Grafarholt og Korpúlfsstaðir

Skjalnúmer : 7960

83. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. júlí 2002 sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. f.m. um deiliskipulag og fjölgun íbúða við Þorláksgeisla.
Borgarráð samþykkir að fjölga íbúðum í Þorláksgeisla 43-49 í allt að 30 íbúðir. Á lóðum nr. 43 og 45 verða leyfðar mest 8 íbúðir í hvoru húsi en mest 7 íbúðir í húsi á lóðum nr. 47 og 49. Gera skal ráð fyrir tveimur stæðum á lóð fyrir hverja íbúð, einu í bílageymslu og einu á lóð í samræmi við sérákvæði skilmála fyrir lóðir E1.



78. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 2. júlí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. f.m. um breytingu á deiliskipulagi austurhluta Grafarvogs og fjölgun íbúða við Andrésbrunn, Katrínarlind, Marteinslaug og Þorláksgeisla.
Borgarráð samþykkti að fresta breytingu varðandi Þorláksgeisla. Erindið var að öðru leyti samþykkt.


75. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta, dags. 30.10.00, síðast breytt 12.03.02, að fjölgun íbúða á austurhluta Grafarholts. Málið var í auglýsingu frá 10. apríl til 22. maí, athugasemdafrestur var til 22. maí 2002. Athugasemdabréf barst frá ÍAV, dags. 22.05.02.
Einnig lögð fram bréf Gylfa Guðmundssonar f.h. Sveinbjörns Sigurðssonar ehf, dags. 15.05.02, varðandi umsókn um fjölgun íbúða að Þorláksgeisla 35-41, bréf Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, ásamt uppdráttum, dags. 22.05.02, varðandi breytingu á skilmálum á lóðinni nr. 1-7 við Andrésarbrunn og umsögn Kanon arkitekta dags. 03.06.02.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í lið 1 og 2 í umsögn Kanon arkitekta þ.e. að heimilt verði að hafa flöt þök á fjölbýlishúsum við Andrésbrunn, Katrínarlind og Marteinslaug og heimilt verði að fjölga íbúðum um allt að 5% á svæðinu í heild enda verði aukinn fjöldi bílastæða vegna fjölgunarinnar leystur neðanjarðar. Jafnframt er samþykkt að fjölga íbúðum í Þorláksgeisla 35-41 í allt að 32 íbúðir og heimilað að bílastæði verði gerð ofanjarðar enda verði hægt að koma þeim haganlega fyrir á lóð. Byggingar skulu áfram fylgja bindandi byggingarlínum auk þess sem afmarka skal bílastæði með lóðaveggjum.
Vísað til borgarráðs.


74. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta, dags. 30.10.00, síðast breytt 12.03.02, að fjölgun íbúða á austurhluta Grafarholts. Málið var í auglýsingu frá 10. apríl til 22. maí, athugasemdafrestur var til 22. maí 2002. Athugasemdabréf barst frá ÍAV, dags. 22.05.02.
Frestað.

69. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19. mars 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m. um auglýsingu deiliskipulags austurhluta Grafarholts ásamt greinargerð og skilmálum fyrir austursvæði Grafarholts, endurskoðað 12. þ.m.


66. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram tillaga Kanon arkitekta, að fjölgun íbúða á austurhluta Grafarholts.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


63. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 15.02.02, að fjölgun íbúða á austurhluta Grafarholts.
Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlagða tillögu. Jafnframt verði skoðað með lóðir fyrir ódýrari íbúðir og fyrirkomulag húsa nyrst á svæðinu með tilliti til fjölda íbúða á hverja lyftu.

7. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Fjölgun íbúða í austurhluta Grafarholts. Hverfisstjóri kynnti tillögu að mögulegri fjölgun íbúða.
Kynna fyrir formanni skipulags- og byggingarnefndar.

62. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Fjölgun íbúða í austurhluta Grafarholts.
Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir fjölgun íbúða í austurhluta Grafarholts.

16. fundur 2000
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram til kynningar tillaga Kanon arkitekta ehf, að deiliskipulagi austurhluta Grafarholts ásamt drögum að skilmálum, dags. í júlí 2000.
Höfundar kynntu.

10. fundur 2000
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram til kynningar tillaga Kanon arkitekta að deiliskipulagi austurhluta Grafarholts, dags. 21.05.00. Höfundar kynntu.



5. fundur 2000
Grafarholt, "ferðabakarí"
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. febrúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 7. s.m. varðandi aðstöðu fyrir iðnaðarmenn í nýbyggingahverfum Grafarholts.


4. fundur 2000
Grafarholt, athafnasvæði, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. febrúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 7. s.m. um breytt deiliskipulag athafnasvæðis í Grafarholti.


