Skipulags- og umferðarnefnd,
Borgartún 33-35,
Háagerði 1-79 og Sogavegur 98-106,
Háskóli Íslands,
Kambsvegur 9,
Langholtsvegur 89,
Naustabryggja 21-29,
Skútuvogur 2-8,
Stórhöfði 33,
Suðurlandsbraut 12,
Vínveitingaleyfi,
Kvosin,
Borgartún 33-35,
Gufunes,
Hjarðarhagi 45-47-49,
Grafarholt,
Jafnasel 2-4,
Kjalarnes, Esjugrund 14,
Laugardalur,
Laugarnes,
Klettasvæði,
Kirkjusandur,
Laugavegur 180,
Losunarstaðir fyrir jarðvegsefni,
Lyngháls 1,
Miðborgarstjórn,
Sjúkrahús Reykjavíkur,
Skipholt 62, 66 og 68,
Spítalastígur 1,
Straumur 9, Olíufélagið hf.,
Tjarnargata 24,
Reitur 1.173.0,
Vallá 125762 ,
Uppbygging á landfyllingum vestan Elliðaáa,
Miðborg, þróunaráætlun,
Skipulags- og umferðarnefnd,
Básbryggja 51,
Bergstaðastræti 71,
Freyjugata 46,
Grettisgata 22,
Kleppsvegur 108,
Langholtsvegur 84,
Laufásvegur 47,
Marargata 2,
Rangársel 15,
Reykjafold 3,
Síðumúli 12 og 14,
Síðumúli 24-26,
Sjafnargata 5,
Skipasund 38,
Tunguvegur 11,
Skipulags- og umferðarnefnd
16. fundur 1999
Ár 1999, mánudaginn 19. júlí kl. 09:30, var haldinn 16. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðmundur Haraldsson, Sigurður Harðarson, Júlíus V. Ingvarsson og Halldór Guðmundsson
Fundarritari var .
Þetta gerðist:
493.99 Skipulags- og umferðarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. júlí 1999, varðandi samþykkt borgarstjórnar sama dag að skipa Árna Þór Sigurðsson formann skipulags- og umferðarnefndar í stað Guðrúnar Ágústsdóttur.
494.99 Borgartún 33-35, breyting á byggingarreit
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.06.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 28. s.m. um breytingu á byggingarreit að Borgartúni 33-35.
495.99 Háagerði 1-79 og Sogavegur 98-106, skipulagsskilmálar, endurskoðun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.06.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 28. s.m. um auglýsingu á endurskoðuðu deiliskipulagi að Háagerði 1-79 og Sogavegi 98-106.
496.99 Háskóli Íslands, deiliskipulag eystri hluta
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.06.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14.06.99 varðandi breytingu á deiliskipulagi eystri hluta lóðar Háskóla Íslands.
497.99 Kambsvegur 9, valmaþak
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.06.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 28. s.m. um valmaþak að Kambsvegi 9.
498.99 Langholtsvegur 89, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. júlí 1999 á bréfi Borgarskipulags frá 25. f.m. um niðurfellingu bráðabirgðaleyfis frá 24. júní ´98 um afnot af borgarlandi við Brákarsund.
499.99 Naustabryggja 21-29, fjölgun íbúða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.06.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 28. s.m. um fjölgun íbúða að Naustabryggju 21-29.
500.99 Skútuvogur 2-8, Barðinn, lóðarumsókn
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.06.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 28. s.m. um lóðarumsókn Barðans ehf.
501.99 Stórhöfði 33, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.06.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 28. s.m. um breytingu á deiliskipulagi.
502.99 Suðurlandsbraut 12, hótel, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.06.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar 28. s.m. um hótel að Suðurlandsbraut 12, viðbyggingu og grenndarkynningu.
503.99 Vínveitingaleyfi, framsal umsagnarheimildar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.06.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14.06.99 um framsal umsagnarheimildar vínveitingaleyfa.
504.99 Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 13. júlí 1999, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar að því er varðar landnotkun á baklóð Aðalstrætis 4.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir, á grundvelli 2. mgr. 26. gr., sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 með vísan til 2. mgr. greinar 3.1.4 gr. nr. 400/1998, að óska eftir því við borgarráð að það feli Borgarskipulagi að grenndarkynna tillögu, dags. 13. júlí 1999, að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, samþykktu í borgarstjórn 1. október 1987, með síðari breytingu, fyrir hagsmunaaðilum að Aðalstræti 4.
