Hesthamrar 8
Skjalnúmer : 7358
14. fundur 1999
Hesthamrar 8, girðing/lóðamarkabr.
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.06.98, varðandi leyfi fyrir girðingu á lóð, á lóðarmörkum og utan lóðar nr. 8 við Hesthamra ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 26.08.98 og bréfi Kristínar Alfreðsdóttur, dags. 23.08.98. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 21.01.99.
Nefndin fellst ekki á lóðarmarkabreytingu en samþykkir fyrir sitt leyti núverandi girðingu til bráðabirgða, enda verði útskot fjarlægt. Við endurnýjun girðingarinnar skal hún sett í rétt lóðarmörk. (Óskar Bergsson sat hjá.)
18. fundur 1998
Hesthamrar 8, girðing/lóðamarkabr.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.06.98, varðandi leyfi fyrir girðingu á lóð, á lóðarmörkum og utan lóðar nr. 8 við Hesthamra. Einnig lagt fram bréf Kristínar Alfreðsdóttur, dags. 23.08.98.
Samþykkt að kynna erindið samkvæmt 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðila að Hesthömrum 10.