Skipulags- og umferðarnefnd
Skjalnúmer : 5100
21. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. sept. 1999, varðandi tillögu að breytingum á samþykktum fyrir heilbrigðis- og umhverfisnefnd, skipulags- og umferðarnefnd og menningarmálanefnd.
19. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð 15. fundar umferðaröryggisnefndar frá 13. sept. 1999.
Eftirfarandi mál voru samþykkt:
Skúlagata, uppsetning þriggja stöðumæla á móts við Skúlagötu 54-56.
Starhagi, stöðvunarskylda gagnvart umferð á Suðurgötu.
Seljabraut, milli Jaðarsels og Engjasels ásamt aðliggjandi götum verði gert að 30 km svæði.
Erindi undirnefndar samþykkt samhljóða.
16. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. júlí 1999, varðandi samþykkt borgarstjórnar sama dag að skipa Árna Þór Sigurðsson formann skipulags- og umferðarnefndar í stað Guðrúnar Ágústsdóttur.
16. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð 14. fundar umferðaröryggisnefndar frá 30. júní 1999.
____________________________________________
____________________________________________
14. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um bann við u-beygju frá Gullinbrú í norður yfir í Gullinbrú í suður á gatnamótum Gullinbrúar og Fjallkonuvegar og um val á næsta 30 km svæði. Svæðið verði hverfi út frá Eyrarlandi.
13. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð 12. fundar umferðaröryggisnefndar frá 19. maí 1999.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir eftirfarandi liði úr fundargerðinni.
3. Gullinbrú-Fjallkonuvegur U-beygjubann - skj. nr. 9712. Samþykkt tillaga umferðardeildar um bann við U-beygju frá Gullinbrú í norður yfir í Gullinbrú í suður á gatnamótum Gullinbrúar og Fjallkonuvegar.
4. 30 km svæði - skj. nr. 6012, samþykkt að við val á næstu 30 km svæðum verði hverfi út frá Árlandi fyrst inn.
13. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 19.4.99 um lokun Bólstaðarhlíðar. Borgarráð samþykkti að auglýsa tillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
13. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 06.05.99 um staðbundnar ráðstafanir í umferðaröryggismálum er varða Bankastræti/Lækjargötu.
12. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.04.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um ýmsar staðbundnar ráðstafanir í umferðaröryggismálum skv. meðf. lista, dags. s.d. Borgarráð samþykkti með 4 atkv. gegn 3 aðgerðir vegna Bankastrætis-Lækjargötu og fer það því til afgreiðslu á fundi borgarstjórnar 7. maí n.k. Erindið var að öðru leyti samþykkt.
15. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð 13. fundar umferðaröryggisnefndar frá 16. júní 1999.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir eftirfarandi bókun undirnefndarinnar: "Að undanförnu hefur umferðaröryggisnefnd borist fjöldi kvartana vegna aukins umferðarhraða á götum borgarinnar. Af því tilefni hefur nefndin haft samband við lögreglustjóra, þar sem óskað er samstarfs við lögregluna um að fylgja eftir lögum og reglum um hraðatakmarkanir, ekki sýst í hverfum sem merkt hafa verið sérstaklega 30 km. svæði. Jafnframt var ákveðið að fulltrúi lögreglu sitji fundi nefndarinnar og hefur hann þegar verið tilnefndur af lögreglustjóra. Stefna Reykjavíkurborgar er fækkun slysa um 20% til aldamóta. Til þess að sá árangur náist þurfa allir að leggjast á eitt; borgin, lögregla og ökumenn í borginni. Reykjavíkurborg hefur að undarnförnu staðið fyrir framkvæmdum í hverfum borgarinnar til að auðkenna sérstaklega þau hverfi eru með 30 km. hámarkshraða. Til að þær framkvæmdir skili tilætluðum árangri þarf jafnframt að fylgja eftir þessum markmiðum eftir með virku eftirliti lögreglu og með góðri tillitssemi ökumanna
Skipulags og umferðarnefnd staðfesti eftirfarandi samþykktir undirnefndar um umferðaröryggismál frá 16.6.99.