505.99 Borgartún 33-35, lagfæring á byggingarreit
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf Guðna Pálssonar ark. dags. 18.06.99 varðandi breyttan byggingarreit á Borgartúni 35 skv. uppdr. sama dags. í júlí ´99. Samþykkt hagsmunaaðila, mótt. 15.07.99 liggur frammi.
Samþykkt.
506.99 Gufunes, aðstaða fyrir módelflug
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 29.06.99, varðandi módelflug í Gufunesi. Einnig lagt fram athugasemdabréf Íbúasamtaka Grafarvogs, dags. 23.06.99.
Skipulags- og umferðarnefnd vísar til fyrri afgreiðslu sinnar en beinir þeim tilmælum til afnotahafa svæðisins að beina flugmódelunum frá íbúðabyggð í grenndinni.
507.99 Hjarðarhagi 45-47-49, breyting á deiliskipulagi og á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á lóðinni Hjarðarhaga 45, 47 og 49, samkv. uppdr. Arco, dags. 21.03.99, br. 20.04.99, ásamt bréfi Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar f.h. húseigenda mótt. 25.02.99 varðandi stækkun á húseigninni og umsögn Borgarskipulags, dags. 23.04.99. Einnig lögð fram bréf íbúa að Kvisthaga 2 og 4, dags. 06.07.99 og Kvisthaga 18, mótt. 08.07.99 og athugasemdabréf Hjörleifs B. Kvaran, dags. 08.07.99, bréf íbúa við Kvisthaga, dags. 08.07.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15.07.99. Málið var í auglýsingu frá 26. maí til 7. júlí, athugasemdafrestur var framlengdur til 14. júlí ´99. Ennfremur lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við stækkun verslunarhúsnæðis á jarðhæð, en vísar umsókn um byggingu 2. hæðar til frekari athugunar hjá Borgarskipulagi. Þá samþykkir nefndin tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi.
508.99 Grafarholt, deiliskipulag, aðalskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi íbúðahverfis á vesturhluta Grafarholts, samkv. uppdrátttum, greinargerð og skilmálum Teiknist. Arcus (svæði 1) dags. 10.05.99, Kanon arkitekta ehf (svæði 2) dags. 10.05.99 og Guðm. Gunnarssonar ark. og Sveins Ívarssonar ark. (svæði 3) dags. 10.05.99. Einnig lögð fram tillaga Landslagsarkitekta, dags. í maí ´99 að umhverfi hitaveitutanka, bréf byggingarfulltrúa, dags. 09.05.99 og 09.07.99 um skilmála, bréf Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 10.06.99, bréf Orkuveitu, dags. 10.06.99 og bréf Hverfisnefndar Grafarvogs, dags. 23.06.99. Ennfremur lögð tillaga Borgarskipulags að breytingu á aðalskipulagi.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi á Grafarholti með 3 samhljóða atkvæðum (fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá). Bréfum byggingarfulltrúa frá 9.5.99 og 8.7.99 vísað til Borgarskipulags. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og umferðarnefnd óskuðu bókað: "Við vísum í bókun okkar í skipulags- og umferðarnefnd frá 12. apríl sl. og tillögu ásamt greinargerð frá 10. maí sl. varðandi hæð og gerð húsa og þéttleika byggðar. Við teljum að nýta megi Grafarholtið mun betur en gert er í samþykktum skiplagstillögum og að færa eigi skipulagið í nútímalegra horf".
509.99 Jafnasel 2-4, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 31.05.99, varðandi byggingu atvinnuhúsnæðis á lóðinni nr. 2-4 við Jafnasel, samkv. uppdr. Óla Jóhanns Ásmundssonar arkitekts, dags. í maí 1999. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 8. júní 1999 ásamt breyttum teikningum, dags. í júlí ´99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.
510.99 Kjalarnes, Esjugrund 14, bílgeymslur
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.99, varðandi byggingu tveggja stakstæðra bílgeymslna, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Kvarða, dags. í júní ´95. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15.07.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Esjugrund 12A, 16, 16A og 20.
