Bústaðavegur/Reykjanesbraut

Skjalnúmer : 9425

15. fundur 1999
Bústaðavegur/Reykjanesbraut, rafrænt flettiskilti
Lagt fram bréf borgastjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. s.m. um rafrænt flettiskilti á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.


14. fundur 1999
Bústaðavegur/Reykjanesbraut, rafrænt flettiskilti
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf borgarstjóra, dags. 16.03.99, ásamt bréfi byggingarfulltrúa, dags. 12.03.99, varðandi auglýsingaflettiskilti við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 05.05.99. Málið var í kynningu frá 6. maí - 4. júní ´99. Lagt fram athugasemdabréf íbúa í Vogalandi 2, 4, 6, 8, 10, 12, 16, dags. 14.05.99, starfsmanna Bjarkaráss, dags. 14.05.99, starfsmanna Lækjaráss, dags. 14.05.99, íbúa Blesugrófar 21, 24, 25, 26, íbúa Bústaðabletti 10, dags. 14.05.99, og íbúa Byggðarenda 20, dags. 14.05.99. Einnig lagt fram bréf Víkings, dags. 09.06.99 ásamt bréfum íbúa, dags. 14.06.99, í Blesugróf 21, 25 og Vogalandi 2, 4, 8, 16, þar sem mótmæli þeirra eru dregin til baka. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 10.06.99.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum gegn 2. (Guðrún Ágústsdóttir og Óskar Bergsson á móti). Guðrún Ágústsdóttir óskaði fært til bókar að skiltið hafi verið fært út fyrir veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar og málið kynnt þannig. Að öðru leyti vísar hún til bókunar sinnar um málið á fundi nefndarinnar 12. apríl s.l. Óskar Bergsson óskaði bókað: Ákvörðun um staðsetningu flettiskiltis á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar er tímamótaákvörðun varðandi skilti í lögsögu Reykjavíkur. Skiltið verður sett niður á borgarlandi en fram að þessu hafa slík skilti verið staðsett inná lóðum umsækjenda. Þetta mun leiða til þess að önnur félaga- og hagsmunasamtök munu sækja um sambærileg skilti víðsvegar um borgina. Líkur eru því á að samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar verði borginni skilt að veita öllum þeim umsækjendum sömu fyrirgreiðslu og knattspyrnufélagið Víkingur hefur fengið. Af umhverfisástæðum á þetta skilti mjög illa heima í mikilli nálægð við Elliðaárdalinn sem er ein helsta náttúruperla Reykjavíkur á svæði sem tengir saman Elliðaárdal og Fossvogsdal. Að síðustu má svo nefna að bæði byggingarnefnd, heilbrigðis- og umhverfisnefnd og formaður skipulags- og umferðarnefndar hafa lagst gegn staðsetningu skiltisins á þessum stað.
Fulltrúar D-lista óskuðu að bókað yrði: "Það er rangt að ekki hafi áður verið heimiluð auglýsingaskilti á borgarlandi. Samningur sem veitir einkarétt til langs tíma á auglýsingum á biðskýlum strætisvagna og á útisalernum hefur þegar verið gerður við erlent fyrirtæki. Þegar hafa verið sett upp um 130 strætisvagnabiðskýli á gangstéttum við fjölförnustu götur borgarinnar og mun þeim fjölga á næstunni. Það er athyglisvert ef erlend fyrirtæki með einkarétt á auglýsingum eigi að njóta undanþáguákvæða frá skiltareglum og velvildar borgaryfirvalda en gamalgróið íþróttafélag sitji ekki við sama borð."
Óskar Bergsson óskaði að bókað yrði:"Afstaða mín gagnvart umræddu flettiskilti beinist ekki gegn hagsmunum knattspyrnufélagsins Víkings eins og gefið er í skyn í bókun D-listans. Ég ítreka hins vegar áhyggjur mínar um að umsóknum um sambærileg skilti muni fjölga stórlega, þannig að ekki sjáist fyrir endan á".
Guðrún Ágústsdóttir óskaði að bókað yrði: "Ekki er hægt að bera saman þann samning sem gerður var um biðskýli ofl. sem eru hluti af götugögnum í borgarmyndinni og það mál sem hér er til umfjöllunar. Um er að ræða 8 m hátt rafrænt flettiskilti með þremur 25 m2 auglýsingaflötum, á grænu svæði, við eina helstu útivistarperlu borgarinnar".


9. fundur 1999
Bústaðavegur/Reykjanesbraut, rafrænt flettiskilti
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16.03.98, ásamt bréfi byggingarfulltrúa, dags. 12.03.99, varðandi auglýsingaflettiskilti við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.
Formaður nefndarinnar óskaði bókað:
#Borgarráð hefur samþykkt staðsetningu á 8 m háu rafrænu flettiskilti á grænu svæði. Hingað er málið komið vegna nauðsynjar á grenndarkynningu. Byggingarnefnd hefur hafnað umsókn um auglýsingaskilti á þessum stað sem ég get tekið undir. Flettiskiltið er á áberandi stað í borgarmyndinni og mun m.a. blasa við útivistarfólki í Elliðaárdal og yfir að Fossvogsdalnum vegna nálægðar við einn helsta göngu- og hjólreiðastíg borgarinnar. Skiltið er að mínu mati ekki í samræmi við það átak sem borgin hefur átt frumkvæði að og nefnist "Reykjavík í sparifötunum" og hefur það markmið m.a. að fegra og prýða borgina á menningarlegan hátt fyrir árið 2000. Ég hef fullan skilning á þörf íþróttafélags til fjáröflunar en tel að borgin hljóti að geta aðstoðað félagið við að finna aðra fjáröflunaraðferð en þessa. Verði staðsetning þessa skiltis samþykkt þá skapar það fordæmi sem engin leið er að sjá fyrir endan á. Skiltið er á veghelgunarsvæði.#

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Ásenda 19, Byggðarenda 19-23 og 20-24, Vogalandi 2-16, Blesugróf 21-31 og 24-26, Hestamannafélaginu Fák og Lækjarás og Bjarkarás, og í dagblöðum og vísar því til heilbrigðis- og umhverfisnefndar.