Ártúnshöfði iðnaðarsvæði
Skjalnúmer : 6064
14. fundur 1999
Ártúnshöfði, endurskoðun deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um endurskoðun deiliskipulags á Ártúnshöfða.
13. fundur 1999
Ártúnshöfði, endurskoðun deiliskipulags
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Ártúnshöfða - iðnaðarsvæði (1998-1999) unnin af Teiknistofunni Skólavörðustíg 28 sf og Landslagi ehf, dags. 06.03.1999. Einnig lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 26.02.98. Ennfremur lagt fram bréf SVR, dags. 19.04.99 og bréf Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 05.05.99. Málið var í kynningu frá 23.04. til 24.04.99, athugasemdafrestur var til 7. maí 1999.
Lagt fram athugasemdabréf Málmtækni s.f., dags. 22.04.99, Hífis, dags. 03.05.99, eigenda að Vagnhöfða 19, dags. 06.05.99, Partalands, dags. 05.05.99, Jóns Helgasonar, dags. 07.05.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags og skipulagshöfundar, dags. 26.05.99.
Skipulagshöfundur kom á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags og skipulagshöfundar um þær athugasemdir sem bárust í kjölfar auglýsingar á deiliskipulagstillögunni dags. 26.5.1999 svo og tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi með 4 samhljóða atkvæðum. (Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá).
9. fundur 1999
Ártúnshöfði, endurskoðun deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.3.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15. s.m. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi við Ártúnshöfða.
7. fundur 1999
Ártúnshöfði, endurskoðun deiliskipulags
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Ártúnshöfða - iðnaðarsvæði (1998-1999) unnin af Teiknistofunni Skólavörðustíg 28 sf og Landslagi ehf, dags. 06.03.1999. Einnig lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 26.02.98.
Nefndin samþykkir að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi Ártúnshöfða. Tillagan jafnframt send stjórn SVR og heilbrigðis- og umhverfisnefnd til umsagnar.
4. fundur 1998
Ártúnshöfði, endurskoðun deiliskipulags
Lagður fram yfirlitsuppdráttur frá Landslagsarkitektum RV og ÞH og Teiknistofunni Skólavörðustíg 28 sf., í mkv. 1:1000 dags. 5.2.1998 og kynnt aðferð við mat á aðstæðum á hverri lóð.
Stefán Örn Stefánsson, arkitekt, kom á fundinn og kynnti málið. Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir meginatriðin í endurskoðun skipulags hverfisins og hvetur til að verkinu verði lokið sem fyrst. Fyrir liggur samkomulag við SVR um staðsetningu biðstöðva við Bíldshöfða og Höfðabakka.
Endurskoðun skipulags gerir ekki ráð fyrir breytingu á hlutverki Dvergshöfða en gert er ráð fyrir gangstígum og gróðursvæðum við götuna. Að gefnu tilefni vill skipulags- og umferðarnefnd undirstrika, að ekki verður heimiluð nein aðkoma að húsum eða lóðum frá þeirri götu. Borgarskipulagi og byggingarfulltrúa er falið að kynna viðkomandi lóðarhöfum fyrrgreinda samþykkt og er jafnframt falið að láta húseigendur við Vagnhöfða fjarlægja gáma, kofa og annað sem geymt er í heimildarleysi utan lóðamarka við Dvergshöfða.
Vísað til kynningar í umhverfismálaráði.
21. fundur 1997
Ártúnshöfði, endurskoðun deiliskipulags
Lögð fram til kynningar drög að endurskoðuðu deiliskipulagi Ártúnshöfða samkv. tillögu Stefáns Arnar Stefánssonar arkitekts ásamt greinargerð, dags. 03.09.97.
Tillöguhöfundur kom á fundinn og gerði grein fyrir tillögunni ásamt Reyni Vilhjálmssyni, landslagsarkitekt.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkti samhljóða svofellda bókun: "Skipulags- og umferðarnefnd telur mikilvægt að kannað verði að hve miklu leyti lóðarhafar í Ártúnshöfðahverfi og við Grafarvog hafa fært starfsemi sína út fyrir lóðir sínar, þ.m.t. á jarðvegsfyllingum sem ekki samræmast skipulagi. Nefndin felur byggingarfulltrúa og garðyrkjustjóra að gera slíka úttekt".