511.99 Laugardalur, br. á deiliskipulagi og aðalskipulagi
Lögð fram að nýju samþykkt borgarráðs frá 30.3. s.l., varðandi lóð fyrir Landssímann í Laugardal og drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Landssímans hf. Einnig lögð fram bókun borgarráðs frá 25.05.99, bréf íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 10.05.99 og bréf forstöðumanns fjölskyldu- og húsdýragarðs dags. 29.03.99. Ennfremur lagt fram deiliskipulag á s-a hluta reitsins skv. uppdr., greinargerð og líkani ASK arkitekta dags. 15.07.99, tillaga Borgarskipulags að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að umsögn þróunar- og fjölskyldusviðs um tillögu Júlíusar V. Ingvarssonar um víkingaraldargarð á svæðinu.
Nefndin samþykkir með 3 atkvæðum gegn 2 að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi Laugardals (fulltrúar Sjálfstæðisflokks á móti). Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í nefndinni óskuðu bókað: " Við höfnum algjörlega hinu nýja deiliskipulagi Laugardalsins og hörmum að framlagt deiliskipulag er hvorki í takt við tímann né endurspeglar neina jákvæða framsýn. Skipulag tveggja stórra lóða undir risavaxnar byggingar í dalnum er umhverfis- og skipulagsslys sem ekki verður hægt að leiðrétta síðar. Við teljum að Laugardalurinn eigi að byggjast upp með útivist og íþróttir að leiðarljósi auk þeirrar fjölbreytilegu fjölskylduskemmtunar sem felst í Grasagarðinum, Húsdýragarðinum og Fjölskyldugarðinum. Talsvert er farið að þrengja að möguleikumá áframhaldandi uppbyggingu í dalnumog því enn brýnna að vanda alla skipulagsvinnu og fara varlega með það land sem enn er óráðstafað. Vinsældir Laugardalsins hafa aukist með ári hverju og ætti það að vera skipulagsyfirvöldum hvatning til þess að fylgja eftir farsælli mannlífsþróun og auðga þannig dalinn með hagsmuni allra Reykvíkinga að leiðarljósi."
512.99 Laugarnes, deiliskipulag og br. á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 04.02.99, þar sem Borgarskipulagi er falið að gera tillögu að formlegu deiliskipulagi Laugarnestanga og Klettasvæðis. Lagðar fram að nýju fundargerðir og samantekt vinnuhóps um deiliskipulag Laugarnestanga 10.02.-14.05.1998, dags. 08.10.98. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að deiliskipulagi Laugarness samkv. uppdr. og greinargerð, dags. 26.05.99 og tillaga að breytingu á aðalskipulagi. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og umferðarnefndar, dags. 01.02.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillögurnar verði aulýstar annars vegar sem breyting á aðalskipulagi og hins vegar sem deiliskipulag á Laugarnesi.
513.99 Klettasvæði, skipulag
Lögð fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 12.5.99 og 15.05.99, varðandi tillögu að skipulagi á Klettasvæði, samkv. uppdr. og greinargerð Gunnars og Reynis arkitekta, dags. 11.5.99, br. 14.7.99 ásamt greinargerð, dags. maí 1998.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulagstillaga.
514.99 Kirkjusandur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkitekta Gunnars og Reynis sf, samkv. uppdr. dags. 14.7.´99 að breytingu á reit sem markast af Sæbraut, Laugarnesvegi og Kirjusandi. Einnig lagt fram minnisblað Vinnustofu arkitekta ehf, f.h. lóðarhafa Laugarnesvegi 89, mótt. 14.5.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillögurnar verði auglýstar annars vegar sem breyting á aðalskipulagi þannig að landnotkun á lóðinn nr. 89 við Laugarnesveg breytist í íbúðasvæði og hins vegar verði auglýst breyting á deiliskipulagi.
515.99 Laugavegur 180, nýbygging, deiliskipulag
Lögð fram bréf Hauks Harðarsonar arkitekts, f.h. Skeljungs, dags. 30.03.99 og 12.07.99 ásamt deiliskipulagsuppdr. og skýringarmyndum sama, dags. 14.07.99.
