Árbæjarskóli
Skjalnúmer : 8647
14. fundur 1999
Árbæjarskóli, viðbygging
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um viðbyggingu við Árbæjarskóla.
13. fundur 1999
Árbæjarskóli, viðbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.03.99, varðandi viðbyggingu við Árbæjarskóla á lóðinni nr. 34 við Rofabæ, samkv. uppdr. Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. í mars 1999. Málið var í kynningu frá 15.04.-13.05.99. Lagt fram athugasemdabréf Kristínar Jónsdóttur, dags. 05.05.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 28.05.99.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu með vísan til umsagnar Borgarskipulags dags. 28.5.1999 en vísar umferðarþætti málsins til frekari athugunar umferðardeildar borgarverkfræðings.
9. fundur 1999
Árbæjarskóli, viðbygging
Lagt fram bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.03.99, varðandi viðbyggingu við Árbæjarskóla á lóðinni nr. 34 við Rofabæ, samkv. uppdr. Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. í mars 1999.
Nefndin samþykkir að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Melbæ 2-12, 14-20, 22-28 og 38-40. Ennfremur er Borgarskipulagi falið að auglýsa tillöguna opinberlega.