3. fundur 2000
Grafarholt, athafnasvæði, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga og greinargerð Guðmundar Gunnarssonar ark. og Sveins Ívarssonar ark.
Tillagan var kynnt frá 3. des. til 31. des. 1999 með athugasemdarfresti til 17. janúar 2000. Engar athugasemdir bárust. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 4. febr. 2000.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýst skipulagstillaga verði samþykkt sem deiliskipulag fyrir svæðið með þeirri breytingu sem fram kemur í minnispunktum Borgarskipulags.

3. fundur 2000
Grafarholt, "ferðabakarí"
Lagt fram bréf Valdimars Róberts Tryggvasonar og Guðbjargar Birnu Gísladóttur, dags. 07.12.99, varðandi lóð fyrir hús fyrir þjónustu við iðnaðarmenn í nýbyggingarhverfum. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 06.01.00 og umsögn Borgarskipulags, dags. 1. febr. 2000.
Samþykkt.

17. fundur 1999
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. júlí 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um deiliskipulag íbúðahverfis á vesturhluta Grafarvogs og breytingu á aðalskipulagi.


4. fundur 2000
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram til kynningar drög Kanon arkitekta að deiliskipulagi austurhluta Grafarholts, dags. 17.02.00. Höfundar kynntu.


15. fundur 1999
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Lögð fram eftirfarandi bókun. Skipulagsnefnd leggur til að Borgarskipulag hefji strax undirbúning að deiliskipulagi austurhluta Grafarholts þannig að góður tími gefist til vandaðrar skipulagsgerðar og endurmats í ljói fenginnar reynslu.
Samþykkt

15. fundur 1999
Grafarholt, athafnasvæði, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga og greinargerð Guðmundar Gunnarssonar ark. og Sveins Ívarssonar ark. dags. 15.03.99 mótt. 28.6.99. Tillagan var kynnt frá 7.05.99 til 4.06.99 með athugasemdarfresti til 18.06.99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt

14. fundur 1999
Grafarholt, athafnasvæði, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um breytta landnotkun á Grafarholti.


16. fundur 1999
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi íbúðahverfis á vesturhluta Grafarholts, samkv. uppdrátttum, greinargerð og skilmálum Teiknist. Arcus (svæði 1) dags. 10.05.99, Kanon arkitekta ehf (svæði 2) dags. 10.05.99 og Guðm. Gunnarssonar ark. og Sveins Ívarssonar ark. (svæði 3) dags. 10.05.99. Einnig lögð fram tillaga Landslagsarkitekta, dags. í maí ´99 að umhverfi hitaveitutanka, bréf byggingarfulltrúa, dags. 09.05.99 og 09.07.99 um skilmála, bréf Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 10.06.99, bréf Orkuveitu, dags. 10.06.99 og bréf Hverfisnefndar Grafarvogs, dags. 23.06.99. Ennfremur lögð tillaga Borgarskipulags að breytingu á aðalskipulagi.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi á Grafarholti með 3 samhljóða atkvæðum (fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá). Bréfum byggingarfulltrúa frá 9.5.99 og 8.7.99 vísað til Borgarskipulags. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og umferðarnefnd óskuðu bókað: "Við vísum í bókun okkar í skipulags- og umferðarnefnd frá 12. apríl sl. og tillögu ásamt greinargerð frá 10. maí sl. varðandi hæð og gerð húsa og þéttleika byggðar. Við teljum að nýta megi Grafarholtið mun betur en gert er í samþykktum skiplagstillögum og að færa eigi skipulagið í nútímalegra horf".

13. fundur 1999
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18.5.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar 10. þ.m. um deiliskipulag Grafarholts ásamt breytingu á aðalskipulagi þannig að felld verði niður tengibraut á Grafarholt og auglýsingu deiliskipulagstillögu breytts aðalskipulags.


13. fundur 1999
Grafarholt, athafnasvæði, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að breytingu á landnotkun í Grafarholti sunnan Vesturlandsvegar úr íbúðasvæði í athafnasvæði.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við borgarráð að það samþykki greinda breytingu á AR 1996-2016 sbr. framlagða tillögu Borgarskipulags.