Samþykkt með 4 samhljóðandi atkvæðum að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulagstillaga (Halldór Guðmundsson sat hjá).
516.99 Losunarstaðir fyrir jarðvegsefni,
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings dags., 25.6.99, varðandi hugsanlega losunarstaði fyrir jarðvegsefni. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og umhverfisnefndar, dags. 14.07.99.
Ólafur Bjarnason frá borgarverkfræðingi kynnti málið. Samþykkt. Borgarverkfræðingi falið að kynna erindið fyrir íbúum í grennd við fyllingarsvæði við Gufunes. Ennfremur vísað til kynningar í hverfisnefnd Grafarvogs.
517.99 Lyngháls 1, viðbygging
Lagt fram bréf Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts, dags. 27.05.99, varðandi viðbyggingu við Lyngháls 1, samkv. uppdr. Form + Rými, dags. 10.05.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15.07.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.
518.99 Miðborgarstjórn,
Lagt fram bréf umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 16. júlí 1999, vegna bréfs borgarverkfræðings til miðborgarstjórnar vegna breytinga á umferðarkerfi miðborgar.
Nefndin samþykkir eftirfarandi:
1. Hafnarstræti (liður a). Leyfð verði samsíða bílastæði við norðurkant Hafnarstrætis milli Naustanna og Pósthússtrætis.
2. Týsgata/Óðinsgata (liður b). Týsgata milli Skólavörðustígs og Þórsgötu verði einstefna frá Skólavörðustíg (til suðurs), og Óðinsgata frá Þórsgötu að Skólavörðustíg verði einstefna frá Þórsgötu (til norðurs). Þessar tillögur eru í samræmi við hverfaskipulag frá 1990. Jafnframt er lagt til, að leyfð verði skábílastæði við ofangreinda götukafla.
3. Skólavörðustígur (liður d). Leyfð verði samsíða bílastæði við norðukant Skólavörðustígs (hægra megin m.v. akstursstefnu) milli Bergstaðastrætis og Laugavegs.
519.99 Sjúkrahús Reykjavíkur, Arnarholti, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf borgarlögmanns, dag. 26.05.99, varðandi tillögu að afmörkun lóða Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi og Arnarholti. Einnig lögð fram tillaga að afmörkun Sjúkrahúss Reykjavíkur í Arnarholti, Kjalarnesi, dags. 15.07.99.
Samþykkt.
520.99 Skipholt 62, 66 og 68, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að breytingu á deiliskipulagi ofangreindra lóða, dags. 08.05.99 ásamt uppdr., dags. 10.05.99, varðandi byggingu íbúðahúsa á lóðunum nr. 66 og 68 við Skipholt. Málið var í auglýsingu frá 26. maí til 23. júní, athugasemdafrestur var til 7. júlí ´99. Lagt fram athugasemdabréf Eignahaldsfélagsins Mænis, dags. 06.07.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 12.07.99. Ennfremur lagt fram bréf Eignarhaldsfélagsins Mænis ehf, dags. 11.07.99, varðandi byggingu fjölbýlishúss á lóðinni nr. 62 við Skipholt.
Nefndin samþykkir umsögn Borgarskipulags frá 12.7.99 um deiliskipulagstillöguna og óskar eftir því við borgarráð að tillagan verði samþykkt sem breyting á deiliskipulagi.
521.99 Spítalastígur 1, gistiheimili, garðskáli
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.04.99, varðandi innréttingu gistiheimilis og byggingu garðskála við húsið á lóðinni nr. 1 við Spítalastíg, samkv. uppdr. Steinþórs Kára Kárasonar arkitekts, dags. í apríl ´99. Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags, dags. 13.04.99 og 24.05.99. Málið var í kynningu frá 4. júní til 3. júlí 1999. Lagt fram samþykki eiganda Spítalastígs 1a, dags. 08.06.99, eiganda Ingólfsstrætis 23, mótt. 08.06.99, Ingólfsstrætis 21, dags. 08.06.99, og mótmælabréf eiganda Ingólfsstrætis 21, dags. 22.06.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 12.07.99. Ennfremur lagt fram afrit af símbréfi frá Ernu Bryndísi Halldórsdóttur, dags. 16.7.99.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við innréttingu gistiheimilis. Þá samþykkir nefndin með 3 atkvæðum gegn 1 að leggja til við borgarráð að auglýst verði sem deiliskipulag á lóðinni Spítalastíg 1 (Júlíus Vífill Ingvarsson á móti. Halldór Guðmundsson sat hjá).
