Skeifan 15
Skjalnúmer : 9058
12. fundur 1999
Skeifan 15, stækkun
Lögð fram bréf Arkís ehf. dags. 29.10.98, 05.11.98, 22.01.99 og 30.04.99, varðandi stækkun verslunar Hagkaups við Skeifuna 15, samkv. uppdr. sama aðila dags. 29.10.98. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 28.10.98 og samþykki Ágústs Valfells f.h. Skeifunnar 15 ehf, dags. 29.10.98. Ennfremur lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 07.05.99. Kynntar tillögur að göngubrú yfir Miklubraut frá Skeifu að Gerðum.
Frestað.
Borgarskipulagi og borgarverkfræðingi falið að vinna að samkomulagi sem taki til stækkunar Skeifunnar 15 í tengslum við fyrirkomulag göngubrúar yfir Miklubraut og tenginga við hana.
14. fundur 1994
Skeifan 15, bráðabirgðaskýli
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17.05.94 á bókun skipulagsnefndar frá 16.05.1994 um bráðabirgðaskýli við Skeifuna 15.
12. fundur 1994
Skeifan 15, bráðabirgðaskýli
Lagt fram erindi Hagkaups hf., varðandi ósk um að reisa bráðabirgðaskýli við Skeifuna 15, samkv. uppdr. Hrafnkels Thorlacius, arkitekts, dags. 11.5.94.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið til bráðabirgða með skilyrði um að skýlið verði fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu þegar krafist verður. Það er einnig skilyrði að gámar á þessu svæði á vegum Hagkaups hf. verði ekki geymdir utandyra.
7. fundur 1994
Skeifan 15, bráðabirgðaskýli
Lagt fram bréf Óskars Magnússonar f.h. Hagkaups hf., dags. 22.3.94, varðandi byggingu bráðabirgða móttökuskýli á suðurhlið Skeifunnar 15, samkv. uppdr. Þorvaldar Kristmundssonar, arkitekts.
Frestað.
Fá betri útlitsteikningar.
4. fundur 1994
Skeifan 15, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 14.2.94, varðandi ósk Hagkaupa hf. um bráðabirgða viðbyggingu að Skeifunni 15, samkv. uppdr. Þorvaldar Kristmundssonar, arkitekts, dags. í jan. 1994.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á erindið með vísan til fyrri afgreiðslu.