12. fundur 1999
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðahverfis á vesturhluta Grafarholts samkv. uppdráttum, greinargerð og skilmálum Teiknist. Arcus (svæði 1) dags. 10.5.99, Kanon arkitekta ehf (svæði 2) dags. 6.5.99 og Guðm. Gunnarssonar ark. og Sveins Ívarssonar ark., (svæði 3) dags. 10.5.99. Einnig lögð fram tillaga Landslagsarkitekta, dags. í maí ´99 að umhverfi hitaveitutanka. Ennfremur lagt fram bréf umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 7.5.1999 um hljóðvist í Grafarholti og bréf byggingarfulltrúa dags. 9.5.99 um skilmála..
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svofellda tillögu: "Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að endurskoða svæði 3 í deiliskipulagi fyrir vestanvert Grafarholt með það í huga að koma þar fyrir 3-5 fjölbýlishúsum upp á 6-8 hæðir."
Tillögunni fylgir greinargerð.
Greinargerð:
Fyrirliggjandi tillögur að þremur deiliskipulagssvæðum gera hvergi ráð fyrir möguleika á háum fjölbýlishúsum. Af þróun á fasteignamarkaði má ráða að mikil og vaxandi eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í svokölluðum lyftuhúsum. Óeðlilegt er að skipuleggja heilt íbúðahverfi sem er aðalbyggingarland Reykvíkinga á næstu árum án þess að gera ráð fyrir að mæta þörfum þessa hóps. Besta svæðið fyrir slíkar byggingar er augljóslega í norðurhlíð Grafarholts þar sem fagurt útsýni er eitt helsta aðdráttarafl byggðar þar. Því leggjum við til að svæði 3 verði endurskoðað með þessi sjónarmið í huga.#
Tillagan felld með 3 atkv. fulltrúa Reykjavíkurlistans á móti 2 atkv. fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Fulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svofellda bókun:
#Í samhljóða samþykkt skipulags- og umferðarnefndar á heildarskipulagi (rammaskipulagi) Grafarholts frá 14.08.1998 kemur fram í forsögn að gert er ráð fyrir lágri byggð á svæðinu í heild hæst þrjár hæðir og kom þetta einnig fram í forsögn að samkeppninni. "...þrátt fyrir nokkuð þétta byggð er þó ekki gert ráð fyrir háhýsabyggð og almennt miðað við að húsahæð verði ekki meiri en 3 hæðir frá götu." (úr gr. 2.1. lýsing verkefnis úr forsögn að hugmyndasamkeppni um skipulag á Grafarholti, júní 1996). Með vísan til þessa og bókunar Reykjavíkurlistans á fundi skipulags- og umferðarnefndar 12.04.99 er tillaga minnihlutans felld.#












Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að fela skipulagshöfundum og Borgarskipulagi að samræma framsetningu deiliskipulagsskilmálanna og að fara yfir þær athugasemdir sem fram hafa komið á fundinum. Að því loknu verði tillögurnar (deiliskipulagsuppdrættirnir og skipulagsskilmálarnir) sendar borgarráði til ákvörðunar um auglýsingu þeirra sem deiliskipulag á vesturhluta Grafarholts. Ennfremur samþykkir nefndin að leggja til við borgarráð að auglýst verði breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur þannig að felld verði niður tengibraut á Grafarholti. Tillögunum vísað til kynningar í heilbrigðis- og umhverfisnefnd og til umsagnar byggingarnefndar á auglýsingatímanum.


11. fundur 1999
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Skipulagshöfundar kynntu tillögur að deiliskipulagi íbúðahverfis á vesturhluta Grafarholts, svæði 1, 2 og 3 ásamt drögum að skipulagsskilmálum svæðanna, dags. apríl 1999. Einnig lagt fram bréf SVR, dags. 12.04.99, varðandi æskilega staðsetningu biðstöðva SVR.


9. fundur 1999
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Kynnt drög að deiliskipulagi íbúðahverfis á vesturhluta Grafarholts, svæði 3, samkv. uppdr. Guðmundar Gunnarssonar ark. og Sveins Ívarssonar ark., dags. í apríl 1999.
Bókun Ingu Jónu Þórðardóttur og Július Vífils Íngvarssonar.
#Við teljum eðlilegt að skipulags- og umferðarnefnd breyti þeirri forsendu deiliskipulagsvinnunnar að hús megi ekki vera hærri en þrjár hæðir. Þar með væri skipulagshöfundum gefnar frjálsar hendur til að skipuleggja hærri byggð þar sem því verður við komið. Með því móti næðist tvennt, annars vegar að tryggja aukið byggingarmagn og hagkvæmari byggingar og hins vegar gæfist fleiri íbúum möguleikar á góðu útsýni sem er einn helsti kostur byggðar í norðurhluta holtsins.#

Bókun Reykjavíkurlistans.
#Hinn 7. september 1998 eftir langa og ítarlega umfjöllun í borgarkerfinu var samþykkt heildarskipulag Grafarholts, dags. 7.9.98, sem er forsenda vinnu við deiliskipulag. Þar voru sett fram meginmarkmið, m.a. hæðir húsa. Skipulagshöfundar bentu á það hér á fundinum að þeir gætu ekki mælt með hærri húsum en 3ja hæða af eftirfarandi ástæðum:
a. Hærri hús í norðurhlíðum varpa auknum skugga og draga úr gæðum annarra lóða.
b. Aukin húsahæð eykur "háhýsarokið" og dregur úr skjólmyndun.
c. Samband frá íbúð við garðsvæði næst frá 3ju hæð en ekki ef ofar dregur.
Að auki má benda á erfiðleika við að byggja háhýsi í svo miklum bratta sem um ræðir á þessu svæði. Ef breyta ætti nú forsendum sem nefndin samþykkti 7.9.98, þá kallar það á aukna vinnu og tafir, sem gæti verið réttlætanlegt ef sú breyting væri til bóta.#

