Reitur 1.173.0
Skjalnúmer : 5190
23. fundur 1999
Reitur 1.173.0, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. okt. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um deiliskipulag reits sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg.
22. fundur 1999
Reitur 1.173.0, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 14.07.99 að deiliskipulagi reits 1.173.0, sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 05.07.99 ásamt bréfi Spörtu ehf, dags. 23.06.99, varðandi byggingaframkvæmdir við Laugaveg 53B. Lagt fram bréf Jóns Sigurjónssonar, dags. 10.08.99. Málið var í auglýsingu frá 6. ágúst til 3. sept. athugasemdafrestur var til 17. september 1999. Alls bárust átta athugasemdir: athugasemdabréf Jóns Magnússonar hrl., dags. 08.09.99, Íbúasamtaka Skólavörðuholts, dags. 14.09.99, eigenda Laugavegar 53a, dags. 15.09.99, eigenda og íbúa Hverfisgötu 70, dags. 16.09.99, Gerplu ehf, dags. 16.09.99, eigenda Laugavegar 55, dags. 16.09.99, eigenda og íbúa Laugavegar 51b, dags. 15.09.99, eigenda og íbúa Hverfisgötu 68a, dags. 15.09.99, eigenda Laugavegar 49A. Lagt fram bréf Menningarmálanefndar, dags. 14.10.99, ásamt athugasemdum borgarminjavarðar við tillögur Húsverndarnefndar Reykjavíkur um húsin Laugavegur 49, 51b og Hverfisgötu 88a, dags. 12.10.99. Einnig lögð fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10.10.99 og 11.10.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 21.10.99 ásamt breyttum deiliskipulagsuppdrætti, dags. 19.10.99.
Fallist er á umsögn Borgarskipulags. Deiliskipulagstillagan samþykkt með 4 atkvæðum með þeim breytingum sem lagðar eru til í umsögn Borgarskipulags og fram koma á deiliskipulagsuppdrætti eins og honum var breytt 19.10.99 . (Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá)
17. fundur 1999
Reitur 1.173.0, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30.07.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19. s.m. um deiliskipulag á reit 1.173.0, Laugavegur 53B.
21. fundur 1999
Reitur 1.173.0, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 14.07.99 að deiliskipulagi reits 1.173.0, sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 05.07.99 ásamt bréfi Spörtu ehf, dags. 23.06.99, varðandi byggingaframkvæmdir við Laugaveg 53B. Lagt fram bréf Jóns Sigurjónssonar, dags. 10.08.99. Málið var í auglýsingu frá 6. ágúst til 3. sept. athugasemdafrestur var til 17. september 1999. Alls bárust átta athugasemdir: athugasemdabréf Jóns Magnússonar hrl., dags. 08.09.99, Íbúasamtaka Skólavörðuholts, dags. 14.09.99, eigenda Laugavegar 53a, dags. 15.09.99, eigenda og íbúa Hverfisgötu 70, dags. 16.09.99, Gerplu ehf, dags. 16.09.99, eigenda Laugavegar 55, dags. 16.09.99, eigenda og íbúa Laugavegar 51b, dags. 15.09.99, eigenda og íbúa Hverfisgötu 68a, dags. 15.09.99, eigenda Laugavegar 49A.
Frestað
16. fundur 1999
Reitur 1.173.0, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 14.07.99 að deiliskipulagi reits 1.173.0, sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 05.07.99 ásamt bréfi Spörtu ehf, dags. 23.06.99, varðandi byggingaframkvæmdir við Laugaveg 53B.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum (Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá) að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag á reitnum með þeirri breytingu að á lóðinni nr. 53B við Laugaveg verði umferðarkvöð í þágu Laugavegs 55.