Bergstaðastræti 71
Skjalnúmer : 5580
17. fundur 1999
Bergstaðastræti 71, viðbygging, verönd
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. júlí 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um leyfi til byggingar steinsteyptrar viðbyggingar við suðausturhlið kjallara og 1. hæðar og verönd við 1. hæð að Bergstaðastræti 71.
16. fundur 1999
Bergstaðastræti 71, viðbygging, verönd
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.04.99. Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við suðausturhlið kjallara og 1. hæðar og verönd við 1. hæð á lóðinni nr. 71 við Bergstaðastræti, samkv. uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar, dags. 17.03.99. Samþykki nágranna fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 26.05.99 og Borgarskipulags dags. 27.5.99. Málið var í kynningu frá 2. til 30. júní ´99. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
13. fundur 1999
Bergstaðastræti 71, viðbygging, verönd
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.04.99. Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við suðausturhlið kjallara og 1. hæðar og verönd við 1. hæð á lóðinni nr. 71 við Bergstaðastræti, samkv. uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar, dags. 17.03.99. Samþykki nágranna fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 26.05.99 og Borgarskipulags dags. 27.5.99.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna málið fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 70, 72 og 73 og Fjölnisvegi 6 og 8.