Umferðarmál
Skjalnúmer : 7559
13. fundur 2000
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagður fram að nýju listi umferðardeildar og gatnamálastjóra um staðbundnar aðgerðir fyrir árið 2000, dags. 17.5.00.
Suðurlandsbraut-Skeiðarvogur, þrenging úr austri og breikkun miðeyju. Synjað.
Ægissíða við Dunhaga, eyja og útvíkkun. Frestað. Umferðardeild falið að skoða málið.
13. fundur 2000
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagður fram listi umferðardeildar og gatnamálastjóra um staðbundnar aðgerðir fyrir árið 2000 dags. 17.5.00. Leiðrétt bókun frá 29.5.00.
Nefndin samþykkti eftirfarandi leiðréttingar á bókun nefndarinnar frá 29. maí 2000:
Dunhagi (Hagatorg-Hjarðarhagi,) alda, miðeyja og eyru.
Samþykkt með þeirri breytingu að aldan verði 30 km. alda.
Njarðargata-Bergstaðastræti, alda og eyru. Samþykkt
Njarðargata-Laufásvegur, alda og eyru. Frestað.
Selásbraut við Reykás, 40 km. steinlögð alda, eyja og útvíkkun. Samþykkt með þeirri breytingu að aldan verði 30 km. alda og eldri alda verði fjarlægð samtímis.
Súðarvogur, (Kleppsmýrarvegur-Knarrarvogur), tvær 40 km. öldur. Samþykkt með þeirri breytingu að settar verði tvær 30 km. samöldur.
Hringbraut-Meistaravellir, stöðvunarskylda. Samþykkt.
13. fundur 2000
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. júní 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. f.m. um ýmsar staðbundnar aðgerðir í umferðarmálum
11. fundur 2000
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagður fram listi umferðardeildar og gatnamálastjóra um staðbundnar aðgerðir fyrir árið 2000 dags. 17.5.00.
Barmahlíð (Langahlíð-Stakkahlíð) 30 km. alda. Samþykkt.
Barónsstígur-Bergþórugata, stöðvunarskylda. Samþykkt.
Bólstaðarhlíð, snjóbræðsla að SVR biðstöð. Samþykkt.
Dunhagi (Hagatorg-Hjarðarhagi), alda, miðeyja og eyru. Samþykkt.
Korpúlfsstaðavegur, tvær gangbrautir og öldur. Samþykkt.
Njarðargata-Bergstaðastræti, alda og eyru. Frestað.
Njarðargata-Laufásvegur, alda og eyru. Samþykkt.
Selásbraut við Reykás, 40 km. steinlögð alda, eyja og útvíkkun. Samþykkt, eldri alda verði fjarlægð samtímis.
Suðurlandsbraut-Skeiðarvogur, þrenging úr austri og breikkun miðeyju. Frestað.
Sogavegur, miðeyja, steinlögð alda og sameining biðstöðva. Samþykkt.
Súðarvogur, (Kleppsmýrarvegur-Knarravogur), tvær 40 km. öldur. Samþykkt að setja tvær samöldur.
Ægissíða við Dunhaga, eyja og útvíkkun. Frestað.
Umfjöllun um aðrar aðgerðir frestað.
10. fundur 2000
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagður fram listi umferðardeildar og gatnamálastjóra um staðbundnar aðgerðir fyrir árið 2000.
Frestað
25. fundur 1998
Umferðarmál, umferðartalningar
Lagðar fram niðurstöður sniðtalninga umferðardeildar borgarverkfræðings fyrir árið 1998.
12. fundur 1998
Umferðarmál, viðurkenning
Lagt fram bréf Framkvæmdastjórnar átaksins "öryggi barna - okkar ábyrgð" dags. 18.05.98 ásamt viðurkenningu til skipulags- og umferðarnefndar dags. 29.05.98 fyrir að huga vel að velferð gangandi vegfarenda með lagningu göngustíga, hjólreiðastíga, göngu og hjólabrúa, með því að draga úr ökuhraða og fyrir að tryggja börnum öruggari gönguleið í og úr skóla.
10. fundur 1998
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi staðbundnar aðgerðir til aukningar umferðaröryggis.
9. fundur 1998
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.4. á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um ýmsar aðgerðir í umferðarmálum. Borgarráð sendi erindið til lögreglustjóra til kynningar.
9. fundur 1998
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings dags. 17.03.98 varðandi staðbundnar aðgerðir í umferðarmálum. Ennfremur lagt fram yfirlit umferðardeildar, dags. 27.1.98 um valkosti í umferðaröryggismálum 1998.
Einnig rætt um aðkomu að Árskógum. Borgarverkfræðingur upplýsti að tillögur þar að lútandi verða unnar í tengslum við mislæg gatnamót Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða þær tillögur, sem fram koma í bréfi borgarverkfræðings, dags. 17.3.98, með þeim athugasemdum að unnið verði áfram með tillögur um aðgerðir við Suðurgötu og við Suðurgötu/Vonarstræti.
8. fundur 1998
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 17.03.98 varðandi staðbundnar aðgerðir í umferðarmálum. Ennfremur lagt fram yfirlit umferðardeildar, dags. 27.1.98 um valkosti í umferðaröryggismálum 1998.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð að það samþykki tillögu borgarverkfræðings um að á þessu ári komi til framkvæmda þær aðgerðir í umferðarmálum, sem skipulags- og umferðarnefnd hefur þegar samþykkt, sem samtals er áætlað að kosti um 13.0 milljónir króna.