522.99 Straumur 9, Olíufélagið hf., ljósaskilti
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.99, varðandi ljósaskilti á lóðinni nr. 9 við Straum. Einnig lagt fram bréf Valdimars Harðarsonar arkitekts og umsögn Borgarskipulags, dags. 14.07.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Urriðakvísl 4 og 6 og Álakvísl 2-30.
523.99 Tjarnargata 24, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 9. júlí ´99. Sótt er um leyfi til að byggja við húsið á lóðinni nr. 24 við Tjarnargötu, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf, dags. 29.06.99. Viðbyggingin mun standa á hluta viðbyggingar sem þegar hefur verið byggð aftan við húsið. Jafnframt verði bakhús einangrað og klætt að utan með bárujárni og gerðar breytingar á innra fyrirkomulagi.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 29. júní 1999, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 28. júní 1999, umsögn Árbæjarsafnsafns dags. 22. júní 1999.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Tjarnargötu 22 og 26.
524.99 Reitur 1.173.0, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 14.07.99 að deiliskipulagi reits 1.173.0, sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 05.07.99 ásamt bréfi Spörtu ehf, dags. 23.06.99, varðandi byggingaframkvæmdir við Laugaveg 53B.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum (Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá) að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag á reitnum með þeirri breytingu að á lóðinni nr. 53B við Laugaveg verði umferðarkvöð í þágu Laugavegs 55.
525.99 Vallá 125762 ,
Lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15. júlí 1999, ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010 og tillögu að deiliskipulagi umræddrar lóðar skv. uppdráttum Borgarskipulags.
Lagt fram að nýju bréf A & P Lögmanna, dags. 20.07.98, varðandi athugasemdir vegna tillögu um breytingar á aðalskipulagi Kjalarness og að deiliskipulagi í landi Vallár á Kjalarnesi og bréf Hjördísar Jónsdóttur f.h. Mörtu Magnúsdóttur, dags. 30.07.98 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 13.08.98. Einnig lagt fram bréf Jóhannesar R. Jóhannssonar hdl. dags. 24.09.98 ásamt umsögn borgarlögmanns, dags. 04.11.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 05.11.98.
Ennfremur lagt fram bréf A & P Lögmanna dags. 11.02.99, minnisblað skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 10.12.98 varðandi málið og umsögn Borgarskipulags dags. 22.02.99. Einnig lagt fram kærubréf Lögmanna Höfðabakka til Umboðsmanns Alþingis dags. 28.02.99 varðandi drátt á meðferð skipulagsyfirvalda í Reykjavík á umsókn Mörtu Magnúsdóttur.
Samþykkt með 3 atkvæðum gegn 1 að leggja til við borgarráð að tillaga að breytingu á aðalskipulagi og á tillögu að deiliskipulagi verði auglýst á ný. (Júlíus Vífill Invarsson greiddi atkvæði á móti. Halldór Guðmundsson sat hjá).
526.99 Uppbygging á landfyllingum vestan Elliðaáa,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 09.02.99, ásamt tillögu fulltrúa Reykjavíkurlistans, sem lögð var fram í borgarráði, 02.02.99, varðandi uppbyggingu vestan Elliðaáa. Einnig lögð fram skýrsla Borgarverkfræðings/Borgarskipulags, dags. í júní 1999.
Ólafur Bjarnason frá borgarverkfræðingi og skipulagsstjóri kynntu.
