Brekkuhús 1, Fiskislóð, Grafarvogur, Holtavegur/Þróttarsvæði, Jöklasel, Krókháls 12, Selásbraut/Vindás, Seljavegur 12, Skógarás 10, Skólavörðuholt, Umferðarmál, Ármúli 3, Básbryggja , Bergþórugata 4, Bogahlíð 12-18, Brúnastaðir 1-7, Dofraborgir 26, Egilsgata 3, Einimelur 22, Fálkagata 20B, Gorvík, Háskóli Íslands, Grafarholt, Gullinbrú, Háaleitisbraut 12, Laugardalur, Jafnasel 6, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Kjalarvogur , Knarrarvogur 2, Kringlan 9, Miðborg, þróunaráætlun, Laugarás, Hrafnista, Skildinganes 11, Viðarás 35A,

Skipulags- og umferðarnefnd

10. fundur 1998

Ár 1998, mánudaginn 11. maí kl. 10:00, var haldinn 10. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Margrét Sæmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Ágúst Jónsson og Magnús Sædal Svavarsson..
Þetta gerðist:


Brekkuhús 1, nýbygging, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi lóðarafmörkun nýbyggingar við Brekkuhús.


Fiskislóð, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23.02.98, varðandi skipulag reits sem afmarkast af Fiskislóð, Grunnslóð og Grandagarði.


Grafarvogur, gönguleiðir skólabarna
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi gönguleiðir skólabarna í Grafarvogi.


Holtavegur/Þróttarsvæði, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi deiliskipulag við Holtaveg-Þróttarsvæðið.


50">Jöklasel, lóðarskipting/skilmálar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi lóðarskiptingu og skilmála við Jöklasel.


Krókháls 12, aksturskvöð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi aksturskvöð að Krókhálsi 12.


Selásbraut/Vindás, leikskóli
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi afmörkun leikskólalóðar við Selásbraut-Vindás.


Seljavegur 12, leikskóli
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi leikskóla við Seljaveg 12.


Skógarás 10, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi nýbyggingu á lóð nr. 10 við Skógarás.


Skólavörðuholt, gönguleiðir skólabarna
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi gönguleiðir skólabarna á Skólavörðuholti.


Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi staðbundnar aðgerðir til aukningar umferðaröryggis.


Ármúli 3, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Einars E. Sæmundsen landslagsarkitekts, dags. 28.04.98, varðandi lóðarstækkun og frágang á lóð VÍS, samkv. uppdr. Landmótunar, dags. 03.12.97, síðast breytt 27.04.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 08.05.98.
Samþykkt

Básbryggja , nýbyggingar/lóðabreytingar
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98, varðandi aðkomu að húsum nr. 23-51 við Básbryggju í Bryggjuhverfi, bílastæðum og frágangi á hafnarbakka. Einnig lögð fram umsögn og tillaga Borgarskipulags að lóðarbreytingum, dags. 8. maí 1998.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn og tillögu Borgarskipulags, dags. 8. maí 1998, en gerir fyrirvara um bílastæði við bílskúra fyrir Básbryggju 51.

Bergþórugata 4, hækkun á þaki
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.03.98, varðandi hækkun á þaki hússins á lóðinni nr. 4 við Bergþórugötu, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð ark., dags. í mars 1998. Einnig lagt fram bréf Guðmundar Þ. Guðmundssonar f.h. íbúa á Bergþórugötu 3, dags. 20.04.98 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 29.04.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 29.4.98, og uppdr. að hækkun á þaki.

Bogahlíð 12-18, göngustígur
Lagt fram að nýju bréf Húsfélagsins Bogahlíð 12-18, dags. 26.09.97, varðandi göngustíg norðan hússins milli Bogahlíðar og Stakkahlíðar ásamt tillögu Borgarskipulags dags. 20.10.97 að lóðarafmörkun fyrir stíginn. Einnig lagt fram bréf húseigenda að Stakkahlíð 17, dags. 29.04.98.
Samþykkt

Brúnastaðir 1-7, breyting byggingarreits
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 15.04.98 varðandi erindi Haraldar Sumarliðasonar um leyfi til að fara 60 cm út fyrir byggingarreit á lóð nr. 1-7 við Brúnastaði skv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar ark. dags. í mars 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 24.04.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags og fellst því ekki á erindið.

Dofraborgir 26, lóðarstækkun
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf eigenda að Dofraborgum 26, dags. 17.03.98, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar. Einnig lagt fram samþykki nágranna dags. 17.03.98 og umsögn Borgarskipulags dags. 3.04.98. Ennfremur lögð fram umsögn umhverfismálaráðs frá 22.04.98.
Samþykkt

Egilsgata 3, stækkun
Lagt fram bréf Einars Páls Svavarssonar framkvæmdastjóra Domus Medica hf., dags. 07.05.98, varðandi ósk um stækkun 6. hæðar húss nr. 3 við Egilsgötu, samkv. uppdr. Garðars Halldórssonar, dags. 05.05.98.
Samþykkt að kynna erindið samkv. 7. mgr. 43. gr. laga 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Egilsgötu 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32, Þorfinnsgötu 2, Snorrabraut 60, 63 og 65, Flókagötu 1, Skeggjagötu 2, Heilsuverndarstöð og Droplaugarstöðum.

