Miðborgin

Skjalnúmer : 8654

26. fundur 1999
Miðborgin, skýli vegna leigubíla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. desember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. f.m. um staðsetningu skýla fyrir farþega leigubíla í miðborg.


23. fundur 1999
Miðborgin, skýli vegna leigubíla
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 20.10.99, varðandi staðsetningu á skýlum fyrir farþega leigubíla í miðborginni, samkv. uppdr. byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 19.10.99 og 03.11.99.
Samþykkt með þremur atkvæðum. Júlíus Vífill Ingvarsson og Inga Jóna Þórðardóttir sátu hjá.

22. fundur 1999
Miðborgin, skýli vegna leigubíla
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 20.10.99, varðandi staðsetningu á skýlum fyrir farþega leigubíla í miðborginni, samkv. uppdr. byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 19.10.99.
Frestað.

21. fundur 1999
Miðborgin, bílastæðamál
Lagt fram bréf borgarverkfræðings og frkvstj. Bílastæðasjóðs Reykjavíkur dags. 7.10.99 varðandi fjölgun stæða við götukanta í miðborginni og gjaldskyldu.
Tillögurnar eru samþykktar til reynslu í 1 ár að því undanskildu að ekki er tekin afstaða til bílastæða við Hafnarhúsið, Barónsstíg og Rauðarárstíg. Borgarverkfræðingi er falið að skoða þær tillögur betur, m.a. með tilliti til umferðaröryggis. Kynna þarf tillögurnar fyrir hagsmunaaðilum.

21. fundur 1998
Miðborgin, ástand húsa
Lögð fram skýrsla Þróunarfélags Reykjavíkur um ástand húsa á starfssvæði félagsins, dags. 17.9.98.


12. fundur 1999
Miðborgin, bílastæðamál
Borgarverkfræðingur kynnti tillögu að bílastæðum til bráðabirgða á Háskólasvæðinu og strætisvagnaferðir í tengslum við þau ("stæði og strætó").


15. fundur 1998
Miðborgin, staðsetning lestarvagns
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14.07.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29.06.98, um staðsetningu lestarvagns í miðborginni.


14. fundur 1998
Miðborgin, staðsetning lestarvagns
Lagt fram bréf Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, dags. 25.05.98, varðandi umsókn um að fá lestarvagn staðsettann á Lækjartorgi á vegum verkefnisins Pallas Athena-Thor.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að fela Borgarskipulagi í samráði við umsækjanda endanlega staðsetningu lestarvagnsins.

20. fundur 1997
Miðborgin, næturstæði leigubíla
Lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykktir borgarráðs 16.09.97 og 30.09.97, vegna aðstöðu leigubíla í miðborginni.
Skipulags- og umferðarnefnd undirstrikar að varðandi aðstöðu fyrir næturstöðu leigubíla verði megin áhersla lögð á aðstöðu við Miðborgarstöð SVR við Kalkofnsveg og þar verði séð fyrir allri nauðsynlegri aðstöðu. Einnig er lögð áhersla á að ekki verði skýli við Mæðragarðinn né önnur aðstaða. Nefndin gerir þó ekki athugasemd við að á þeim dögum sem stæði eru við garðinn séu settar upp "stýrigrindur".

19. fundur 1997
Miðborgin, næturstæði leigubíla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.9.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um aðstöðu fyrir leigubíla í miðborginni. Borgarráð samþykkti erindið hvað varðar stæði við Lækjargötu með þeim breytingum að inn- og útkeyrsla verði frá Lækjargötu á móts við skiptistöð SVR. Ákvörðun varðandi aðgerðir við Mæðragarðinn var frestað og samþykkt að málið verði kynnt formlega fyrir íbúum.


17. fundur 1997
Miðborgin, næturstæði leigubíla
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 8. september 1997, varðandi næturstæði leigubíla í miðborginni.

Nefndin fellst á tillögu borgarverkfræðings með þeim breytingum að megin áhersla verði lögð á uppbyggingu leigubílastæða við Tryggvagötu, flytja biðskýli úr Lækjargötu og athuga með uppsetningu "stýrigrinda" þar.

8. fundur 1997
Miðborgin, stæði leigubíla
Lagt fram bréf Helgu Jónsdóttur borgarritara f.h. borgarráðs, dags. 09.04.97 um bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.04.97, varðandi umferð um Hafnarstræti, Pósthússtræti og Tryggvagötu, ásamt einstefnu í Naustunum.
Borgarráð samþykkti fyrri hluta tillögunnar, síðari hluta var frestað.


8. fundur 1997
Miðborgin, stæði leigubíla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.03.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24.03.97 um umferðarskipulag miðbæjarins. Erindið hefur verið sent lögreglustjóra til meðferðar.



7. fundur 1997
Miðborgin, stæði leigubíla
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags og borgarverkfræðings, unnin af Gunnari I. Ragnarssyni, dags. 06.03.97, varðandi umferð í Hafnarstræti/ Pósthússtræti/Tryggvagötu, ásamt breytingu skv. teikn. og bréfi, dags. 02.04.97.
Í tillögunni fellst að einstefnu í Naustunum á milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu er snúið við og verður til norðurs. Áfram verði leyfð vinstri beygja úr Pósthússtræti, vestan Tryggvagötu.
Samþykkt.

5. fundur 1997
Miðborgin, stæði leigubíla
Lögð fram tillaga Borgarskipulags og borgarverkfræðings, unnin af Gunnari I. Ragnarssyni, dags. 06.03.97, varðandi umferð í Hafnarstræti/Pósthússtræti/Tryggvagötu og stæði leigubíla.

Frestað.

6. fundur 1997
Miðborgin, stæði leigubíla
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags og borgarverkfræðings, unnin af Gunnari I. Ragnarssyni, dags. 06.03.97, varðandi umferð í Hafnarstræti/Pósthússtræti/Tryggvagötu.

Samþykkt. Gunnar I. Ragnarsson verkfr. kom á fundinn og gerði grein fyrir tillögunni. Einnig lagt fram bréf Guðmundar Guðbjörnssonar yfirlögregluþjóns f.h. lögreglustjóra, dags. 19. mars 1997 og bréf borgarverkfræðings dags. 20. mars 1997.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögu Borgarskipulags og borgarverkfræðings dags. 06. mars 1997 með eftirtöldum breytingum:
1) Lokun Hafnarstrætis, við hús nr. 21, verði til bráðabirgða þar til endanlegt deiliskipulag liggur fyrir að lokinni endurskoðun. Í Hafnarstræti vestan Pósthússtrætis verði 9 gjaldtökubílastæði.
2) Þeim lið tillögunnar sem lýtur að banni við vinstri beygju úr Pósthússtræti vestur Tryggvagötu er frestað og felur nefndin umferðardeild borgarverkfræðings að kanna möguleika á að halda þeirri beygju opinni og jafnframt að kanna möguleika á að breyta akstursstefnu í Naustunum. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við borgarráð að ráðist verði í framkvæmdir samkvæmt tillögunni eins og hún var samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa verið þeirrar skoðunar að heimila ætti áfram almenna umferð um Hafnarstræti en ekki loka götunni eins og tillagan gerir ráð fyrir. Formaður skipulags- og umferðarnefndar hefur kynnt á fundinum að tillagan hafi verið unnin í samvinnu við tengilið stjórnar miðbæjarsamtakanna, sem leggja áherslu á að lokun Hafnarstrætis verði til bráðabirgða. Í ljósi þess að hér er um bráðabirgðalausn að ræða þar til liggur fyrir tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi miðbæjarins geta fulltrúar Sjálfstæðisflokks fallist á tillöguna".


2. fundur 1997
Miðborgin, stæði leigubíla
Lagt fram bréf Bifreiðastjórafélagsins Frama, dags. 05.11.96, varðandi umferð í miðbænum.

Vísað í miðborgarvinnu.

1. fundur 1997
Miðborgin, stæði leigubíla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.12.1996 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 09.12.1996 um umferðarskipulag Miðbæjarins.



27. fundur 1996
Miðborgin, stæði leigubíla
Lögð fram tillaga nefndar um umferðarskipulag í miðborginni um bráðabirgðabreytingar á umferðarskipulagi samkv. tillögum, dags. 4.12.96. Nefndin var skipuð fulltrúum frá samstarfsnefnd miðbæjaraðila, Þróunarfélaginu, Borgarskipulagi, Borgarverkfræðingi og SVR.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögurnar samhljóða með þeirri athugasemd, að einstefna til vesturs frá Aðalstræti að Grófinni standi út desember 1996.