Sundlaugavegur 34

Skjalnúmer : 5490

20. fundur 1999
Sundlaugavegur 34, br. á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. sept. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 20. s.m. um breytingu á aðalskipulagi að Sundlaugavegi 34.


19. fundur 1999
Sundlaugavegur 34, br. á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna Sundlaugavegar 34 sem var í kynningu til 25.08.99 með athugasemdafresti til 8.09.99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að óska eftir því við borgarráð að það samþykki breytingu á AR 1996-2016 í samræmi við ofangreinda tillögu.

18. fundur 1999
Sundlaugavegur 34, viðbygging, farfuglaheimili, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17. ágúst 1999 á bréfi skipulagsstjóra frá 16. s.m. um viðbyggingu og breytingu á deiliskipulagi að Sundlaugavegi 34, farfuglaheimili.


15. fundur 1999
Sundlaugavegur 34, viðbygging, farfuglaheimili, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgastjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. þ.m. um viðbyggingu að Sundlaugavegi 34.


14. fundur 1999
Sundlaugavegur 34, viðbygging, farfuglaheimili, br. á deiliskipulagi
Lögð fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 12.5.99 og 28.05.99 um leyfi til að byggja við húsið nr. 34 við Sundlaugaveg, samkv. uppdrætti Vinnustofu arkitekta ehf., dags. 18.5.99, breytt 10.6.99. Einnig lögð fram bréf Hróbjarts Hróbjarssonar arkitekts, dags. 19.05.99 og 10.06.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 10.06.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýst verði breyting á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við framkomið erindi. Jafnframt að auglýst verði breytt landnotkun á lóðinni þ.e. úr útivistarsvæði til sérstakra nota í athafnasvæði. Sérskilmálar gildi þó um lóðina er kveði á um að á lóðinni sé ekki gert ráð fyrir annarri starfsemi en gistiheimili, skrifstofum og þjónustu við útivistarsvæðið í Laugardal.