Húsverndarsjóður Reykjavíkur
Skjalnúmer : 8625
38. fundur 2001
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Lagt fram bréf borgarritara, dags. 14.07.01, varðandi upplýsingar um hvaða gögn styrkhafar þurfa að framvísa til þess að verk teljist sannanlega hafið og hvaða staðfestingu þarf á því að útfærsla hafi verið borin undir arkitekt Árbæjarsafns.
Lagt fram.
36. fundur 2001
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. júní 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. s.m. um úthlutanir úr húsverndarsjóði, samtals kr. 15.000.000.
Borgarráð óskaði bókað að skipulags- og byggingarnefnd móti reglur um skýrari stefnumörkun um úthlutanir úr sjóðnum.
34. fundur 2001
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Lögð fram tillaga um úthlutun úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur árið 2001.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
13. fundur 2000
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. maí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. s.m. varðandi úthlutun úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2000. Að gefnu tilefni skal ítrekaður sá vilji borgarráðs, að við auglýsingu umsókna hverju sinni verði nánar skilgreint hvaða þætti varðandi húsvernd er ætlað að styrkja hverju sinni.
11. fundur 2000
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Lögð fram tillaga Borgarskipulags og Árbæjarsafns um úthlutun úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur árið 2000.
Samþykkt.
10. fundur 2000
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Lögð fram tillaga Borgarskipulags og Árbæjarsafns um úthlutun úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2000.
Frestað
14. fundur 1999
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um úthlutun úr húsverndarsjóði.
3. fundur 1999
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Lögð fram tillaga Borgarskipulags um hátt við úthlutun úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur.
13. fundur 1999
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Lögð fram tillaga Borgarskipulags og Árbæjarsafns um úthlutun úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 1999.
Nefndin samþykkir úthlutunartillöguna að öðru leyti en því er varðar Hverfisgötu 14. Guðrún Ágústsdóttir vék af fundi við afgreiðslu styrkja vegna Tjarnargötu 22 og Skólastrætis 5.
18. fundur 1998
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Borgarskipulagi falið að hafa samband við þær stofnanir borgarinnar, sem eiga fulltrúa í starfshópi um húsverndarmál, að hópurinn starfi áfram.
21. fundur 1994
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, skipan fulltrúa
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 30.8.94, varðandi skipun fulltrúa skipulagsnefndar í húsfriðunarnefnd Reykjavíkurborgar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tilnefna Guðrúnu Ágústsdóttur og Guðmund Gunnarsson í starfshóp um húsavernd.