Háagerði 1-79 og Sogavegur 98-106

Skjalnúmer : 5280

16. fundur 1999
Háagerði 1-79 og Sogavegur 98-106, skipulagsskilmálar, endurskoðun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.06.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 28. s.m. um auglýsingu á endurskoðuðu deiliskipulagi að Háagerði 1-79 og Sogavegi 98-106.


18. fundur 1999
Háagerði 1-79 og Sogavegur 98-106, skipulagsskilmálar, endurskoðun
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju greinargerð og skipulagsskilmálar Teiknistofunnar Hús og skipulags, dags. í júní 99, fyrir Háagerði 1-79 og Sogaveg 98-106, samkv. uppdr. sama, dags. í júní 1999. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.11.98, varðandi hækkun á þaki, yfirbyggingu á svalir og sýna ósamþykkt íbúð á lóðinni nr. 11 við Háagerði, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ARKO, dags. 18.09.98. Ennfremur lagt fram bréf Huldu Harðardóttur, dags. 25.05.99. Málið var í auglýsingu frá 14. júlí til 11. ágúst ´99, athugasemdafrestur var til 25. ágúst 1999. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt breyting á deiliskipulagi í samræmi við auglýsta tillögu.

15. fundur 1999
Háagerði 1-79 og Sogavegur 98-106, skipulagsskilmálar, endurskoðun
Lögð fram greinargerð og skipulagsskilmálar Teiknistofunnar Hús og skipulags, dags. í júní 99, fyrir Háagerði 1-79 og Sogaveg 98-106, samkv. uppdr. sama, dags. í júní 1999. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.11.98, varðandi hækkun á þaki, yfirbyggingu á svalir og sýna ósamþykkt íbúð á lóðinni nr. 11 við Háagerði, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ARKO, dags. 18.09.98. Ennfremur lagt fram bréf Huldu Harðardóttur, dags. 25.05.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem endurskoðað deiliskipulag.