Skólavörðuholt

Skjalnúmer : 9233

10. fundur 1998
Skólavörðuholt, gönguleiðir skólabarna
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi gönguleiðir skólabarna á Skólavörðuholti.


9. fundur 1998
Skólavörðuholt, gönguleiðir skólabarna
Lagt fram bréf umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 24.04.98, varðandi tillögur um aðgerðir á gönguleiðum skólabarna á Skólavörðuholti.
Samþykkt.

6. fundur 1998
Skólavörðuholt, Templarahöllin, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.02.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23.02.98 um lóðarafmörkun fyrir Templarahöllina, Skólavörðuholti.


5. fundur 1998
Skólavörðuholt, Templarahöllin, lóðarafmörkun
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 12.02.98, að lóðarafmörkun Eiríksgötu 5.
Samþykkt.

15. fundur 1996
Skólavörðuholt, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.06.96 á bókun skipulagsnefndar frá 24.06.96 um Skólavörðuholt, deiliskipulag.



14. fundur 1996
Skólavörðuholt, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur og Ögmundar Skarphéðinssonar að deiliskipulagi Skólavörðuholts, unnið fyrir Borgarskipulag. Einnig lagt fram bréf Sigríðar Guðmundsdóttur, dags. 3.6.96.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna samhljóða. Ennfremur samþykkir nefndin svofellda bókun: "Skipulagsnefnd leggur til að barnaheimilið Ós fái til ráðstöfunar allan hluta lóðanna nr. 18 og 20 við Bergþórugötu, sbr. mæliblað lóðanna, dags. 22.7.86. Í stað þeirra bílastæða sem Iðnskólinn hefur haft afnot af á lóðunum komi merkt bílastæði við Vitastíg. Einnig leggur nefndin til að "vinnuhópur um afmörkun stofnanalóða" vinni að endanlegri afmörkun lóða annarra stofnana á Skólavörðuholti, þ.e. Iðnskólans, Vörðuskóla og lóð templara". Ennfremur mælir skipulagsnefnd með að við framkvæmdir á Skólavörðuholti verði tekið tillit til Wegenersúlunnar.

10. fundur 1996
Skólavörðuholt, skipulag
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 21.3.96 varðandi skipulag Skólavörðuholts. Einnig lögð fram tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur og Ögmundar Skarphéðinssonar að skipulagi Skólavörðuholts, dags. í maí 1996 ásamt bókunum umhverfismálaráðs frá 17.8.94 og umferðarnefndar frá 6.10.94.
Frestað. Gera skal nánari grein fyrir gönguleiðum og lóðamörkum.

7. fundur 1996
Skólavörðuholt,
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 21.3.96 varðandi skipulag Skólavörðuholts. Einnig lögð fram tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur og Ögmundar Skarphéðinssonar að skipulagi Skólavörðuholts, dags. í mars 1996 ásamt bókunum umhverfismálaráðs frá 17.8.94 og umferðarnefndar frá 6.10.94.
Skipulagshöfundarnir komu á fundinn og gerðu grein fyrir tillögu sinni.
Frestað.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart tillögunni og samþykkir fyrir sitt leyti að haldið verði áfram undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðra framkvæmda næst kirkjunni í sumar.


20. fundur 1994
Skólavörðuholt, skipulag
Lögð fram tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur, landslagsarkitekts og Ögmundar Skarphéðinssonar, arkitekts, að skipulagi Skólavörðuholts. Einnig lagðar fram athugasemdir vegna kynningar og umsögn skipulagshöfunda, dags. 23.9.94, og umsögn umhverfismálaráðs.
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt kom á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Frestað

17. fundur 1994
Skólavörðuholt, skipulag
Lögð fram til kynningar tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur, landslagsarkitekts og Ögmundar Skarphéðinssonar, arkitekts, að skipulagi á Skólavörðuholti.

Höfundar kynntu tillöguna.
Vísað til umferðarnefndar hvað varðar umferð, vísað til almennrar kynningar.