Hólaberg 74

Skjalnúmer : 6279

23. fundur 1999
Hólaberg 74, breytt notkun
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. okt. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um Hólaberg 74, breytta notkun.


22. fundur 1999
Hólaberg 74, breytt notkun
Lagt fram að nýju eftir grenndarkynningu bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 28.05.99, varðandi breytta notkun hússins á lóðinni nr. 74 við Hólaberg, samkv. teikningu Steinars Sigurðssonar, ark., dags. 08.10.98, sbr. úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. apríl 1999. Kynningu lauk 6.08.99 og bárust þrjár athugasemdir: Bréf frá íbúum að Hólabergi 66, 68, 70 og 72 dags.3.08.99, Sveini Ingvasyni dags. 4.08.99 og íbúum við Lágaberg, dags. 22.08.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.99. Ennfremur lagt fram bréf Dagvistar barna, dags. 05.09.99, varðandi leikskóla að Hólabergi 74, umsögn umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 14.10.99, minnisblað Borgarskipulags, dags. 20.10.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 20.10.99.
Fallist er á umsögn Borgarskipulags. Nefndin gerir ekki athugasemd við að byggingarnefnd samþykki breytta notkun hússins. Nefndin mælist þó til þess að byggingarnefnd geri það að skilyrði fyrir veitingu byggingarleyfisins að girðing á milli lóða nr. 60-72 og 74 verði hækkuð í 1.80 m enda samþykki lóðarhafar þá breytingu ella þurfi ekki að hækka girðinguna. Byggingarnefnd beini því til forsvarsmanna leikskólans að starfsmenn skólans leggi í stæði Reykjavíkurborgar og að gengið verði frá bílastæðum leikskólans með varanlegum hætti.

19. fundur 1999
Hólaberg 74, breytt notkun
Lagt fram að nýju eftir grenndarkynningu bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 28.05.99, varðandi breytta notkun hússins á lóðinni nr. 74 við Hólaberg, samkv. teikningu Steinars Sigurðssonar, ark., dags. 08.10.98, sbr. úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. apríl 1999. Kynningu lauk 6.08.99 og bárust þrjár athugasemdir: Bréf frá íbúum að Hólabergi 66, 68, 70 og 72 dags.3.08.99, Sveini Ingvasyni dags. 4.08.99 og íbúum við Lágaberg, dags. 22.08.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.99.
Fallist er á umsögn Borgarskipulags og erindinu frestað. Tekið skal fram að bókun nefndarinnar vegna málsins hinn 14. júní s.l. var röng og á misskilningi byggð, en kynna átti erindið sem byggingarleyfisumsókn, skv. 2. mgr. 23. gr. sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997, eins og gert var.

14. fundur 1999
Hólaberg 74, breytt notkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 28.05.99, varðandi breytta notkun hússins á lóðinni nr. 74 við Hólaberg, samkv. teikningu Steinars Sigurðssonar, ark., dags. 08.10.98, sbr. úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. apríl 1999.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að, Hólabergi 66-72 og 76 (jöfn númer) og að Lágabergi 1-9, 2-4 og að Neðstabergi 5, sem óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 26 gr. laga.

14. fundur 1998
Hólaberg 74, breyting á notkun
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Huldu Ólafsdóttur, dags. 23.03.98, varðandi breytingar á notkun á einbýlishúsinu við Hólaberg 74, vegna fyrirhugaðs reksturs leikskóla í húsnæðinu, ásamt umsögn frkvstj. Dagvistar barna dags. 1.04.98, minnispunktum Borgarskipulags dags. 3.04.98 og umsögn umferðardeildar, dags. 30.04.98. Ennfremur lagt fram bréf íbúa Hólabergi 66, 68, 70 og 72, dags. 27.04.98 og bréf íbúa Lágabergi 1-7 og 2-4, dags. 01.05.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 26.06.98.
Nefndin samþykkir erindið enda verði girt á milli lóða nr. 74 við Hólaberg annars vegar og lóðar nr. 66-72 hins vegar. Nefndin bendir á að á lóðinni er einnig íbúðarhús og má því ætla að ekki verði ónæði frá lóðinni utan starfstíma leikskólans. Nefndin fellst á umsögn Borgarskipulags frá 26.6.1998.

8. fundur 1998
Hólaberg 74, breyting á notkun
Lagt fram bréf Huldu Ólafsdóttur, dags. 23.03.98, varðandi breytingar á skipulagi og notkun á einbýlishúsinu við Hólaberg 74, vegna fyrirhugaðs reksturs leikskóla í húsnæðinu. Einnig lögð fram umsögn frkvstj. Dagvistar barna dags. 1.04.98 ásamt minnispunktum Borgarskipulags dags. 3.04.98.
Borgarskipulagi falið að kynna málið fyrir hagsmunaaðilum að Hólabergi 66-72 og 76 (jöfn númer) og að Lágabergi 1-9, 2-4 og að Neðstabergi 5.