527.99 Miðborg, þróunaráætlun,
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á þeim hluta aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016 er fjallar um miðborgina dags. í júlí 1999.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun: "Skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur samþykkir tillögu Borgarskipulags, dags. 16. júlí 1999, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, og beinir því til Borgarráðs Reykjavíkur að tillaga þessi verði kynnt og auglýst í samræmi við 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 731997. Tillagan felur í sér breytingu á afmörkun miðborgar-miðhverfi á uppdrætti og í greinargerð Aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016. Ýmist er verið að breyta úr þeirri landnotkun í aðrar eða svæðishlutar sem nú eru önnur landnotkun breytist í miðborgar-miðhverfi, samkvæmt nánari skilgreiningu og skýringu í uppdrætti og greinargerð borgarskipulags dags. 16. júlí 1999. Einnig er miðborginni skipt í minni starfsemissvæði samkvæmt nánari skilgreiningu á landnotkun, sem er grundvölluð á tillögu um Viðauka um starfssemisflokka við greinargerð Aðalskipulags."
528.99 Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð 14. fundar umferðaröryggisnefndar frá 30. júní 1999.
____________________________________________
____________________________________________
529.99 Básbryggja 51, lóðarstækkun
Að lokinni auglýsingu eru lögð fram að nýju bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 16.03.99 og 03.05.99, varðandi lóðarstækkun vegna bílskúrslóðar Básbryggju 51, samkv. uppdr. Gunnlaugs Stefáns Baldurssonar arkitekts, dags. 02.05.99. Einnig lagt fram samþykki lóðarhafa að Básbryggju 23-49 og meðlóðarhafa að aðkomulóð fyrir Básbryggju 23-51 og Básbryggju 51, dags. 03.05.99. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.05.99. Málið var í auglýsingu frá 26.05.-23.06.99, athugasemdafrestur var til 7. júlí ´99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
530.99 Bergstaðastræti 71, viðbygging, verönd
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.04.99. Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við suðausturhlið kjallara og 1. hæðar og verönd við 1. hæð á lóðinni nr. 71 við Bergstaðastræti, samkv. uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar, dags. 17.03.99. Samþykki nágranna fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 26.05.99 og Borgarskipulags dags. 27.5.99. Málið var í kynningu frá 2. til 30. júní ´99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
531.99 Freyjugata 46, gróðurskáli
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 9. júní ´99, varðandi byggingu gróðurskála með grasi á þaki vestan við bílskúr á lóðinni nr. 46 við Freyjugötu, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð ehf, dags. 21.04.99. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns dags. 18.06.99 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 18.06.99. Málið var í kynningu frá 5. júlí til 3. ágúst. Ennfremur lagt fram samþykki hagsmunaaðila Freyjugötu 44 og Barónsstígs 78, dags. 14.07.99.
Samþykkt.
532.99 Grettisgata 22, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.99, varðandi viðbyggingu, svalir og kvisti á lóðinni nr. 22 við Grettisgötu, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 10.03.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 1. júlí 1999.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Grettisgötu 20B og 20C, Grettisgötu 22B, 22C og 22D og að Frakkastíg 12A.
533.99 Kleppsvegur 108, bílgeymsla, sólskáli
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28.05.98, varðandi byggingu bílskúrs með aðkomu frá Skipasundi á lóðinni nr. 108 við Kleppsveg. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 25.06.98. Ennfremur lagt fram bréf íbúa í Skipasundi 4, dags. 30.07.98.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.99, varðandi bílgeymslu við lóðarmörk til suðurs, sólskála sunnan húss og skjólvegg norðan húss nr. 2 við Skipasund á lóðinni nr. 108 við Kleppsveg, samkv. uppdr. Verkvangs, dags. 31.05.99 og 7.07.99. Einnig lagt fram samþykki eigenda húss nr. 108 við Kleppsveg, dags. 05.06.99 ásamt bréfi Lofts G. Þorsteinssonar, dags. 8. júlí 1999. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 10.07.99.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum Skipasundi 1, Skipasundi 4 og að Langholtsvegi 3 og 5.
534.99 Langholtsvegur 84, br. á notkun og byggingu
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28.05.99, varðandi breytingu á verslunarhúsi (áður Holtsapótek) á lóðinni nr. 84 við Langholtsveg í fjórar íbúðir, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð, dags. í jan.´99, br. 30.03.99. Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags, dags. í maí 1999 og 6. júní ´99. Málið var í auglýsingu frá 26.05.-23.06.99, athugasemdafrestur var til 7. júlí 1999. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt deiliskipulag af lóðinni.
