Skipholt 62, 66 og 68
Skjalnúmer : 7208
17. fundur 1999
Skipholt 62, 66 og 68, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Helgu Jónsdóttur f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.7. á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um breytingu á deiliskipulagi Skipholts 62, 66 og 68.
16. fundur 1999
Skipholt 62, 66 og 68, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að breytingu á deiliskipulagi ofangreindra lóða, dags. 08.05.99 ásamt uppdr., dags. 10.05.99, varðandi byggingu íbúðahúsa á lóðunum nr. 66 og 68 við Skipholt. Málið var í auglýsingu frá 26. maí til 23. júní, athugasemdafrestur var til 7. júlí ´99. Lagt fram athugasemdabréf Eignahaldsfélagsins Mænis, dags. 06.07.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 12.07.99. Ennfremur lagt fram bréf Eignarhaldsfélagsins Mænis ehf, dags. 11.07.99, varðandi byggingu fjölbýlishúss á lóðinni nr. 62 við Skipholt.
Nefndin samþykkir umsögn Borgarskipulags frá 12.7.99 um deiliskipulagstillöguna og óskar eftir því við borgarráð að tillagan verði samþykkt sem breyting á deiliskipulagi.
13. fundur 1999
Skipholt 62, 66 og 68, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.5.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi vegna Skipholts 62, 66 og 68.
12. fundur 1999
Skipholt 62, 66 og 68, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að breytingu á deiliskipulagi samkv. uppdr. Einnig lagður fram uppdr. dags. 8.5.99 og erindi Sigurðar Pálma Ásbergssonar mótt. 10.5.1999.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýsa tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi.
11. fundur 1999
Skipholt 62, 66 og 68, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Sigurðar Pálma Ásbergssonar, dags. 12.04.99, varðandi byggingu íbúðahúsa á lóðunum nr. 66 og 68 við Skipholt, samkv. uppdr. sama, dags. 12.04.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23.04.99.
Borgarskipulagi falið að kanna viðhorf nágranna til tillögunnar.