Einimelur 22, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 27.03.98 og 04.05.98, varðandi byggingu einbýlishúss, bílgeymslu og tónverkstæðis á lóð nr. 22 við Einimel skv. uppdr. Óla G.H. Þórðarsonar ark. dags. 18.03.98, br. 20. apríl 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 3.04.98. Ennfremur bréf Litlu Teiknistofunnar, dags. 22.04.98.
Samþykkt að kynna málið samkv. 7. mgr. 43. gr. laga 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Einimel 20, 24 og 26, Kaplaskjólsvegi 41 og 55 og Sundlaug Vesturbæjar.

Fálkagata 20B, endurbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 16.03.98, varðandi endurbyggingu húss á lóðinni nr. 20B við Fálkagötu, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar Aðalstræti 8, dags. 04.07.96, br. 02.09.96. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 3.04.98. Ennfremur lagt fram athugasemdabréf íbúa að Hjarðarhaga 13, dags. 04.05.98 og bréf Þórunnar S. Magnúsdóttur, dags. 24.04.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 8. maí 1998.
Nefndin samþykkir umsögn Borgarskipulags um þær athugasemdir sem bárust í kjölfar kynningar. Ennfremur samþykkir nefndin uppdrætti, dags. 4.7.1996, br. 2.9.1996, með þeim skilmálum sem í umsögn Borgarskipulags greinir.

Gorvík, skólagarðar
Lagt fram bréf frá fundi umhverfismálaráðs, dags. 06.05.98 og minnispunktar garðyrkjudeildar, dags. 08.05.98, varðandi fyrirkomulag skólagarða í Gorvík.
Samþykkt. Vísað til hverfisnefndar Grafarvogs til kynningar.

Háskóli Íslands, deiliskipulag
Lagt fram bréf Páls Skúlasonar rektors Háskóla Íslands, dags. 04.05.98 ásamt tillöguuppdr, Magga Jónssonar arkitekts, að deiliskipulagi Háskóla Íslands, eystri hluta, dags. 2. maí 1990, endursk. í apríl 1998.
Maggi Jónsson, arkitekt, kom á fundinn og kynnti deiliskipulagstillöguna.

Grafarholt, skipulag
Kynnt staða vinnu við skipulag íbúðasvæðis á Grafarholti, samkv. uppdr. Harðar Harðarsonar og Þorsteins Helgasonar, dags. 15.04.98.


Gullinbrú, stígatengsl
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 08.05.98, varðandi úrskurð skipulagsstjóra, framkvæmdaleyfi og útlit fyrirhugaðrar brúar yfir Grafarvog, samkv. teikningum Úti og Inni, dags. 06.05.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfi vegna breikkunar Gullinbrúar og byggingar nýrrar brúar. Leggja skal fyrir nefndina nánari tillögur um umferðarleiðir gangandi og hjólandi yfir Fjallkonuveg.
Vísað til kynningar í Hverfisnefnd Grafarvogs að því er varðar útlit brúar.


Háaleitisbraut 12, OLÍS
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98, varðandi endurnýjun olíugeyma, byggingu skyggnis o.fl. yfir afgreiðsluplan við bensínafgreiðslu OLÍS við Háaleitisbraut, samkv. uppdr. Teiknist. Ingimundar Sveinssonar, dags. í apríl, br. í maí 1998. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 24.04.98, varðandi stækkun lóðar OLÍS við Háaleitisbraut, ásamt bréfi OLÍS, dags. 16.04.98, bréfi umferðardeildar, dags. 22.04.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 6.5.1998.
Samþykkt að kynna erindið samkvæmt 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Háaleitisbraut 14 og Álftamýri 1-9 (oddatölur) og 2.
Skipulags- og umferðarnefnd óskar eftir því, að nánari útfærsla og litaval verði unnið í samráði við Borgarskipulag.


