útlit götuhliðar hússins nr. 20A við Laugaveg, samkv. uppdr. Hugsmíðar, dags. 21.04.99.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að.Laugavegi 18, 20 og 20b og Grettisgötu 5.

Lágmúli 9, ofanábygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.03.98, varðandi byggingu þakhæðar ofaná húsið á lóðinni nr. 9 við Lágmúla, samkv. uppdr. Þormóðs Sveinssonar ark., dags. 16.02.98, br. í maí 1998, bréf sama, dags. 02.05.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 25.06.98. Einnig lagt fram bréf formanns húsfélagsins Lágmúla 5, dags. 15.07.98, bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 27.04.99, varðandi viðbyggingu þakhæðar og bílastæði, samkv. uppdr. sama, dags. 26.04.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.99.

Samþykkt með vísan í umsögn Borgarskipulags.

Síðumúli 12 og 14, viðbygging
Lagt fram bréf Arkform, dags. 08.03.99, varðandi hækkun á þökum bakhúsanna nr. 12 og 14 við Síðumúla og jafnframt breikka hús nr. 12 til vesturs, samkv. uppdr. Arkform, dags. í febr. 1999. Einnig lagt fram samþykki húseigenda Síðumúla 10, 12 og 14, dags. 25.02.99 og Síðumúla 16, dags. 09.03.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýsa tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi.

Skipholt 62, 66 og 68, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að breytingu á deiliskipulagi samkv. uppdr. Einnig lagður fram uppdr. dags. 8.5.99 og erindi Sigurðar Pálma Ásbergssonar mótt. 10.5.1999.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýsa tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi.

Urriðakvísl 26, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Hlínar Sverrisdóttur og Hreggviðs Jónssonar, dags. 02.05.99, varðandi stækkun lóðarinnar nr. 26 við Urriðakvísl um 2,5 m. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 05.05.99.
Samþykkt að kynna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Urriðakvísl 23 og 25.

Vættaborgir 9, Borgaskóli, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.04.99. Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypta skólabyggingu á lóðinni nr. 9 við Vættaborgir, samkv. uppdr. Arkitektast. Glámu/Kím, dags. 20.01.99, br. 07.04.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 05.05.99 og nýr uppdráttur Glámu/Kím, dags. 5.5.99.

Nýr uppdr. samþykktur með vísan til umsagnar Borgarskipulags.

Skógarás 12, einbýlishús
Að lokinni grenndarkynningu, vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, f.h. byggingarnefndar, dags. 16.04.99, varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 12 við Skógarás, samkv. uppdr. Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts, dags. í apríl 1999. Einnig lagt fram samþykki eigenda að Skógarási 10 og 14, dags. 20.04.99 og umsagnir Borgarskipulags, dags. 23.04.99 og 7.5.99. Ennfremur lagðar fram yfirlýsingar eigenda að Skógarási 10 og Skógarási 14, dags. 27.04.99 vegna grenndarkynningar.
Samþykkt óveruleg breyting á deiliskipulagi með vísan til umsagnar Borgarskipulags.

Laugavegur 99, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.04.99, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 99 við Laugaveg, samkv. uppdr. Teiknist. Túngötu 14, dags. 14.07.98, síðast br. 20.04.99.
Samþykkt að grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilum að Snorrabraut 24, Laugavegi 97 og 100.