Austurstræti 22B
Skjalnúmer : 5952
14. fundur 1999
Austurstræti 22B, "Nýja bíós lóð"
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 sbr.. bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. f.m. um Austurstræti 22B varðandi breytingu á skilmálum um lofthæð kjallara, 1. hæðar og 2. hæðar. Einnig samþykkti borgarráð eftirfarandi breytingar á skilmálum frá 20.10.98:
- að auka gólfhæðir plötu úr 3,7 m í um 4,0 m á verslunarhæðum (1. og 2. hæð)
- að breyta úr íbúðum í skrifstofur á efstu tveimur hæðum byggingari sem krefst einnig aukinnar lofthæðar.
- að hækka mænishæð nýbyggingar upp í mænishæð nýlegrar og aðlægrar byggingar.
Allar þessar breytingar eru innan ramma deiliskipulags Kvosarinnar, sem staðfest var árið 1987. Í tillögum nú er gert ráð fyrir verulega minni byggingu í öllu tilliti en Nýja Bíó sem var hluti af gildandi deiliskipulagi. Hönnun hússins er innan ramma gildandi skilmála sem fylgdu deiliskipulagi Kvosarinnar 1987 og vísar því borgarráð frekari tillögugerð til umfjöllunar í Byggingarnefnd Reykjavíkur og leggur áherslu á að meðferð málsins verði hraðað svo byggingarframkvæmdir á lóðinni geti hafist sem fyrst.
13. fundur 1999
Austurstræti 22B, "Nýja bíós lóð"
Lagt fram að nýju erindi Guðna Pálssonar, dags. 30.04.99 ásamt samantekt Borgarskipulags, dags. 30.04.99 og breyttri tillögu að nýbyggingu, mótt. 26.05.99.
Frestað
12. fundur 1999
Austurstræti 22B, "Nýja bíós lóð"
Lagt fram erindi Guðna Pálssonar, dags. 30.04.99 ásamt uppdr. dags. sama dag, að breytingum á forsögn og skilmálum Borgarskipulags vegna endurbyggingar á lóð nr. 22b við Austurstræti dags.12.10.98 ásamt skýringateikningu I-V, dags. 10.10.98. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 30.04.99.
Guðni Pálsson arkitekt kom á fundinn og kynnti erindið. Nefndin vísar til þeirra skilmála sem gilda um Austurstræti 22B, en fellst á að lofthæð í kjallara, 1. hæð og 2. hæð verði aukin. Að öðru leyti verði tillagan unnin áfram í samráði við Borgarskipulag.
24. fundur 1998
Austurstræti 22B, "Nýja bíós lóð"
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20.10.98 á bréfi skipulagsstjóra frá 13. s.m. um skilmála og skipulag lóðar nr. 22 við Austurstræti.
Borgarráð samþykkti erindið ásamt eftirfarandi breytingartillögu:
Svofelld viðbót komi við 2. málslið. Ekki verður leyfður skemmtistaður í húsnæðinu.
22. fundur 1998
Austurstræti 22B, "Nýja bíós lóð"
Lögð fram forsögn og skilmálar Borgarskipulags vegna endurbyggingar á lóð nr. 22b við Austurstræti dags.12.10.98 ásamt skýringateikningu I-V, dags. 10.10.98.
Inga Jóna Þórðardóttir lagði fram svofellda tillögu um breytingu á tillögu Borgarskipulags að skilmálum fyrir Austurstræti 22b:
#"3. mgr. kaflans "Starfsemi" hljóði svo: Á annarri hæð má gera ráð fyrir skrifstofum og/eða verslunarstarfsemi".#
Tillagan hlaut 2 atkv. gegn 3 og var því felld.
Tillaga Borgarskipulags að forsögn og skilmálum samþykkt samhljóða með lítilsháttar breytingum. Borgarverkfræðingi og byggingarfulltrúa falið að setja tæknilega skilmála vegna framkvæmda á lóðinni nr. 22b við Austurstræti.
Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson óskuðu bókað:
#Óeðlilegt að að binda í skilmálum að verslanir á annarri hæð verði að tengjast beint verslunum á fyrstu hæð og geti ekki starfað sjálfstætt. Eðlilegt er að eigendur húss hafi um það frjálsar hendur.#
Fulltrúar Reykjavíkurlistans í nefndinni óskuðu bókað:
#Nú gefst tækifæri á að byggja nútímalegt verslunarhúsnæði í hjarta borgarinnar í anda þeirrar þróunaráætlunar sem unnið er að og byggð er á þörf markaðarins skv. könnunum. Víða í miðborginni stendur sjálfstætt verslunarhúsnæði á 2. hæð autt og veldur það eigendum og borginni vandkvæðum. Í skipulagsskilmálum er kveðið á um að byggingarfulltrúi og Borgarskipulag vinni með hönnuði hússins stig af stigi, þannig að þarfir húsbyggjandans og hagsmunir miðborgarinnar fari sem best saman.#