Langholtsvegur 84
Skjalnúmer : 5374
16. fundur 1999
Langholtsvegur 84, br. á notkun og byggingu
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28.05.99, varðandi breytingu á verslunarhúsi (áður Holtsapótek) á lóðinni nr. 84 við Langholtsveg í fjórar íbúðir, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð, dags. í jan.´99, br. 30.03.99. Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags, dags. í maí 1999 og 6. júní ´99. Málið var í auglýsingu frá 26.05.-23.06.99, athugasemdafrestur var til 7. júlí 1999. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt deiliskipulag af lóðinni.
13. fundur 1999
Langholtsvegur 84, br. á notkun og byggingu
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.5.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Langholtsvegi 84.
12. fundur 1999
Langholtsvegur 84, br. á notkun og byggingu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.02.99, varðandi breytingu á verslunarhúsi (áður Holtsapótek) á lóðinni nr. 84 við Langholtsveg í fjórar íbúðir, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð, dags. í jan.´99, br. 30.03.99. Einnig lagt fram bréf Sverris Norðfjörð arkitekts, f.h. Þaks, Byggingafélags ehf, dags. 26.01.99, umsögn Árbæjarsafns, dags. 12.04.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. í maí 1999.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að breytingin verði auglýst sem deiliskipulag á lóðinni nr. 84 við Langholtsveg.