Mál nr. 2, 3, 7 og 9.
11. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð 11. fundar umferðaröryggisnefndar frá 16.04.99.
10. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerði 8. fundar umferðaröryggisnefndar frá 12.03.99:
1. Staðbundnar aðgerðir - skj.nr. 7559, lagðar fram greinargerðir Línuhönnunar og GHG umferðardeild um svartbletti og hugmyndir að aðgerðum ásamt samantekt gatnamálastjóra um samanþykktir nefnda. Farið var í gegnum greinargerðinar og málinu frestað til næsta fundar.
Lögð fram fundargerð 9. fundar umferðaröryggisnefndar frá 07.04. og 09.04.99.
1. Staðbundnar aðgerðir - skj.nr. 7559, farið yfir meðfylgjandi lista um aðgerðir í umferðaröryggismálum. Fundarmenn efnislega sammála framlögðum vinnulista nema að ágreiningur var um aðgerðir í Bankastræti, þ.e. að afleggja tvöfalda vinstri beygju. Óskað var eftir að nefndin fengi að sjá nánari útfærslu á aðgerðum í Ármúla á næsta fundi. GÁ óskaði eftir kostnaðaryfirliti yfir staðbundnar aðgerðir á árinu 1998.
2. Seljabraut tillögur- skj.nr. 7055, kynntar aðgerðir á Seljabraut milli Engjasels og Flúðasels. Nefndin samþykkti að kynna íbúum tillögu 1a með áherslu á aðgerðum 1, 4 og 7.
3. Garðastræti- skj.nr. 5884, erindi íbúa að Garðastræti 40, þar sem farið er fram á að Garðastræti, frá Sólvallagötu að Túngötu, verði gert að einstefnugötu til norðurs og gerð verði skástæði að austan verðu í götunni. Synjað.
4. Vogaland - skj.nr. 5690, erindi íbúa um að sett verði hraðahindrun í botnlangann. Samþykkt að lækka hámarkshraða í götunni í 30 km/klst með skilti.
5. Langirimi - skj.nr. 9265, undirskriftarlisti foreldra barna í leikskólanum Lyngheimum, þar sem farið er fram á að hjáleið um bílaplan við leikskólann verði lokað og í stað verði umferð hleypt á götuna. Málið rætt og frestað.
6. Bólstaðarhlíð, lokun - skj.nr. 8197, nefndin samþykkir viðvarandi lokun Bólstaðarhlíðar.
7. Innkeyrsla að söluskála á lóð Skeljungs við Miklubraut norður - skj.nr. 5871, nefndin samþykkir framlagðan uppdrátt teiknistofu Hauks Harðarsonar ehf. með nýrri innkeyrslu að söluskála.
8. Skeiðarvogur, tafir SVR - skj.nr. 9369. Lagt fram erindi Lilju Ólafsdóttur forstjóra SVR varðandi tafir strætisvagna á Skeiðarvogi. Umferðardeild falið að kanna málið.
Skipulags- og umferðarnefnd tók mál nr. 1, 4 og 6 af fundargerð 9. fundar til umfjöllunar.
1. Staðbundnar aðgerðir
Miðeyja neðst í Bankastræti samþykkt með 3 atkvæðum gegn 1.
4. Vogaland
Frestað. Skipulags- og umferðarnefnd frestar málinu.
6. Bólstaðarhlíð, lokun .
Samþykkt í skipulags- og umferðarnefnd með 4 atkvæðum, Halldór Guðmundsson sat hjá.
9. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð nefndar um umferðaröryggismál frá fundum þann 12.03.99 og 07.04.99.
Frestað
2. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram eftirfarandi mál úr fundargerð undirnefndar skipulags- og umferðarnefndar um umferðaröryggismál frá 13.1.1999:
1. Rafstöðvarvegur 17-33, lækkun hámarkshraða. Skj.nr. 6132.
Rafstöðvarvegur 17-33, samþykkt að lækka hámarkshraða í 30 km/klst, í botnlanga.
