Síðumúli 12 og 14

Skjalnúmer : 7890

16. fundur 1999
Síðumúli 12 og 14, viðbygging
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Arkform, dags. 08.03.99, varðandi hækkun á þökum bakhúsanna nr. 12 og 14 við Síðumúla og jafnframt breikka hús nr. 12 til vesturs, samkv. uppdr. Arkform, dags. í febr. 1999. Einnig lagt fram samþykki húseigenda Síðumúla 10, 12 og 14, dags. 25.02.99 og Síðumúla 16, dags. 09.03.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.99. Málið var í auglýsingu frá 26.05.-23.06.99, athugasemdafrestur var til 7. júlí ´99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

13. fundur 1999
Síðumúli 12 og 14, viðbygging
Lagt fram bréf borgastjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.5.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi vegna viðbyggingar að Síðumúla 12 og 14.


12. fundur 1999
Síðumúli 12 og 14, viðbygging
Lagt fram bréf Arkform, dags. 08.03.99, varðandi hækkun á þökum bakhúsanna nr. 12 og 14 við Síðumúla og jafnframt breikka hús nr. 12 til vesturs, samkv. uppdr. Arkform, dags. í febr. 1999. Einnig lagt fram samþykki húseigenda Síðumúla 10, 12 og 14, dags. 25.02.99 og Síðumúla 16, dags. 09.03.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýsa tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi.