Austurstræti 22B,
Árbæjarskóli,
Ármúli 13/Suðurlandsbraut 14,
Ártúnshöfði,
Barónsstígur 2-4,
Brekkuhús 1,
Dvergshöfði/Höfðabakki/Stórhöfði,
Fossvogshverfi/einbýli,
Grafarholt,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Lambhagi,
Lækjarsel 1,
Miðborg, þróunaráætlun,
Miklabraut, göngutengsl,
Mýrargata,
Rafstöðvarvegur 33,
Rauðagerði 27,
Skipulags- og umferðarnefnd,
Víkurhverfi,
Öskjuhlíð/Nauthólsvík,
Bústaðavegur/Reykjanesbraut,
Vínveitingaleyfi,
Grjótaþorp,
Gylfaflöt 18,
Háskóli Íslands,
Hesthamrar 8,
Hólaberg 74,
Hverfakort, Borgarhluti 8,
Þétting byggðar,
Landspítalalóð,
Laugavegur 99,
Nethylur 3,
Skógarhlíð 12,
Suðurhlíð 35,
Sundaborg 8,
Útilistaverk,
Tómasarhagi 17,
Vesturvallagata 4,
Reykjavíkurflugvöllur,
Sundlaugavegur 34,
Efstaland 26,
Efstasund 36,
Hálsahverfi,
Efstasund 80,
Fákafen ,
Framnesvegur 40,
Fiskislóð,
Kjalarvogur ,
Hamrahlíð 17,
Laugavegur 20-20A,
Urriðakvísl 26,
Vesturlandsvegur,
Umferðarskóli barna,
Skipulags- og umferðarnefnd
14. fundur 1999
Ár 1999, mánudaginn 14. júní kl. 09:30, var haldinn 14. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Óskar Bergsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus V. Ingvarsson
Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:
386.99 Austurstræti 22B, "Nýja bíós lóð"
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 sbr.. bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. f.m. um Austurstræti 22B varðandi breytingu á skilmálum um lofthæð kjallara, 1. hæðar og 2. hæðar. Einnig samþykkti borgarráð eftirfarandi breytingar á skilmálum frá 20.10.98:
- að auka gólfhæðir plötu úr 3,7 m í um 4,0 m á verslunarhæðum (1. og 2. hæð)
- að breyta úr íbúðum í skrifstofur á efstu tveimur hæðum byggingari sem krefst einnig aukinnar lofthæðar.
- að hækka mænishæð nýbyggingar upp í mænishæð nýlegrar og aðlægrar byggingar.
Allar þessar breytingar eru innan ramma deiliskipulags Kvosarinnar, sem staðfest var árið 1987. Í tillögum nú er gert ráð fyrir verulega minni byggingu í öllu tilliti en Nýja Bíó sem var hluti af gildandi deiliskipulagi. Hönnun hússins er innan ramma gildandi skilmála sem fylgdu deiliskipulagi Kvosarinnar 1987 og vísar því borgarráð frekari tillögugerð til umfjöllunar í Byggingarnefnd Reykjavíkur og leggur áherslu á að meðferð málsins verði hraðað svo byggingarframkvæmdir á lóðinni geti hafist sem fyrst.
387.99 Árbæjarskóli, viðbygging
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um viðbyggingu við Árbæjarskóla.
388.99 Ármúli 13/Suðurlandsbraut 14, br. á lóðarmörkum
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um breytingu á lóðamörkum að Ármúla 13 og Suðurlandsbraut 14.
389.99 Ártúnshöfði, endurskoðun deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um endurskoðun deiliskipulags á Ártúnshöfða.
390.99 Barónsstígur 2-4, bílastæðalóð
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um bílastæði að Barónsstíg 2-4.
391.99 Brekkuhús 1, breytt lóðamörk
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um breytt lóðamörk að Brekkuhúsum 1.
392.99 Dvergshöfði/Höfðabakki/Stórhöfði, útskot, gatnamót, lóðabr.
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um bílastæði að Lækjarseli 1.
393.99 Fossvogshverfi/einbýli, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um breytingu á deiliskipulagi í Fossvogshverfi.
394.99 Grafarholt, athafnasvæði, br. á landnotkun
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um breytta landnotkun á Grafarholti.
395.99 Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um úthlutun úr húsverndarsjóði.
396.99 >Lambhagi, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um breytt deliskipulag að Lambhaga.
397.99 Lækjarsel 1, bílastæði
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um bílastæði að Lækjarseli 1.
398.99 Miðborg, þróunaráætlun,
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 sbr. bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um breytingar á aðalskipulagi miðborgar. Borgarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Borgarráð samþykkir að tillagan verði forkynnt í samræmi við skipulagslög og verði að lokinni kynningu lögð fram í borgarstjórn til fyrri umræðu og ákvörðunar um aðauglýsa tillöguna sem formlega breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016.
399.99 Miklabraut, göngutengsl, göngubrú
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um Miklubraut, göngutengsl.
400.99 Mýrargata, deiliskipulag, flutningur Hverfisgötu 96 á Nýlendugötu
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um breytingu á deiliskipulagi á Mýrargötu.
401.99 Rafstöðvarvegur 33, viðbygging, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um viðbyggingu og breytingu á deiliskipulagi að Rafstöðvarvegi 33.
402.99 Rauðagerði 27, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um breytinguá deiliskipulagi að Rauðagerði 27.
403.99 Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um bann við u-beygju frá Gullinbrú í norður yfir í Gullinbrú í suður á gatnamótum Gullinbrúar og Fjallkonuvegar og um val á næsta 30 km svæði. Svæðið verði hverfi út frá Eyrarlandi.
404.99 Víkurhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um breytingu á deiliskipulagi í Víkurhverfi.
405.99 Öskjuhlíð/Nauthólsvík, skipulag - lokahús
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um Öskjuhlíð/Nauthólsvík, skipulag og stækkun lokahúss.
406.99 Bústaðavegur/Reykjanesbraut, rafrænt flettiskilti
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf borgarstjóra, dags. 16.03.99, ásamt bréfi byggingarfulltrúa, dags. 12.03.99, varðandi auglýsingaflettiskilti við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 05.05.99. Málið var í kynningu frá 6. maí - 4. júní ´99. Lagt fram athugasemdabréf íbúa í Vogalandi 2, 4, 6, 8, 10, 12, 16, dags. 14.05.99, starfsmanna Bjarkaráss, dags. 14.05.99, starfsmanna Lækjaráss, dags. 14.05.99, íbúa Blesugrófar 21, 24, 25, 26, íbúa Bústaðabletti 10, dags. 14.05.99, og íbúa Byggðarenda 20, dags. 14.05.99. Einnig lagt fram bréf Víkings, dags. 09.06.99 ásamt bréfum íbúa, dags. 14.06.99, í Blesugróf 21, 25 og Vogalandi 2, 4, 8, 16, þar sem mótmæli þeirra eru dregin til baka. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 10.06.99.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum gegn 2. (Guðrún Ágústsdóttir og Óskar Bergsson á móti). Guðrún Ágústsdóttir óskaði fært til bókar að skiltið hafi verið fært út fyrir veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar og málið kynnt þannig. Að öðru leyti vísar hún til bókunar sinnar um málið á fundi nefndarinnar 12. apríl s.l. Óskar Bergsson óskaði bókað: Ákvörðun um staðsetningu flettiskiltis á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar er tímamótaákvörðun varðandi skilti í lögsögu Reykjavíkur. Skiltið verður sett niður á borgarlandi en fram að þessu hafa slík skilti verið staðsett inná lóðum umsækjenda. Þetta mun leiða til þess að önnur félaga- og hagsmunasamtök munu sækja um sambærileg skilti víðsvegar um borgina. Líkur eru því á að samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar verði borginni skilt að veita öllum þeim umsækjendum sömu fyrirgreiðslu og knattspyrnufélagið Víkingur hefur fengið. Af umhverfisástæðum á þetta skilti mjög illa heima í mikilli nálægð við Elliðaárdalinn sem er ein helsta náttúruperla Reykjavíkur á svæði sem tengir saman Elliðaárdal og Fossvogsdal. Að síðustu má svo nefna að bæði byggingarnefnd, heilbrigðis- og umhverfisnefnd og formaður skipulags- og umferðarnefndar hafa lagst gegn staðsetningu skiltisins á þessum stað.
Fulltrúar D-lista óskuðu að bókað yrði: "Það er rangt að ekki hafi áður verið heimiluð auglýsingaskilti á borgarlandi. Samningur sem veitir einkarétt til langs tíma á auglýsingum á biðskýlum strætisvagna og á útisalernum hefur þegar verið gerður við erlent fyrirtæki. Þegar hafa verið sett upp um 130 strætisvagnabiðskýli á gangstéttum við fjölförnustu götur borgarinnar og mun þeim fjölga á næstunni. Það er athyglisvert ef erlend fyrirtæki með einkarétt á auglýsingum eigi að njóta undanþáguákvæða frá skiltareglum og velvildar borgaryfirvalda en gamalgróið íþróttafélag sitji ekki við sama borð."
Óskar Bergsson óskaði að bókað yrði:"Afstaða mín gagnvart umræddu flettiskilti beinist ekki gegn hagsmunum knattspyrnufélagsins Víkings eins og gefið er í skyn í bókun D-listans. Ég ítreka hins vegar áhyggjur mínar um að umsóknum um sambærileg skilti muni fjölga stórlega, þannig að ekki sjáist fyrir endan á".
Guðrún Ágústsdóttir óskaði að bókað yrði: "Ekki er hægt að bera saman þann samning sem gerður var um biðskýli ofl. sem eru hluti af götugögnum í borgarmyndinni og það mál sem hér er til umfjöllunar. Um er að ræða 8 m hátt rafrænt flettiskilti með þremur 25 m2 auglýsingaflötum, á grænu svæði, við eina helstu útivistarperlu borgarinnar".
407.99 Vínveitingaleyfi, framsal umsagnarheimildar
Lögð fram ábending lögfræðings Borgarskipulags, dags. 9. júní 1999, um framsal umsagnarheimildar um vínveitingaleyfi til byggingarfulltrúa.
Samþykkt að óska eftir því við borgarráð að umsagnarheimild um vínveitingaleyfi skv. 1. mgr. 7 gr. laga nr. 177/1999 verði framseld frá skipulags- og umferðarnefnd til byggingarfulltrúa skv. 3. mgr. 44 gr. laga nr. 45/1998.
408.99 Grjótaþorp, tillaga að fyrirkomulagi að torgi
Lagðar fram tillögur að fyrirkomulagi á torgi (Vesturgötu 5b) samkv. uppdr. Kjartans Mogensen, dags. í maí ´99. Einnig lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 09.06.99.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir íbúum Grjótaþorps.
409.99 Gylfaflöt 18, nýbygging, breyting á skipulagi
Lagt fram bréf Kristínar Jónsdóttur, dags. 15.5.99 um nýbyggingu á lóðinni nr. 18 við Gylfaflöt samkvæmt uppdráttum sama, dags. 20.5.1999.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á skipulagsskilmálum fyrir Gylfaflöt hvað varðar þakform og vegghæð á svæði 1 og 2 í Gylfaflöt.
410.99 Háskóli Íslands, deiliskipulag eystri hluta
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands, austan Suðurgötu samkv. uppdr. og líkani Magga Jónssonar arkitekts, dags. 02.05.90, síðast breytt í desember 1998. Málið var í auglýsingu frá 23.03.-24.04.99, athugasemdafrestur var til 7. maí 1999. Lagt fram athugasemdabréf frá íbúum Aragötu og Oddagötu, dags. 06.05.99 og forseta verkfræðideildar H.Í., dags. 06.05.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags og umferðardeildar Reykjavíkur, dags. 11.06.99.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags og umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 11.6.99, með lítils háttar breytingum einkum varðandi Eggertsgötu. Ennfremur samþykkir nefndin tillögu að deiliskipulagi lóðar Háskólans, austan Suðurgötu, dags. 2.5.90, síðast breytt í desember 98. Borgarverkfræðingi falið að athuga möguleika varðandi jarðvegsmanir við Suðurgötu vestan Aragötu.
411.99 Hesthamrar 8, girðing/lóðamarkabr.
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.06.98, varðandi leyfi fyrir girðingu á lóð, á lóðarmörkum og utan lóðar nr. 8 við Hesthamra ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 26.08.98 og bréfi Kristínar Alfreðsdóttur, dags. 23.08.98. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 21.01.99.
Nefndin fellst ekki á lóðarmarkabreytingu en samþykkir fyrir sitt leyti núverandi girðingu til bráðabirgða, enda verði útskot fjarlægt. Við endurnýjun girðingarinnar skal hún sett í rétt lóðarmörk. (Óskar Bergsson sat hjá.)
412.99 Hólaberg 74, breytt notkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 28.05.99, varðandi breytta notkun hússins á lóðinni nr. 74 við Hólaberg, samkv. teikningu Steinars Sigurðssonar, ark., dags. 08.10.98, sbr. úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. apríl 1999.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að, Hólabergi 66-72 og 76 (jöfn númer) og að Lágabergi 1-9, 2-4 og að Neðstabergi 5, sem óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 26 gr. laga.
413.99 Hverfakort, Borgarhluti 8, Grafarvogur
Að loknum kynningarfundi er lagt fram að nýju hverfakort fyrir Grafarvog, dags. í júní 1999.
Samþykkt
414.99 Þétting byggðar,
Lagt fram að nýju sögulegt yfirlit dags. í mars ´99, yfir þéttingu byggðar, landfyllingar og Reykjavíkurflugvöll. Bjarni Reynarsson kynnir.
Bjarni Reynarsson kom á fundinn og gerði grein fyrir yfirlitinu.
415.99 Landspítalalóð, Barnaspítali Hringsins, kæra
Lögð fram kæra íbúa í nágrenni við spítalann, til Úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingarmál, dags. 4. júní 1999.
416.99 Laugavegur 99, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.04.99, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 99 við Laugaveg, samkv. uppdr. Teiknist. Túngötu 14, dags. 14.07.98, síðast br. 20.04.99. Málið var í kynningu frá 13. maí til 10. júní ´99. Lagt fram athugasemdabréf Kristínar Karlsdóttur, dags. 26.05.99 og bréf Stefaníu Runólfsdóttur og Guðrúnar Guðmundsdóttur, mótt. 10.06.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 11.06.99.
Nefndin samþykkti umsögn Borgarskipulags dags. 11.6.99 um þær athugasemdir sem bárust í kjölfar kynningar. Ennfremur samþykkir nefndin tillögu að uppbyggingu á lóðinni.
417.99 Nethylur 3, breyting á deiliskipulagi/lóðastækkun
Lagt fram bréf Batterísins, dags. 10.06.99, varðandi byggingu skrifstofuhúsnæðis og uppsetningu auglýsingaskiltis á lóðinni Nethylur 3, samkv. uppdr. sama, dags. 09.06.99. Einnig lagt fram líkan. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 10.06.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi Ártúnsholts.
418.99 Skógarhlíð 12, uppbygging, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Teiknistofu Arkitekta, dags. 7. júní ´99, varðandi uppbyggingu á lóðinni Skógarhlíð 12, samkv. uppdr. sama dags. 06.06.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 8. júní 1999. Ennfremur lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 9.06.99 um húsið Hjarðarholt á lóðinni.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.
419.99 Suðurhlíð 35, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lagt fram að nýju bréf Guðmundar Guðmundssonar f.h. Lóðarfélags Suðurhlíða 35, dags. 22.3.99, varðandi stækkun lóðar og bókun skipulags- og umferðarnefndar um málið dags. 12.4.99.Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags dags. 30.3.99 og 21.4.99. Ennfremur lagður fram uppdr. Teiknistofu Reynis Vilhjálmssonar, dags. 08.06.99, vegna breytingar á deiliskipulagi
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi. Einnig samþykkt að leggja til við borgarráð að það samþykki, að auglýst verði breyting á landnotkun greindrar lóðar í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 á þann veg, að lóðinni verði breytt úr útivistarsvæði til sérstakra nota í blandað svæði fyrir verslunar- og þjónustumiðstöð og íbúðasvæði. Sú takmörkun gildi þó, skv. sérskilmálum er settir verða inn í aðalskipulag, að óheimilt sé að opna þar matvörumarkað, veitingastað, bensínafgreiðslu, óþrifalegan iðnað og "akið takið" þjónustu.
420.99 Sundaborg 8, lóðarstækkun, vörugeymsla
Lagt fram bréf garðyrkjustjóra, dags. 29.01.99. Einnig lagt fram bréf Arkþings, dags. 28.04.99, varðandi stækkun lóðarinnar og byggingu vörugeymslu á lóðinni nr. 8 við Sundaborg, samkv. uppdr. sama, dags. í júní ´93, síðast br. 11. júní ´99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 14.06.99 ásamt bréfi garðyrkjustjóra, dags. 08.06.99 og bókun Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 10.06.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi. Jafnframt verði auglýst breyting á aðalskipulagi í samræmi við tllöguna þannig að útivistarsvæði verði athafnasvæði.
421.99 Útilistaverk, stóll Gullivers
Lagt fram að nýju bréf M. Stuk, dags. 26.10.98, varðandi staðsetningu stóls Gullivers í nágrenni Reykjavíkur, sbr. bókun nefndarinnar 11. janúar s.l. Ennfremur lagt fram bréf M. Stuk, dags. 8.6.99.
Nefndin felur Borgarskipulagi að athuga frekar með mögulega staðsetningu verksins.
422.99 ">Tómasarhagi 17, Viðbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 1.03.99 ásamt uppdr. Teiknistofu Manfreðs Vilhjálmssonar ark. dags. 15.02.99. Sótt er um leyfi til þess að hækka þakhæð um inndregna ofanábyggingu á lóðinni nr. 17 við Tómasarhaga. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 10.03.99. Málið var í kynningu frá 18. mars til 16. apríl 1999. Lagt fram athugasemdabréf Helgu Briem, dags. 24.03.99 og Ólafs Tr. Mathíesen, arkitekts, dags. 20.04.99 og 11.06.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 21.04.99. Málið var í kynningu frá 14. maí til 11. júní 1999. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 14.6.99.
Skipulags- og umferðarnefnd fellst ekki á framlagðar umsagnir Borgarskipulags um málið og þær athugasemdir sem borist hafa, en samþykkir tillögu dags. 15.2.99 um ofanábyggingu á húsið að Tómasarhaga 17.
423.99 Vesturvallagata 4, viðbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Batterísins, dags. 09.09.98, br. 25.05.99, varðandi viðbyggingu á lóðinni nr. 4 við Vesturvallagötu, samkv. uppdr. sama, dags. 05.09.98, br. 25.05.99. Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags, dags. 16.09.98 og 07.06.99 ásamt umsögn Árbæjarsafns, dags. 30.09.98 og umsögn Húsfriðunarnefndar dags. 15.9.98. Málið var í kynningu frá 23. sept. til 21. okt. Lagt fram athugasemdabréf Höddu Þorsteinsdóttur, dags. 16.10.98.
Nefndin gerir ekki athugasemd við áform um fyrirhugaða viðbyggingu.
424.99 Reykjavíkurflugvöllur, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, samkv. uppdr. og greinargerð Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 19.01.99, br. 12. febr.´99, og júní ´99, umhverfisskipulag Borgarskipulags, dags. feb.´99. Að lokinni auglýsingu er jafnframt lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, skv. uppdr. og greinargerð Borgarskipulags, bréf Flugmálastjórnar, dags. 20.01.99 og kynningargögn flugmálastjóra frá 25.01.99. Einnig lagður fram úrskurður skipulagsstjóra um mat á umhverfisáhrifum , dags. 28. apríl 1999. (Niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulagsstjóra ríkisins um endurbætur á Reykjavíkurflugvelli)
Málin voru í auglýsingu frá 3. til 31. mars 1999. Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 23.03.99, varðandi bréf Samtaka um betri byggð, dags. 18.03.99. Lögð fram athugasemdabréf Geirs V. Vilhjálmssonar, dags. 25.03.99, Landhelgisgæslu Íslands, dags. 30.03.99, Íslandsflugs, dags. 29.03.99, Matthíasar Arngrímssonar, dags. 08.04.99, Steinþórs Baldurssonar, dags. 08.04.99, íbúa Þórsgötu 18, dags. 10.04.99, Samtaka um betri byggð, dags. 12.04.99, athugasemdir við tillögu að breytingu á A.R. 1996-2016, varðandi Reykjavíkurflugvöll og Samtaka um betri byggð, dags. 12.04.99, athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, Flugleiða, dags. 13.04.99, Félags íslenskra einkaflugmanna, dags. 13.04.99, Sigurðar M. Jónssonar, dags. 13.04.99, Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 14.04.99, Vilhjálms Karls Karlssonar, dags. 16.04.99, Flugleiða, dags. 26.04.99.
Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, dags. 9. júní ´99, leiðrétt 10.6.99, bréf Borgarskipulags til Skipulagsstofnunar, dags. 4. júní 1999, bréf Skipulagsstofnunar til Borgarskipulags, dags. 10. júní 1999, bréf Almennu verkfræðistofunnar til Álfheiðar Ingadóttur, dags. 1. júní 1999, reglur flugmálastjórnar um hávaða takmarkanir, bréf Ágústar Jónssonar, skrifstofustjóra Borgarverkfræðings, dags. 27. maí 1999. Jafnframt er lögð fram yfirlýsing Borgarstjóra Reykjavíkur og samgönguráðherra. Ennfremur lagt fram bréf Samtaka um betri byggð dags. 14.6.99. ásamt meðfylgjandi afriti af kæru samtakanna til umhverfisráðherra dags. 1.6.99.
Skipulags- og umferðarnefnd afgreiddi framlagðar tillögur á eftirfarandi hátt:
a) Tillaga að breytingu á aðalskipulagi svo og umsögn Borgarskipulags dags. 9.6.99, leiðrétt 10.6.99, um þær athugasemdir sem bárust um tillöguna: Samþykkt með 2 samhljóða atkv. (Óskar Bergsson, Inga Jón Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sátu hjá).
b) Tillaga að breyttu deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 9.6.99, leiðrétt 10.6.99, um þær athugasemdir sem bárust um tillöguna: Samþykkt með 2 samhljóða atkv. (Óskar Bergsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sátu hjá).
c) Tillaga Borgarskipulags að umhverfisskipulagi á flugvallarsvæðinu ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 9.6.99, leiðrétt 10.6.99, um athugasemdir sem bárust varðandi tillöguna: Samþykkt með 2 samhljóða atkv. (Óskar Bergsson, Inga Jón Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sátu hjá).
Guðrún Ágústsdóttir og Guðmundur Haraldsson óskuðu að bókað yrði; "Við afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á deili- og aðalskipulagstillögum vegna Reykjavíkurflugvallar viljum við taka fram eftirfarandi. Það er sérstakt fagnaðarefni að í yfirlýsingu borgarstjóra og samgönguráðherra dags. í dag skuli fyrsti áfangi flutnings æfinga-, kennslu- og einkaflugs tímasettur. Hins vegar má benda á að þótt snertilendingar hverfi af Reykjavíkurflugvelli þá eru flugtök og lendingar í æfinga-, kennslu- og einkaflugi nú fleiri en sambærilegar flughreyfingar í áætlunarflugi innanlands.
Á sama hátt ber að fagna yfirlýsingu um að dregið verði úr umhverfisáhrifum flugumferðar með ákveðnum reglum og framfylgd þeirra. Taka þarf upp skráningu á brautanotkun á flugvellinum og að auka notkun á austur-vesturbraut á kostnað norður-suðurbrautar.
Á sama hátt er ítrekuð sú stefna AR 1996-2016 að allt ferjuflug flytjist til Keflavíkur. Lýst er efasemdum um nauðsyn þess að halda Reykjavíkurflugvelli opnum sem varaflugvelli í millilandaflugi. Egilsstaðir hafa tekið við því hlutverki og veðursvæði Reykjavíkur og Keflavíkur er svipað varðandi flug stórra millilandaflugvéla (þ.e. allt að Boing 757). Mikilvægt er að öllum sé ljóst að slíkar lendingar yrðu aðeins í neyðartilvikum.
Reykjavíkurflugvöllur þjónar um 20% landsmanna utan Reykjavíkur en tekur upp um 150 ha lands nærri miðborginni og getur því ekki talist aðalsamgöngumiðstöð borgarinnar.
Skortur á viðhaldi flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli um áratuga skeið og skortur á akstursbrautum hefur háð starfsemi flugvallarins og skapað óþarfa hættu. Viðhald það sem nú er fyrirhugað, þótt umfangsmikið sé, á ekki að koma í veg fyrir, að flugvöllurinn verði fluttur í framtíðinni, jafnvel áður en núverandi skipulagstímabili lýkur, náist um það samkomulag."
Fulltrúar D-lista óskuðu að bókað yrði:"Við ítrekum afstöðu okkar frá því á fundi skipulags- og umferðarnefndar hinn 15. febrúar sl. þar sem tillaga var gerð um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 um að umferðartenging verði tryggð. Deiliskipulagstillagan sýnir ófullnægjandi umferðartengingar að okkar mati, en ein megin ástæðan fyrir flutningi flugvallar byggingar og þjónustukjarna er að tryggja betri umferðartengingu við það svæði. Deiliskipulagstillagan tryggir ekki betri samgöngur en flugvallarsvæðið býr við í dag. Jafnframt hefur komið fram hjá hagsmunaaðilum nauðsyn þess að tryggðar verði flullnægjandi vegtengingar við nýja flugstöðvarsvæðið til að greiða fyrir umferð."
Óskar Bergsson óskaði að bókað yrði: "Fyrirhugaðar endurbætur Reykjavíkurflugvallar, fyrir 1700 milljónir króna munu að öllu líkindum festa flugvöllinn í sessi í Vatnsmýrinni a.m.k. næstu 50 árin. Skynsamlegra hefði verið að fara í nauðsynlegar öryggisumbætur á vellinum á þessu stigi málsins, þá hefði unnist tími til að undirbúa málið betur og vinna það í samráði við umhverfissamtök sem hafa látið sig málið varða.
Guðrún Ágústsdóttir óskaði að bókað yrði:"Um flugstöð Flugleiða hf. við Þorragötu fara í dag um 400 þús farþegar á ári. Umferð frá flugstöðinni er því um 2000-3000 bílar á sólarhring. Eftir byggingu nýrrar flugstöðvar við austurhluta Reykjavíkurflugvallar bætist þessi umferð við aðra umferð á Flugvallarvegi. Um Flugvallarveg fara í dag 3000-5000 bíla á sólarhring en Bústaðavegur 38.000. Þjónustustig á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar mun því breytast mjög lítið við þessa viðbótarumferð á Flugvallavegi. Aðalskipulag Reykjavíkur gerir einnig ráð fyrir nýrri tengingu fyrir flugvallarsvæðið við Hringbraut. Að öðru leyti er vísað til fyrri bókana um málið."
425.99 Sundlaugavegur 34, viðbygging, farfuglaheimili, br. á deiliskipulagi
Lögð fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 12.5.99 og 28.05.99 um leyfi til að byggja við húsið nr. 34 við Sundlaugaveg, samkv. uppdrætti Vinnustofu arkitekta ehf., dags. 18.5.99, breytt 10.6.99. Einnig lögð fram bréf Hróbjarts Hróbjarssonar arkitekts, dags. 19.05.99 og 10.06.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 10.06.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýst verði breyting á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við framkomið erindi. Jafnframt að auglýst verði breytt landnotkun á lóðinni þ.e. úr útivistarsvæði til sérstakra nota í athafnasvæði. Sérskilmálar gildi þó um lóðina er kvæði á um að á lóðinni sé ekki gert ráð fyrir annarri starfsemi en gistiheimili, skrifstofum og þjónustu við útivistarsvæðið í Laugardal.
426.99 Efstaland 26, anddyri
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.03.99, varðandi byggingu anddyris og breytingar á innra skipulagi verslunar á 1. hæð hússins við Efstaland, samkv. uppdr. ARKO, dags. 15.03.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 21.04.99. Málið var í kynningu frá 6. maí - 4. júní ´99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
427.99 Efstasund 36, viðbygging og svalir
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.03.99, varðandi viðbyggingu við 1. hæð, svalir á þak bílskúrs og útsýnisstofu á 2. hæð hússins á lóðinni nr. 36 við Efstasund, samkv. uppdr. Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts, dags. í maí 1999. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.99. Málið var í kynningu frá 13. maí til 10. júní ´99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags.
428.99 Hálsahverfi, merkingar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svofellda tillögu.
Samþykkt. "Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að láta endurbæta merkingar við Vesturlandsveg og aðkomu að athafnasvæði í Hálsahverfi. Jafnframt samþykkir nefndin að fela Borgarskipulagi og umferðardeild borgarverkfræðings að gera tillögur um umferðarleiðir frá Hálsahverfi inn á Vesturlandsveg til austurs."
Samþykkt.
429.99 Efstasund 80, rishæð
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá fundi byggingarnefndar, dags. 27.05.99, varðandi byggingu rishæðar ofaná húsið á lóðinni nr. 80 við Efstasund, samkv. uppdr. Teiknistofu Erlings G. Pedersen, dags. 29.03.99. Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags, dags. 07.05.99 og 08.06.99. Lagt fram samþykki eigenda Efstasundi 76, 77, 78, 79, 81, 82, Langholtsvegi 83, 85, 87, mótt. 7. júní '99.
Samþykkt með vísan til umsagna Borgarskipulags.
430.99 Fákafen , lóðarbreyting
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 26.05.99, varðandi lagningu göngustígs yfir hluta lóðarinnar Fákafen nr. 9 og samnings við lóðarhafa af því tilefni.
Samþykkt.
431.99 Framnesvegur 40, bílgeymsla
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 29.1.99, varðandi byggingu bílgeymslu á lóðinni nr. 40 við Framnesveg samkv. uppdr. Helga Hafliðasonar ark. dags. í mars 99. Einnig lagt fram samþykki íbúðareigenda Holtsgötu 31, Framnesvegi 38 og 40, dags. 9.9.98 og umsögn Borgarskipulags dags. 23.4.99. Málið var í kynningu frá 6. maí til 3. júní 99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt
432.99 Fiskislóð, br. á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 19.04.99, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóða við Fiskislóð, sem samþykkt var af Skipulags- og umferðarnefnd 23.02.98, að því er varðar Fiskislóð 2-8 og Fiskislóð 10, samkv. uppdr. Ark. Gunnars og Reynis, dags. 15.04. og 19.04.99. Einnig lagt fram bréf hafnarstjóra, dags. 06.05.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 24.05.99 ásamt samþykki aðila á Fiskislóð 12.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að það samþykki óverulega breytingu á ofangreindu deiliskipulagi í samræmi við framangreinda tillögu.
433.99 Kjalarvogur , breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf hafnarstjóra, dags. 29.03.99 ásamt greinargerð Vignis Albertssonar, dags. 16.03.99, varðandi breytt deiliskipulag í Kjalarvogi og uppdr. dags. 15.3.99. Ennfremur lagt fram minnisblað Borgarskipulags, dags. 9.4.99. Málið var í auglýsingu frá 28.04.-26.05.99, athugasemdafrestur var til 9. júní 1999.
Samþykkt
434.99 Hamrahlíð 17, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28.05.99, varðandi viðbyggingu við matstofu á 2. hæð, samkv. uppdr. Nýju teiknistofunnar, dags. 19.05.99, br. 09.06.99 Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 10.06.99.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags.
435.99 Laugavegur 20-20A, stækkun
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.04.99, varðandi viðbyggingu og breytt útlit götuhliðar hússins nr. 20A við Laugaveg, samkv. uppdr. Hugsmíðar, dags. 21.04.99. Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags, dags. 06.05.99 og 11.06.99, breytt 14.6.99. Málið var í kynningu frá 13. maí til 10. júní ´99. Lagt fram samþykki eigenda Laugavegi 18, 18b og Grettisgötu 5, Laugavegi 20b, mótt. 9.6.'99. Einnig lagt fram bréf Guðjóns Bjarnarsonar dags. 12.6.99.
Samþykkt
436.99 Urriðakvísl 26, lóðarstækkun
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Hlínar Sverrisdóttur go Hreggviðs Jónssonar dags. 2.5.99, varðandi stækkun lóðarinnar nr. 26 við Urriðakvísl um 2,5 m. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 5.5.99. Ennfremur lagt fram samþ. eigenda Urriðakvíslar 23 og Urriðakvíslar 25 dags. 12.5.99. Málið var í kynningu frá 13.5.-10.6.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að það samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi í Ártúnsholti í samræmi við framangreint erindi.
437.99 Vesturlandsvegur, br. á A.R.
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem felur í sér færslu á undirgöngum undir Vesturlandsveg og breytta landnotkun í Grafarholti næst Vesturlandsvegi.
Samþykkt
438.99 Umferðarskóli barna,
Lagt fram bréf umferðarráðs dags. 3.6.99 varðandi umferðarskóla 5 og 6 ára barna.