Bókun I.J.Þ. og J.V.I.
#Frá því að heildarskipulag Grafarholts var samþykkt í september s.l. hafa komið í ljós ýmis atriði sem gera það að verkum að erfitt verður að koma fyrir þeim íbúðafjölda sem gert var ráð fyrir. Skipulags- og umferðarnefnd á að nýta tækifæri meðan á skipulagsvinnu stendur til að gera breytingar eftir því sem breyttar aðstæður kalla á og skoða málin með opnum huga.#

Bókun R-lista.
#Ekki liggur fyrir að íbúðum fækki en komi það í ljós þá þarf að meta gæði húsnæðisins með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi.#


9. fundur 1999
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.3.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um deiliskipulag atvinnusvæðis í Grafarholti ásamt breytingu á aðalskipulagi. Borgarráð samþykkti að auglýst verði breyting á aðalskipulagi. Afgreiðsla deiliskipulags var frestað.
Einnig lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.3.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15. s.m. um skipulag og aðkomu að Keldum, Grafargili ásamt auglýsingu.


7. fundur 1999
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Lögð fram tillaga, að breytingum á skipulagsskilmálum athafnasvæðis austan Vesturlandsvegar skv. uppdr. og greinargerð Guðmundar Gunnarssonar ark. og Sveins Ívarssonar ark. dags. 8.3.99 br. 15.3.99. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 12.03.99.
Samþykktir breyttir skipulagsskilmálar ásamt viðbótarskilmálum sem fram koma í bréfi byggingarfulltrúa, dags. 12.03.99.

6. fundur 1999
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Lögð fram deiliskipulagstillaga að athafnasvæði austan Vesturlandsvegar skv. uppdr. Guðmundar Gunnarssonar ark. og Sveins Ívarssonar ark. dags. 8. mars 1999 (svæði 3, að hluta). Einnig kynnt drög að deiliskipulagi íbúðahverfis á vesturhluta Grafarholts samkv. tillögu teiknistofunnar Arcus ehf. dags. í mars 1999 (svæði 1) og tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. í mars 1999 (svæði 2). Ennfremur lögð fram drög að skipulagsforsögn dags. í nóv. 1998 og yfirlit yfir framvindu og stöðu skipulagsvinnu dags. 8.02.99.
Skipulagshöfundar komu á fundinn og kynntu tillögur sínar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerði lítilsháttar breytingar á skilmálum um efni utanhúss á athafnasvæði og samþykkti síðan að leggja til við borgarráð að tillaga að deiliskipulagi athafnasvæðis ásamt þannig breyttum skipulagsskilmálum verði auglýst sem deiliskipulag og að breytt verði landnotkun aðalskipulags á umræddu svæði út íbúðasvæði í athafnasvæði..
Ennfremur var samþykkt að vísa deiliskipulagsskilmálunum til umsagnar byggingarnefndar.


17. fundur 1998
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Lögð fram að nýju greinargerð og uppdr. Harðar Harðarsonar og Þorsteins Helgasonar, dags. 14. ágúst 1998, að heildarskipulagi íbúðasvæðis á Grafarholti. Ennfremur lögð fram tillaga Borgarskipulags að skiptingu svæðisins í deiliskipulagseiningar.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að fela höfundum þeirra tillagna sem fengu 1., 2. og 3. verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag á Grafarholti að deiliskipuleggja byggð á Grafarholti á grundvelli fyrirliggjandi heildarskipulags og svæðisskiptingu Borgarskipulags í deiliskipulagseiningar.

16. fundur 1998
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Kynnt staða vinnu við undirbúning heildarskipulags íbúðasvæðis á Grafarholti, samkv. uppdr. og greinargerð Harðar Harðarsonar og Þorsteins Helgasonar, dags. 14. ágúst 1998.


10. fundur 1998
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Kynnt staða vinnu við skipulag íbúðasvæðis á Grafarholti, samkv. uppdr. Harðar Harðarsonar og Þorsteins Helgasonar, dags. 15.04.98.


4. fundur 1997
Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Kynntar niðurstöður úr hugmyndasamkeppni um skipulag byggðar á Grafarholti frá 17.12.96, 1., 2. og 3. verðlaun.