535.99 Laufásvegur 47, bílgeymsla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 9. júní ´99, þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu austan við og áfasta húsinu nr. 47 við Laufásveg. Jafnframt verði bílastæðum á lóð fjölgað um eitt þannig að þau verði þrjú, veitt leyfi fyrir þaksvölum á bílgeymslu og fyrir nýju herbergi á vestursvölum annarrar hæðar, samkv. uppdr. dags. í febr. ´69, síðast br. janúar ´78. Samþykki meðlóðarhafa fylgir, dags. 31.05.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 6. júlí ´99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 45 og að Bergstaðastræti 52.
536.99 Marargata 2, bílageymsla á lóðinni
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 12.5.99, um leyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr og geymslu á lóðinni nr. 2 við Marargötu, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð, ark., dags. ágúst ´98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 28.05.99. Málið var í kynningu frá 4. júní til 3. júlí 1999. Lagt fram bréf húseigenda að Marargötu 4, dags. 30.06.99, varðandi skilyrði um verklok.
Samþykkt. Bréfi húseiganda að Marargötu 4 vísað til Byggingarfulltrúa.
537.99 Rangársel 15, leikskóli, viðbygging
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf byggingardeildar, dags. 20.04.99, varðandi leikskólann Seljakot, lóðarstækkun og viðbyggingu, samkv. uppdr. byggingardeildar borgarverkfr., dags. 20.04.99. Einnig lagt fram bréf skólastjóra Ölduselsskóla, dags. 10.03.99, bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 17.03.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 23.04.99. Málið var í auglýsingu frá 26.05.-23.06.99, athugasemdafrestur var til 7. júlí 1999. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
538.99 Reykjafold 3, tengibygging á milli íb.húss og bílskúrs
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 12.5.99 um leyfi til að byggja tengibyggingu milli bílgeymslu og hússins á lóðinni nr. 3 við Reykjafold, samkvæmt uppdr. Arnar Sigurðssonar ark. dags. 2.5.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 11.03.99. Málið var í kynningu frá 4. júní til 3. júlí 1999. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
539.99 Síðumúli 12 og 14, viðbygging
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Arkform, dags. 08.03.99, varðandi hækkun á þökum bakhúsanna nr. 12 og 14 við Síðumúla og jafnframt breikka hús nr. 12 til vesturs, samkv. uppdr. Arkform, dags. í febr. 1999. Einnig lagt fram samþykki húseigenda Síðumúla 10, 12 og 14, dags. 25.02.99 og Síðumúla 16, dags. 09.03.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.99. Málið var í auglýsingu frá 26.05.-23.06.99, athugasemdafrestur var til 7. júlí ´99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
540.99 Síðumúli 24-26, opin bílgeymsla
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju bréf Páls Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 16.03.99 og 30.04.99, varðandi bílgeymslu við verslunar- og skrifstofuhús við Síðumúla 24-26, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 20.05.98, síðast br. 10.03.99. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 03.05.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.99. Málið var í auglýsingu frá 26.05.-23.06.99, athugasemdafrestur var til 7. júlí ´99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
541.99 Sjafnargata 5, kvistir
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.10.98, varðandi kvisti á norður- og austurhlið og kvist ásamt þaksvölum á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 5 við Sjafnargötu, samkv. uppdr. Hornsteina, dags. í ágúst 1998. Einnig lagðar fram umsagnir Árbæjarsafns, dags. 17.11.98 og 25.05.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 26.05.99. Málið var í kynningu frá 2. júní til 1. júlí 1999. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
542.99 Skipasund 38, kvistir
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingasrnefndar dags. 11.06 99 varðandi gerð kvista o.fl. á húsi nr. 38 við Skipasund skv. uppdr. Sverris Norðfjörð ark. dags. í maí 1999. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.07.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Skipasundi 33, 35, 36 og 40 sem og að Efstasundi 39, 41 og 43.
543.99 Tunguvegur 11, bílgeymsla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.07.99, varðandi bílgeymslu á lóðinni nr. 11 viðTunguveg, samkv. uppdr. Inga Gunnars Þórðarsonar, dags. 05.05.99, br. 16.06.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 12.07.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Tunguvegi 9 og 13 sem og að Básenda 8, 10 og 12.