5. fundur 1998
Umferðarmál, lagning bifreiða á gangstéttum
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða svofellda ályktun:
"Bifreiðar á gangstéttum eru farartálmi fyirir gangandi vegfarendur einkum þá sem eru hreyfihamlaðir og auka einnig slysahættu blindra og sjónskertra í umferðinni. Þetta vill skipulags- og umferðarnefnd taka fram að gefnu tilefni."
5. fundur 1998
Umferðarmál, kynningarátak um umferðarhraða
Lagt fram bréf Margrétar Sæmundsdóttur, dags. 19.02.98 um átak gegn of hröðum akstri. Ennfremur lagðar fram svofelldar tillögur:
1. Tillaga: "Reykjavíkurborg óski eftir samstarfi við lögregluna í Reykjavík, Vegagerðina og Umferðarráð um gerð skjáauglýsinga fyrir sjónvarp með ábendingum um leyfilegan hámarkshraða umferðar í borginni."
2. Tillaga: "Umferðardeild og Borgarskipulagi verði falið að gera fræðsluefni um gildandi hraðatakmarkanir í borginni. Lagt er til að ritinu verði, m.a. dreift til lögreglu, á heilsugæslustöðvar, félagsmiðstöðvar, Ráðhús Reykjavíkur og aðrar borgarskrifstofur." Tillögunum fylgir greinargerð.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir báðar tillögurnar samhljóða.
4. fundur 1998
Umferðarmál, hægri beygja á rauðu ljósi
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi ályktun í tilefni af framlagðri þingsályktunartillögu um að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi:
"Skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur telur að ef leyfð verði hægri beygja á móti rauðu ljósi muni það leiða til aukinnar slysahættu á gatnamótum. Tillagan er í andstöðu við markmið umferðaröryggisáætlunar Reykjavíkur um fækkun umferðarslysa. Breytingar þær sem tillagan gerir ráð fyrir hafa væntanlega mest áhrif á vegfarendur í Reykjavík því er nauðsynlegt að borgaryfirvöld fái tillöguna til umsagnar."
22. fundur 1997
Umferðarmál, umferðartalningar
Lagt fram bréf umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 10.11.97, ásamt niðurstöðum árlegra sniðtalninga í borginni.
6. fundur 1998
Umferðarmál, hópferðabílar
Lagt fram bréf Umferðarráðs, dags. 22.09.97, varðandi aðstöðu hópbifreiða við gatnamót og verslanir. Einnig lögð fram umsögn borgarverkfræðings, dags. 19.02.98.
14. fundur 1997
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarrráðs um samþykkt borgarráðs 10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um staðbundnar aðgerðir í umferðarmálum.
12. fundur 1997
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.05.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um umferðaröryggismál.
11. fundur 1997
Umferðarmál, valkostir í umferðarmálum
Lagt fram bréf Hilmars Þorbjörnssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í umferðardeild, dags. 4.4.97. varðandi valkosti í umferðarmálum.
12. fundur 1997
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram bréf Ólafs Bjarnasonar f.h. borgarverkfræðings, dags. 04.06.97, um tillögur um framkvæmdir tengdar úrbótum í umferðaröryggismálum.
Samþykkt með fyrirvara um að athuga þarf nánar með gatnamót Hátúns og Nóatúns vegna umferðarlaga og staðsetningu grindverks við Háaleitisbraut.
11. fundur 1997
Umferðarmál, Samstarfsnefnd lögreglunnar á Suðvesturlandi
Lögð fram að nýju fundargerð Samstarfsnefndar lögreglunnar á Suðvesturlandi í umferðarmálum, dags. 22.4.97, ásamt niðurstöðu Borgarskipulags, varðandi þátttöku Reykjavíkurborgar í málinu.
11. fundur 1997
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 02.04.97, um tillögur um framkvæmdir tengdar úrbótum í umferðaröryggismálum, ásamt bréfi borgarverkfræðings dags. 3.4.97, og öðrum fylgigögnum.
Vísað til umferðardeildar borgarverkfræðings og gatnamálastjóra.
10. fundur 1997
Umferðarmál, Samstarfsnefnd lögreglunnar á Suðvesturlandi
Gunnar Jóhann Birgisson lagði fram fundargerð Samstarfsnefndar lögreglunnar á Suðvesturlandi, í umferðarmálum, dags. 22.4.97.
Nefndin lýsir yfir áhuga á að taka þátt í verkefninu og felur Borgarskipulagi og umferðardeild borgarverkfræðings að vinna að þáttöku borgarinnar í því.
9. fundur 1997
Umferðarmál, Samstarfsnefnd lögreglunnar á Suðvesturlandi
Kynnt starfsemi umferðardeildar borgarverkfr. Baldvin E. Baldvinsson, yfirverkfr. kynnti.
7. fundur 1997
Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 02.04.97, um tillögur um framkvæmdir tengdar úrbótum í umferðaröryggismálum, ásamt fylgigögnum. Einnig lögð fram bréf umferðareildar borgarverkfræðings dags. 4.4.97. um valkosti í umferðaröryggismálum 1997 og tillögur um lagfæringu á svartblettum árið 1997. Ólafur Stefánsson deildarstjóri Gatnamálastjóra, Baldvin Baldvinsson yfirverkfr., umferðardeildar og Gunnar H. Gunnarsson verkfr. umferðardeildar kynntu.
Kynning.
Skipulags- og umferðarnefnd fer þess á leit við borgarráð að veitt verði 8 milljón króna aukafjárveiting til umferðaröryggismála, þar sem fjárveiting síðasta árs var ekki að fullu nýtt.
3. fundur 1996
Umferðarmál, Samstarfsnefnd lögreglunnar á Suðvesturlandi
Kynnt drög umferðardeildar að umferðarkönnun.