Vættaborgir 9, Borgaskóli
Skjalnúmer : 7305
13. fundur 1999
Borgaskóli, Borgaskóli, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.5.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um nýbyggingu Borgaskóla að Vættaborgum 9.
12. fundur 1999
Borgaskóli, Borgaskóli, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.04.99. Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypta skólabyggingu á lóðinni nr. 9 við Vættaborgir, samkv. uppdr. Arkitektast. Glámu/Kím, dags. 20.01.99, br. 07.04.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 05.05.99 og nýr uppdráttur Glámu/Kím, dags. 5.5.99.
Nýr uppdr. samþykktur með vísan til umsagnar Borgarskipulags.
6. fundur 1999
Borgaskóli, br. á lóðarmörkum, lóðarfyrirkomulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Teiknistofunnar Glámu/Kím, dags. 05.01.99, varðandi breytingar á lóðarmörkum skólalóðar Borgaskóla að Vættaborgum 9, samkv. uppdr. Landslagsarkitekta, dags. 04.01.99. Einnig lögð fram bréf framkv.stj. Miðgarðs dags. 10.02.99, umsögn Borgarskipulags, dags. 08.01.99 og uppdrættir Teiknist. Glámu/Kím að staðsetningu og útliti skólans dags. 14.12.98.
Samþykkt með vísan í umsögn Borgarskipulags.
6. fundur 1999
Borgaskóli, br. á lóðarmörkum, lóðarfyrirkomulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22. s.m. um breytingu á lóðarmörkum Borgaskóla.
2. fundur 1999
Borgaskóli, br. á lóðarmörkum, lóðarfyrirkomulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.01.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m. um Borgaskóla, auglýsingu vegna breytinga á lóðarmörkum.
5. fundur 1999
Borgaskóli, br. á lóðarmörkum, lóðarfyrirkomulag
Lögð fram tillaga Landslagsarkitekta, dags. 04.01.99, að breytingum á lóðarmörkum skólalóðar Borgaskóla og leikskólans Hulduheima að Vættaborgum. Einnig lagt fram samþykki Bergs Felixsonar f.h. Dagvistar barna dags. 19.2.99 og samþykki Fræðslumiðstöðvar Reykjavikur, dags. 19.2.1999.
Samþykkt
1. fundur 1999
Borgaskóli, br. á lóðarmörkum, lóðarfyrirkomulag
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Glámu/Kím, dags. 05.01.99, varðandi breytingar á lóðarmörkum skólalóðar Borgaskóla að Vættaborgum 9, samkv. uppdr. Landslagsarkitekta, dags. 04.01.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 08.01.99 og uppdrættir Teiknist. Glámu/Kím að staðsetningu og útliti skólans dags. 14.12.98.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.