Þróttarsvæði
Skjalnúmer : 7900
25. fundur 1998
Þróttarsvæði, lóðarmörk
Í framhaldi af bókun skipulags- og umferðarnefndar þann 22.06.98 er lagður fram breyttur uppdr. og skilmálar Teiknistofunnar Kanon arkitekta ehf. dags. 19. okt. 1998 varðandi mörk götu og lóða einbýlis- og parhúsa.
24. fundur 1998
Þróttarsvæði, lóðarmörk
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.10. á bókun skipulags- og umferðarnefndar 26.10. um breytt lóðarmörk á Þróttarsvæði.
23. fundur 1998
Þróttarsvæði, lóðarmörk
Í framhaldi af bókun skipulags- og umferðarnefndar þann 22.06.98 er lagður fram breyttur uppdr. og skilmálar Teiknistofunnar Kanon arkitekta ehf. dags. 19. okt. 1998 varðandi mörk götu og lóða einbýlis- og parhúsa.
Samþykkt.
15. fundur 1998
Þróttarsvæði, lóðarmörk
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.06.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22.06.98, um deiliskipulag Þróttarsvæðis.
10. fundur 1998
Þróttarsvæði, lóðarmörk
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi deiliskipulag við Holtaveg-Þróttarsvæðið.
13. fundur 1998
Þróttarsvæði, lóðarmörk
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta ehf að deiliskipulagi á svæði sem markast af Holtavegi, Sæbraut, Sæviðarsundi og Njörvasundi samkvæmt uppdráttum, greinargerð og skilmálum A, dags. 24.04.98, ásamt gögnum Almennu verkfræðistofunnar dags. í apríl 1998, varðandi hljóðstig og bókun umhverfismálaráðs, dags. 25.02.98. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 19.06.98.
Samþykkt. Endanleg ákvörðun um mörk götu og lóða einbýlis- og parhúsa er þó frestað.
6. fundur 1998
Þróttarsvæði, lóðarmörk
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.02.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23.02.98 um heimild til að auglýsa skipulag Þróttarsvæðis við Holtaveg.
9. fundur 1998
Þróttarsvæði, lóðarmörk
Lögð fram tillaga Kanon arkitekta ehf að deiliskipulagi á svæði sem markast af Holtavegi, Sæbraut, Sæviðarsundi og Njörvasundi samkvæmt uppdráttum, greinargerð og skilmálum A og B, dags. 24.04.98 ásamt gögnum Almennu verkfræðistofunnar dags. í apríl 1998, varðandi hljóðstig. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs, dags. 25.02.98. Ennfremur lagt fram bréf fulltrúa íbúa við Sæviðarsund, dags. 13.03.98, mótt. 16.04.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð að tillaga merkt A verði auglýst og kynnt skv. 1. og 2. mgr. 18. gr. laga 73/1997. Jafnframt er tillögu að skipulagsskilmálum vegna tillögu A vísað til byggingarnefndar.
5. fundur 1998
Þróttarsvæði, lóðarmörk
Lögð fram tillaga Kanon arkitekta ehf að rammaskipulagi á svæði sem markast af Holtavegi, Sæbraut, Sæviðarsundi og Njörvasundi samkvæmt uppdráttum og greinargerð dags. 20.02.98. Einnig lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 07.01.98 og gögn Almennu verkfræðistofunnar dags. feb. 1998 varðandi hljóðstig. Enn fremur lögð fram umsögn umferðardeildar Borgarverkfræðings dags. 12.02.98, varðandi aðkomu að svæðinu.
Höfundur kynnti. Vísað til umhverfismálaráðs. Borgarskipulagi falið að auglýsa kynningu á málinu sbr. forsögn dags. 12.09.1997.
24. fundur 1997
Þróttarsvæði, lóðarmörk
Lagðar fram til kynningar tillögur Kanon arkitekta ehf að deiliskipulagi á svæði sem markast af Holtavegi, Sæbraut, Sæviðarsundi og Njörvasundi, ásamt bréfi dags. 01.12.97. Einnig lögð fram forsögn Borgarskipulags að deiliskipulaginu, dags. 12.09.97, ásamt bréfi umferðardeildar, dags. 07.11.97 og 05.12.97.
Halldóra Bragadóttir, skipulagshöfundur kom á fundinn og kynnti tillögurnar. Frestað.
23. fundur 1994
Þróttarsvæði, íþróttahús Þróttar
Lagt fram bréf Gísla Halldórssonar f.h. Knattspyrnufélagsins Þróttar, dags. 24.2.94, varðandi byggingu íþróttahúss á lóð félagsins við Holtaveg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar hf. Ármúla 6, dags. 29.4.94. Einnig lagt fram bréf Tryggva E. Geirssonar, formanns Þróttar, dags. 22.2.94 og athugasemdir íbúa, dags.3.2.94 og 15.7.94.
Einnig lagðar fram yfirlýsingar eigenda Sæviðarsunds 84 og 96, dags. 22.10.94 um afturköllun á fyrri mótmælum vegna íþróttahúss Þróttar við Holtaveg.
Vísað til borgarráðs.
25. fundur 1994
Þróttarsvæði,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.11.1994 á bókun skipulagsnefndar frá 07.11.1994 um íþróttahús við Holtaveg.
7. fundur 1994
Þróttarsvæði,
Lagt fram bréf Gísla Halldórssonar f.h. Knattspyrnufélagsins Þróttar, dags. 24.2.94, varðandi byggingu íþróttahúss á lóð félagsins við Sæviðarsund, samkv. uppdr. Teiknistofunnar hf. Ármúla 6, dags. 24.2.94. Einnig lagt fram bréf Tryggva E. Geirssonar, formanns Þróttar, dags. 22.2.94 og athugasemdir íbúa, dags. 21.3.94.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið, enda eru ýmis vandkvæði því fylgjandi að byggja annarsstaðar á lóðinni og ekki verður séð að önnur staðsetning sé heppilegri.
5. fundur 1994
Þróttarsvæði, íþróttahús Þróttar
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar f.h. Knattspyrnufélagsins Þróttar, dags. 24.2.94, varðandi byggingu íþróttahúss á lóð félagsins við Sæviðarsund, samkv. uppdr. Teiknistofunnar hf. Ármúla 6, dags. 24.2.94. Einnig lagt fram bréf Tryggva E. Geirssonar, formanns Þróttar, dags. 22.2.94.
Frestað.
Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna fyrir húseigendum að Sæviðarsundi nr. 84,
88 og 92.
Frestað.
Borgarskipulag kynni tillöguna fyrir húseigendum að Sæviðarsundi nr. 84, 88 og 92.
3. fundur 1994
Þróttarsvæði, íþróttahús Þróttar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 12.1.94 varðandi erindi Knattspyrnufélagsins Þóttar um að reisa íþróttahús á lóð félagsins meðfram Holtavegi, samkv. uppdr. Teiknistofunnar hf. Ármúla 6, dags. 9.12.93. Einnig lagt fram bréf Gísla Halldórssonar, arkitekts, f.h. félagsins, dags. 10.1.94 og bréf Tryggva E. Geirssonar, formanns félagsins, dags. 20.1.94.
Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir tillögum að nýrri staðsetningu og gerð húss.