Laugavegur 20-20A
Skjalnúmer : 7585
15. fundur 1999
Laugavegur 20-20A, stækkun
Lagt fram bréf borgastjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. þ.m. stækkun að Laugavegi 20-20a.
14. fundur 1999
Laugavegur 20-20A, stækkun
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.04.99, varðandi viðbyggingu og breytt útlit götuhliðar hússins nr. 20A við Laugaveg, samkv. uppdr. Hugsmíðar, dags. 21.04.99. Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags, dags. 06.05.99 og 11.06.99, breytt 14.6.99. Málið var í kynningu frá 13. maí til 10. júní ´99. Lagt fram samþykki eigenda Laugavegi 18, 18b og Grettisgötu 5, Laugavegi 20b, mótt. 9.6.'99. Einnig lagt fram bréf Guðjóns Bjarnarsonar dags. 12.6.99.
Samþykkt
12. fundur 1999
Laugavegur 20-20A, stækkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.04.99, varðandi viðbyggingu og breytt útlit götuhliðar hússins nr. 20A við Laugaveg, samkv. uppdr. Hugsmíðar, dags. 21.04.99.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að.Laugavegi 18, 20 og 20b og Grettisgötu 5.
11. fundur 1999
Laugavegur 20-20A, stækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 12. s.m. um stækkun að Laugavegi 20A.
9. fundur 1999
Laugavegur 20-20A, stækkun
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf A1 arkitekta f.h. eigenda Laugavegs 20A, dags. 26.01.99, varðandi stækkun á 1. hæð, samkv. uppdr. sama, dags. 21.01.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 16.02.99. Málið var í kynningu frá 3. mars til 1. apríl 1999. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt
5. fundur 1999
Laugavegur 20-20A, stækkun
Lagt fram bréf A1 arkitekta f.h. eigenda Laugavegs 20A, dags. 26.01.99, varðandi stækkun á 1. hæð, samkv. uppdr. sama, dags. 21.01.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 16.02.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 18, 20 og 20b og Grettisgötu 5.
5. fundur 1998
Laugavegur 20-20A, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.1.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 12.1.98 um viðbyggingu við hús nr. 20a við Laugaveg.
1. fundur 1998
Laugavegur 20-20A, viðbygging
Að aflokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Guðna Pálssonar arkitekts f.h. Serina ehf., dags. 16.09.97 ásamt uppdráttum, dags. 16.09.97, br. 12.11.97, varðandi viðbyggingu við hús á lóð nr. 20A við Laugaveg. Einnig lagt fram bréf Bertils ehf, dags. 08.10.97 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 24.09.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna með 6 samhljóða atkv. (Guðrún Jónsdóttir sat hjá). Guðrún Jónsdóttir bókaði eftirfarandi: "Ég sit hjá við atkvæðagreiðslu. Hefði talið rétt að fyrir lægi nánari stefnumörkun um þetta svæði og í framhaldi af því deiliskipulag áður en slík framkvæmd væri heimiluð." Fulltrúar í skipulags- og umferðarnefnd að undanskilinni Guðrúnu Jónsdóttur óskuðu bókað: "Hér er um að ræða hluta af þeirri stefnu að byggja upp verslun og þjónustu við Laugaveg en er minniháttar breyting sem almennt hefur mælst vel fyrir."
22. fundur 1997
Laugavegur 20-20A, viðbygging
Lagt fram bréf og uppdrættir Guðna Pálssonar arkitekts f.h. Serina ehf. dags. 16.09.97, varðandi viðbyggingu við hús á lóð nr. 20A við Laugaveg.
Borgarskipulagi falið að kynna málið.