Norðlingabraut/Bugða

Skjalnúmer : 9631

12. fundur 1999
Norðlingabraut/Bugða, viðbygging
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um viðbyggingu við Norðlingabraut, Bugðu.


11. fundur 1999
Norðlingabraut/Bugða, viðbygging
Lagt fram bréf Þuríðar Fannberg (Rúrí), dags. 16.04.99, varðandi viðbyggingu við húsið við Norðlingabraut/ Bugðu. Einnig lagt fram bréf Sigríðar Sigþórsdóttur arkitekts, dags. 19.04.99, ásamt uppdr. dags. 12.04.99. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23.04.99.
Nefndin samþykkir erindið enda verði á viðbyggingunni kvöð um niðurrif, borgarsjóði að kostnaðarlausu, hvenær sem krafist verður.

1. fundur 1998
Norðlingabraut/Bugða, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15.12.97 um nýbyggingu Norðlingabraut/Bugðu


25. fundur 1997
Norðlingabraut/Bugða, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf Þuríðar Fannberg, dags. 14.09.97, varðandi gerð viðbyggingar við hús við enda Norðlingabrautar ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 07.11.97. Einnig lögð fram umsögn umhverfismálaráðs, dags. 10.12.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið með þeim skilmálum sem í umsögn Borgarskipulags frá 7.11.97 greinir og bókun nefndarinnar frá fundi 10.11. sl.

22. fundur 1997
Norðlingabraut/Bugða, viðbygging
Lagt fram bréf Þuríðar Fannberg, dags. 14.09.97, varðandi gerð viðbyggingar við hús við enda Norðlingabrautar. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.11.97.
Samþykkt eftirfarandi bókun: "Þar sem landið er utan framtíðarbyggðarsvæðis Reykjavíkur er hægt að fallast á lagfæringar og minniháttar breytingar á húsinu enda falli þær vel að húsi og umhverfi en með eftirfarandi skilyrðum. Niðurrifskvöð verði sett á viðbyggingu. Sækja þarf um leyfi fyrir þegar byggðum geymsluskúr til byggingarnefndar. Samráð verði haft við Borgarskipulag um fyrirhugaðar breytingar." Vísað til umhverfismálaráðs.

4. fundur 1994
Norðlingabraut/Bugða, viðbygging
Lagt fram bréf Árna J. Fannberg, dags. 9.2.94, varðandi ósk um að byggja við hús á lóð við Norðlingabraut/Bugðu, samkv. uppdr. Kjartans Sveinssonar, dags. í mars 1961.

Synjað með vísan til afgreiðslu máls nr. 95.94.