Laugardalur, ökutækjasafn Fornbílaklúbbs Íslands
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 16.03.98, varðandi fyrirhugað ökutækjasafn Fornbílaklúbbs Íslands, ásamt erindi Arnars Sigurðssonar form. klúbbsins, dags. 12.03.98 og minnispunktum Borgarskipulags, dags. 08.05.98
Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR, kom á fundinn og kynnti málið. Skipulags- og umferðarnefnd er jákvæð gagnvart erindi Fornbílaklúbbs Íslands um ökutækjasafn í Laugardal og vísar málinu til umsagnar umhverfismálaráðs.
Bókun Óskars D. Ólafssonar:
#Vegna erindis Fornbílaklúbbs Íslands um fyrirhugað ökutækjasafn í Laugardalnum.
Bent er á að í Húsdýragarðinum er íslenski hesturinn til staðar, merkisberi fyrstu tegundar landsamgangna hér á landi. Hér er kjörið tækifæri til þess að víkka nálgunina við fyrirhugað ökutækjasafn. Setja má upp safn um sögu landsamgangna á Íslandi í tengslum við fyrirhugað ökutækjasafn. Þá gæti verið fjallað um: Hesta, vagna, reiðhjól, sjálfrennireiðar, lestar, strætis- og rútuvagna svo og framtíðarhugmyndir um samgöngur frá framsýnum borgaryfirvöldum, þ.e. raf- og/eða vetnisdrifnar almenningssamgöngur í bland við óvarða umferð gangandi og hjólandi, ásamt hóflegri einkabílaumferð.#


Jafnasel 6, veitingastaður
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.02.98, varðandi leyfi til að innrétta veitingastað á þakhæð hússins á lóðinni nr. 6 við Jafnasel, samkv. uppdr. Teiknist. Garðastræti 17, dags. 05.05.94, br. 10.05.97. Einnig lagt fram bréf íbúa við Jakasel 7,9,11 og 13, dags. 16.04.98 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 24.04.98.
Frestað.

Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Lagt fram minnisblað um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til forsvarsmanna sveitarfélaganna og formanna skipulagsnefnda.
Skipulags- og umferðarnefnd óskar eftir að fá að fylgjast með framvindu svæðisskipulagningarinnar.

Kjalarvogur , deiliskipulag
Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 27.04.98, mótt. 07.05.98, varðandi tillögu að deiliskipulagi lóða við Kjalarvog nr. 7-9 og 14-16 og farmstöð Samskipa við Kjalarvog, Barkarvog og Holtaveg, samkv. uppdr. Gunnars og Reynis, arkitekta, dags. 27.04.98.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulagstillaga skv. 1. og 2.mgr.18. gr. laga nr. 73/1997.

Knarrarvogur 2, lóðarstækkun
Lögð fram tillaga Verkfræðistofunnar Forverks ehf, að breytingu á legu Súðarvogs að sunnanverðu, dags. í apríl 1998. Einnig lagt fram að nýju bréf Leifs Arnar Leifssonar f.h. Nýju sendibílastöðvarinnar hf., dags. 31.5.95, varðandi stækkun lóðar nr. 2 við Knarrarvog til austurs að Súðarvogi ásamt bréfi umhverfismálaráðs, dags. 14.08.95.

Samþykkt.

Kringlan 9, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Húss verslunarinnar, dags.23.3.98. varðandi nýbyggingu vestan við núverandi byggingu samkv. teikningum Ingimundar Sveinssonar arkitekts dags. 20.03.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23.03.98. Einnig lagt fram bréf Helgu Gunnarsdóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa Kringlunnar 1-3, dags. 8.5.98 og bréf Húsfélags Kringlunnar, dags. 3.5.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 11.5.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsagnir Borgarskipulags, dags. 23.3. og 11.5.1998. Ennfremur samþykkir nefndin framlagða tillögu Ingimundar Sveinssonar, arkitekts, dags. 28.3.98.

Miðborg, þróunaráætlun, starfsemissvæði
Kynnt drög að stefnumörkun fyrir starfsemissvæði, starfsemisflokka o.fl., sem er hluti af vinnu við þróunaráætlun og unnin er í samstarfi við BEAP.
Richards Abrams frá BEAP kom á fundinn og kynnti drögin. Vísað til borgarráðs til kynningar.

Laugarás, Hrafnista, hjúkrunarheimili
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Halldórs Guðmundssonar ark., dags. 10.03.98, varðandi byggingu hjúkrunarálmu ásamt dagvistunarrými fyrir aldraða á lóð Hrafnistu, samkv. uppdr. sama, dags. 07.03.98 og 12.03.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags.18.03.98.
Uppdrættir og umsögn Borgarskipulags samþykkt.

Skildinganes 11, einbýlishús
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98, varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 11 við Skildinganes, samkv. uppdr. Rúnars Gunnarssonar, dags. 19.04.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.1998.
Samþykkt að kynna málið samkvæmt 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Skildinganesi 9,13,11 og 6,8,10,12,14.

Viðarás 35A, breytt lóðarmörk
Lagt fram bréf eigenda parhússins nr. 35A við Viðarás, dags. 11.02.98, varðandi breytingu á lóðarmörkum, samkv. tillögu Borgarskipulags, dags. 06.05.98. Einnig lögð fram umsögn garðyrkjustjóra, dags. 06.05.98, ásamt samþykki meðlóðarhafa, dgs. 10.5.1998.

Samþykkt að kynna málið samkvæmt 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum í Viðarási 23,25,33,57,57A og 59.