Keilugrandi/Boðagrandi/Fjörugrandi
Skjalnúmer : 5993
12. fundur 1999
Keilugrandi 1, afnot af borgarlandi
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um Keilugranda 1, afnot af borgarlandi.
11. fundur 1999
Keilugrandi 1, afnot af borgarlandi
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar arkitekts, f.h. Grýtu Hraðhreinsun, dags. 20.04.99, varðandi leyfi til tímabundinna afnota af borgarlandi, skv. uppdr. Benjamíns Magnússonar arkitekts, dags. 20.04.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 20.04.99.
Nefndin leggur til við borgarráð að eigendum Keilugranda 1 verði heimiluð afnot af borgarlandi eins og um er sótt, enda verði gengið vandlega frá mörkum skikans og ennfremur þinglýst yfirlýsingu um afnotaheimildina.
1. fundur 1999
Keilugrandi 1, landnotkunarbreyting
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.12.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. s.m. um landnotkunarbreytingu að Keilugranda 1. Borgarráð samþykkti bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. s.m. en áréttar að með þeim skilmálum sem nýr eigandi hefur undirgengist varðandi umferðaraðkomu að lóð og úfærslu bílastæða og leikaðstöðu er tekið tillit til mikilvægra ábendinga íbúa við kynningu málsins. Jafnframt er komið til móts við gagnrýni íbúa á notkun svartolíuketils og rekstraraðila gert kleift að nýta raforku í rekstri sínum.
24. fundur 1998
Keilugrandi 1, landnotkunarbreyting
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.10.98 á bréfi Borgarskipulags frá 26. s.m. um breytingu á Aðalskipulagi hvað varðar landnotkun að Keilugranda 1 og auglýsingu í því sambandi.
27. fundur 1998
Keilugrandi 1, landnotkunarbreyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 18.09.98, að breytingu á aðalskipulagi á Keilugranda 1. Einnig lagt fram mótmælabréf frá Stefáni J. Hreiðarssyni og Margréti O. Magnúsdóttur, dags. 08.12.98, varðandi landnotkunarbreytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur að Keilugranda 1 og umsögn Borgarskipulags, dags. 14.12.98 um þær athugasemdir sem bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags um athugasemdir sem bárust vegna auglýsingar á tillögu um breytt aðalskipulag á lóðinni Keilugrandi 1. Ennfremur samþykkir nefndin framlagða tillögu að breytingu á landnotkun á lóðinni.
Skipulags- og umferðarnefnd telur mikilvægt að heilbrigðiseftirlit fylgist vel með notkun svartolíu á lóðinni.
22. fundur 1998
Keilugrandi 1, landnotkunarbreyting
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.9. á bókun skipulags- og umferðarnefndar sama dag um auglýsingu að breyttu aðalskipulagi vegna Keilugranda 1.
20. fundur 1998
Keilugrandi 1, landnotkunarbreyting
Lagður fram að nýju úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 04.09.98 ásamt tillögu Borgarskipulags, dags. 18.09.98, að breytingu á aðalskipulagi á Keilugranda 1.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á aðalskipulagi.
19. fundur 1998
Keilugrandi 1, landnotkunarbreyting
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 04.09.98. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 18.09.98, að breytingu á aðalskipulagi á Keilugranda 1.
Frestað
9. fundur 1998
Keilugrandi 1, breytingar
Lagt fram að nýju bréf Grýtu-Hraðhreinsunar, dags. 18.03.98, ásamt teikningum Halldórs Guðmundssonar ark. dags. 19.03.98. Einnig lagðar fram athugasemdir Eiríks Sigurgeirssonar, Magnúsar Guðmundssonar og Árna Guðmundssonar dags. 31.03.98, ásamt eldri athugasemdum og umsögn Borgarskipulags, dags. 20.3.98 og bréfi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.98 og öðrum fylgigögnum.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
#Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið til bráðabirgða með því skilyrði að bílastæði að austanverðu verði nýtt undir leiksvæði á meðan húsnæðið er nýtt undir viðkomandi starfsemi og aðkomu frá Keilugranda verði lokað.#
8. fundur 1998
Keilugrandi 1, breytingar
Lagt fram að nýju bréf Grýtu-Hraðhreinsunar, dags. 18.03.98, ásamt teikningum Halldórs Guðmundssonar ark. dags. 19.03.98. Einnig lagðar fram athugasemdir Eiríks Sigurgeirssonar, Magnúsar Guðmundssonar og Árna Guðmundssonar dags. 31.03.98, ásamt eldri athugasemdum og umsögn Borgarskipulags dags. 20.03.98, bréfi byggingarfulltrúa dags. 30.01.98 og fylgigögnum.
Frestað.
7. fundur 1998
Keilugrandi 1, breytingar
Að grenndarkynningu lokinni er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.01.98, varðandi breytingu á austur einingu byggingarinnar þ.e. að reisa ketilhús og reykháf við austurhlið hússins nr. 1 við Keilugranda, samkv. uppdr. Halldórs Guðmundssonar ark., dags. 18.11.97 og umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12.12.97 og Borgarskipulags dags. 29.10.97 og athugasemdir frá: Hólmfríði D. Magnúsdóttur, Boðagranda 6, dags. 20.03.98, 52 íbúum við Fjörugranda og Boðagranda, dags. 10.03.98, Magnúsi Guðmundssyni, Fjörugranda 14, Árna R. Guðmundssyni, Fjörugranda 16 og Eiríki Sigurgeirssyni, Fjörugranda 18, dags. 12.03.98, Guðmundi J. Tómassyni, fasteignasölunni Húsvangi, dags. 12.03.98 og umsögn Borgarskipulags við þeim dags. 20.03.98. Einnig lagt fram bréf Grýtu-Hraðhreinsunar, dags. 18.03.98. Ennfremur lagðar fram nýjar teikningar dags. 19.03.98.
Frestað, nýjar teikningar verði kynntar ofangreindum íbúum.
4. fundur 1998
Keilugrandi 1, breytingar
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.01.98, varðandi breytingu á austur einingu byggingarinnar og reisa ketilhús og verkstæði við austurhlið hússins nr. 1 við Keilugranda, samkv. uppdr. Halldórs Guðmundssonar ark., dags. 18.11.97. Einnig lagðar fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12.12.97 og Borgarskipulags dags. 29.10.97.
Samþykkt að kynna málið fyrir hagsmunaaðilum að Boðagranda 2, 6 og 8 og Fjörugranda 14, 16 og 18.