Háskóli Íslands

Skjalnúmer : 7274

21. fundur 1999
Háskóli Íslands, deiliskipulag austan Suðurgötu
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. sept. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 20. s.m. um Háskóla Íslands, deiliskipulag austan Suðurgötu.


19. fundur 1999
Háskóli Íslands, deiliskipulag austan Suðurgötu
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 30. júlí 1999, bréf Flugmálastjórnar, dags. 10. sept. 1999, bréf Náttúruverndar ríkisins, dags. 7. sept. 1999 og deiliskipulagsuppdráttur, dags. 1989, br. í maí 1990 og desember 1998, endurskoðaður í september 1999.
Fallist er á breytingu deiliskipulagsins í samræmi við athugasemd Flugmálastjórnar. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna.

16. fundur 1999
Háskóli Íslands, deiliskipulag eystri hluta
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.06.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14.06.99 varðandi breytingu á deiliskipulagi eystri hluta lóðar Háskóla Íslands.


1. fundur 1999
Háskóli Íslands, deiliskipulag eystri hluta
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.12.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 7. s.m. um auglýsingu deiliskipulags lóðar Háskóla Íslands, eystri hluta.


14. fundur 1999
Háskóli Íslands, deiliskipulag eystri hluta
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands, austan Suðurgötu samkv. uppdr. og líkani Magga Jónssonar arkitekts, dags. 02.05.90, síðast breytt í desember 1998. Málið var í auglýsingu frá 23.03.-24.04.99, athugasemdafrestur var til 7. maí 1999. Lagt fram athugasemdabréf frá íbúum Aragötu og Oddagötu, dags. 06.05.99 og forseta verkfræðideildar H.Í., dags. 06.05.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags og umferðardeildar Reykjavíkur, dags. 11.06.99.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags og umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 11.6.99, með lítils háttar breytingum einkum varðandi Eggertsgötu. Ennfremur samþykkir nefndin tillögu að deiliskipulagi lóðar Háskólans, austan Suðurgötu, dags. 2.5.90, síðast breytt í desember 98. Borgarverkfræðingi og Borgarskipulagi falið að athuga möguleika varðandi jarðvegsmanir við Suðurgötu vestan Aragötu.

12. fundur 1998
Háskóli Íslands, deiliskipulag eystri hluta
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19.05.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 18. s.m., um deiliskipulag háskólalóðar, austurhluta.


26. fundur 1998
Háskóli Íslands, deiliskipulag eystri hluta
Í framhaldi af bókun skipulags- og umferðarnefndar, dags. 18.05.98 er lögð fram tillaga Magga Jónssonar arkitekts að deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands, eystri hluta og líkan, dags. 02.05.1990, síðast br. des. 1998.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur fram svofellda bókun:
#Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga að Háskólasvæði austan Suðurgötu með lagfæringum frá deiliskipulagsuppdrætti, dags. 2. maí 1990, endursk. í apríl 1998.

Skipulags og umferðarnefnd lét bóka eftirfarandi 18.5.1998:
"Skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur samþykkir deiliskipulag háskólalóðar - austurhluta - í megin dráttum.
Áður en nefndin getur fallist á að leggja til við borgarráð að tillagan verði formlega auglýst sem deiliskipulag í samræmi við skipulagslög er óskað eftir að hugað verði nánar að þáttum sem fram hafa komið við kynningu skipulagsins í nefndinni. Er óskað eftir að unnið verði úr þessum atriðum í samvinnu við Borgarskipulag og borgarverkfræðing og gengið frá gögnum í samræmi við ný skipulagslög og forskrift Borgarskipulags. "
Borgarráð samþykkti bókun skipulags- og umferðarnefndar 19.5.1998.

Á þeim uppdrætti sem nú er lagður fram hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar:
1. Milli Oddagötu og bílastæða verður 10 m breið grasræma, mön eða gróðurbelti.
2. Byggingareitur A hefur verið færður fjær Oddagötu.
2. Byggingarreitur G er nú tekinn frá fyrir náttúrufræðisafn.
3. Byggingarreitur fyrir lyfjafræðihús sýndur í stað bygginga, notkun ótiltekin.
4. Viðbygging við Þjóðminjasafn er sýnd.

Tekið skal fram að :
1. Hið afmarkaða skipulagssvæði nær að aðliggjandi umferðargötum, Suðurgötu, Hringbraut, Njarðargötu og Eggertsgötu. Það nær út fyrir núverandi lóð HÍ og er því gert ráð fyrir að borgaryfirvöld og HÍ munu gera sérstakt samkomulag um lóðamál. Á uppdrætti eru sýnd núverandi mörk Háskólasvæðis.
2. Suðurgata er sýnd eins og hún er í dag. Hringbraut er sýnd samkvæmt aðalskipulagi, en núverandi lega hennar með hringtorgi er sýnd með punktalínu.
3. Tvær aðkomur eru sýndar frá Suðurgötu austan aðalbyggingar. Að svo komnu eru þær miðaðar við hægri beygjur inn og út og er af hálfu borgarinnar óskað eftir því að kannað verði hvort unnt verði að fækka þeim í eina.
4. Mögulegt verði síðar að loka Oddagötu í norðurenda ef nauðsyn krefur vegna gegnumumferðar.

Umferð gegnum bílastæði meðfram Oddagötu verður möguleg, en akstursleið lögð þannig að hún bjóði ekki upp á hraðakstur."#

Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við borgarráð að tillaga Magga Jónssonar, arkitekts, verði auglýst sem deiliskipulagstillaga að háskólasvæðinu.


11. fundur 1998
Háskóli Íslands, deiliskipulag eystri hluta
Lagt fram að nýju bréf Páls Skúlasonar rektors Háskóla Íslands, dags. 04.05.98 ásamt tillöguuppdr, Magga Jónssonar arkitekts, að deiliskipulagi Háskóla Íslands, eystri hluta og líkani, dags. 2. maí 1990, endursk. í apríl 1998.
Skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur samþykkir deiliskipulag háskólalóðar - austurhluta - í megin dráttum.
Áður en nefndin getur fallist á að leggja til við borgarráð að tillagan verði formlega auglýst sem deiliskipulag í samræmi við skipulagslög er óskað eftir að hugað verði nánar að þáttum sem fram hafa komið við kynningu skipulagsins í nefndinni. Er óskað eftir að unnið verði úr þessum atriðum í samvinnu við Borgarskipulag og borgarverkfræðing og gengið frá gögnum í samræmi við ný skipulagslög og forskrift Borgarskipulags.


10. fundur 1998
Háskóli Íslands, deiliskipulag eystri hluta
Lagt fram bréf Páls Skúlasonar rektors Háskóla Íslands, dags. 04.05.98 ásamt tillöguuppdr, Magga Jónssonar arkitekts, að deiliskipulagi Háskóla Íslands, eystri hluta, dags. 2. maí 1990, endursk. í apríl 1998.
Maggi Jónsson, arkitekt, kom á fundinn og kynnti deiliskipulagstillöguna.