Samþykkt
2. Korpúlfsstaðavegur, aðalbraut. Skj.nr. 10126.
Korpúlfsstaðavegur, samþykkt að Korpúlfsstaðavegur austan hringtorgs, á mótum Víkurvegar, Mosavegar, Strandvegar og Korpúlfsstaðavegar, verði aðalbraut. Einnig lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 5.1.99.
Samþykkt
3. Freyjugata, umferð. Undirskriftalisti frá íbúum við Freyjugötu. Skj.nr. 5553.
Freyjugata, samþykkt að Freyjugata milli Njarðargötu og Óðinsgötu verði einstefnugata til vesturs og að heimilt verði að leggja samsíða, beggja vegna götunnar. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar, dags.11.1.99.
Samþykkt
4. Skúlagata, umferð. Skj.nr. 9173.
Skúlagata, samþykkt að milli Vitastígs og tengigötu við Sæbraut verði settar tvær 30 km hraðahindranir, samanber uppdrátt umferðardeildar dags. 12.01.99, sem jafnframt verði gönguleiðir yfir Skúlagötu. Lýsing verði aukin við gönguleiðir yfir Skúlagötu.
2. fundur 1999
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð nefndar um umferðaröryggismál frá fundi þann 13.01.99.
27. fundur 1998
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð nefndar um umferðaröryggismál frá fundi þann 09.12.98.
25. fundur 1998
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð nefndar um umferðaröryggismál frá fundi þann 18.11.98.
Samþykkt
24. fundur 1998
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð nefndar um umferðaröryggismál frá fundi þ. 04.11.98.
Skipulags- og umferðarnefnd staðfestir afgreiðslu umferðaröryggisnefndar í eftirtöldum málum í fundargerðinni.
1. Brúnavegur-Austurbrún, umferðaröryggi (skj.nr. 7034 - Brúnavegur, umferðarhraði)
Lagt fram bréf Guðmundar Hallvarðssonar f.h. stjórnar Sjómannadagsráðs, dags. 03.03.97, varðandi umferðarhraða á Brúnavegi. Einnig lögð fram tillaga umferðardeildar, bréf dags. 4.11.98 og uppdráttur dags. 2.11.1998.
Samþykkt
4. Gullinbrú, Hallsvegur bann við u-beygju (skj.nr. 9712)
Lagt fram bréf umferðardeildar dags. 28.10.98 ásamt ódagsettum uppdrætti, þar sem lagt er til að því verði beint til lögreglustjóra, að u-beygja verði bönnuð á Gullinbrú við Hallsveg.
Samþykkt.
5. Laugavegur 114, bílastæði (skj.nr. 6229)
Lagt fram bréf Svavars Þorvarðssonar f.h. Fasteigna ríkissjóðs dags. 21.09.98 varðandi bílastæði Tryggingarstofnunar við Laugaveg 114.
Samþykkt en bent er á að umsækjandi þarf að semja við lóðafélagið Laugaveg 116-118 áður en hægt er að merkja stæðið.
6. Frakkastígur, umferð (skj.nr. 6207)
Lagt fram bréf Tónmenntaskóla Reykjavíkur, dags. 29.10.97, varðandi úrbætur gangandi vegfarenda yfir Frakkastíginn. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags dags. 30.10.1998.
Samþykkt.
23. fundur 1998
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð nefndar um umferðaröryggismál frá fundi þ. 21.10.98.
22. fundur 1998
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð nefndar um umferðaröryggismál frá fundi þ. 7.10.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fundargerðina og staðfestir þar með afgreiðslu hennar á eftirtöldum málum:
Vesturás, hraðahindrun
Tillaga umferðardeildar að hraðahindrandi aðgerð og biðskyldu í botnlanga, uppdráttur og greinargerð, dags. 18.8.1998, lögð fram.
Hraðahindrandi aðgerð samþykkt en umferðardeild falið að hanna útfærsluna nánar. Lagt er til að umferðardeild hafi samband við lögreglu vegna heildarstefnu um biðskyldu.
Torfufell (Völvufell), hraðahindrun
Tillaga umferðardeildar, dags. 4.8.1998, að hraðahindrun í Torfufelli og Völvufelli. Einning lagt fram erindi íbúa dags 12.02.1998.
