Efstaland 26
Skjalnúmer : 5425
15. fundur 1999
Efstaland 26, anddyri
Lagt fram bréf borgastjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. þ.m. um byggingu anddyris að Efstalandi 12.
14. fundur 1999
Efstaland 26, anddyri
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.03.99, varðandi byggingu anddyris og breytingar á innra skipulagi verslunar á 1. hæð hússins við Efstaland, samkv. uppdr. ARKO, dags. 15.03.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 21.04.99. Málið var í kynningu frá 6. maí - 4. júní ´99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
11. fundur 1999
Efstaland 26, anddyri
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.03.99, varðandi byggingu anddyris og breytingar á innra skipulagi verslunar á 1. hæð hússins við Efstaland, samkv. uppdr. ARKO, dags. 15.03.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 21.04.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Efstalandi 20-24, Gautlandi 17-21 og Geitlandi 10-12 skv. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997.
17. fundur 1995
Efstaland 26, aðkoma og umhverfi
Lagt fram bréf Gunnars Arnar Steingrímssonar, dags. 10.7.95, varðandi aðkomu að Efstalandi 26, Grímsbæ, frá Bústaðavegi og frágangi umhverfis, samkv. uppdr. Egils Guðmundssonar, arkitekts, dags. í júní 1995.
Frestað.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu, en gerir fyrirvara um staðsetningu biðstöðvar SVR sunnan Bústaðavegar. Vísað til umsagnar umferðarnefndar.