Hraðahindranir samþykktar en lögð er áhersla á að þetta verði þáttur í vinnu við hönnun og gerð 30 km svæðis.
Sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
Tillaga byggingardeildar borgarverkfræðings, um bílastæði fyrir fatlaða við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur við Fríkirkjuveg, dags. 15.09.1998, lögð fram.
Samþykkt.
20. fundur 1998
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.09.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. s.m. um skipun undirnefndar um umferðaröryggismál. Gert er ráð fyrir að kostnaður við nefndarstörf færist á gjaldalið skipulags- og umferðarnefndar og fundarsetur verði tilkynntar skrifstofustjóra borgarstjórnar með hefðbundnum hætti.
18. fundur 1998
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Skipulags- og umferðarnefnd tilnefnir eftirtalda í nefnd til þess að fjalla um umferðaröryggismál, sbr. bókun nefndarinnar frá 7.9.98 (mál 455.98):
Aðalmenn: Guðrún Ágústsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson
Til vara: Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir
17. fundur 1998
Skipulags- og umferðarnefnd, vinnuhópur
Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
#Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að stofna undirnefnd (vinnuhóp) sem hafi það hlutverk að fjalla um umferðaröryggismál. Má þar nefnda 30 km svæði, hraðahindranir, óskir íbúa, foreldrafélaga og íbúasamtaka um úrbætur og skyld efni. Undirnefndin leggur niðurstöður sínar fyrir skipulags- og umferðarnefnd til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin skal skipuð einum fulltrúa frá meirihluta og öðrum frá minnihluta ásamt fulltrúum frá Borgarverkfræðingi og Borgarskipulagi.#
Samþykkt samhljóða. Tilnefningu fulltrúa í vinnuhópinn frestað.
17. fundur 1998
Skipulags- og umferðarnefnd, ný verkefni
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs mótt. 16.7.98, um samþykkt borgarráðs frá 07.07.98, varðandi flutning á verkefnum vegna tilurðar nýrrar nefndar heilbrigðis- og umhverfismála.
16. fundur 1998
Skipulags- og umferðarnefnd, ný verkefni
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs frá 07.07.98, varðandi flutning á verkefnum vegna tilurðar nýrrar nefndar heilbrigðis- og umhverfismála. Ennfremur lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir skipulags- og umferðarnefnd.
13. fundur 1998
Skipulags- og umferðarnefnd,
Formaður nefndar, Guðrún Ágústsdóttir, bauð nýja nefndarmenn velkomna. Skipulagsstjóri afhenti nýjum nefndarmönnum ýmis gögn varðandi nefndina og Borgarskipulag. Borgarverkfræðingur lýsti nokkrum verkefnum embættisins og samstarfsverkefni. Steinunn Valdís Óskarsdóttir var kosin varaformaður nefndarinnar.
24. fundur 1996
Skipulags- og umferðarnefnd, fulltrúar
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8.11.96, varðandi kosningu fulltrúa í skipulags- og umferðarnefnd, sem fram fór í borgarstjórn 7.11.96.
Þessir voru kjörnir:
Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Gunnar J. Birgisson, Guðrún Zoëga og Halldór Guðmundsson
Varamenn:
Birgir Jónsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Óskar Bergsson, Sigurður Harðarson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ólafur F. Magnússon og Þórunn Pálsdóttir.
Formaður var kjörin Guðrún Ágústsdóttir.
Formaður bauð nefndarmenn og embættismenn velkomna til starfa.
24. fundur 1996
Skipulags- og umferðarnefnd, samþykkt
Lögð fram samþykkt fyrir skipulags- og umferðarnefnd.
24. fundur 1996
Skipulags- og umferðarnefnd, kosning varaformanns
Kjör varaformanns skipulags- og umferðarnefndar
Að tillögu formanns var Margrét Sæmundsdóttir kjörin varaformaður skipulags- og umferðarnefndar með samhljóða aðkvæðum.
14. fundur 1994
Skipulags- og umferðarnefnd,
Lögð fram áætlun um fundi skipulagsnefndar til áramóta.