Jafnasel 6

Skjalnúmer : 9721

1. fundur 1999
Jafnasel 6, veitingarekstur
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar f.h. borgarráðs, dags. 22.12.98, varðandi umsögn Borgarskipulags frá 14. s.m. um veitingarekstur að Jafnaseli 6. Borgarráð féllst fyrir sitt leyti á að mæla með leyfi til veitingareksturs að öðrum skilyrðum fullnægðum.


14. fundur 1998
Jafnasel 6, veitingastaður
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.02.98, varðandi leyfi til að innrétta veitingastað á þakhæð hússins á lóðinni nr. 6 við Jafnasel, samkv. uppdr. Teiknist. Garðastræti 17, dags. 05.05.94, br. 10.05.97. Einnig lagt fram bréf íbúa við Jakasel 7,9,11 og 13, dags. 16.04.98 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 24.04.98.
Með vísan til mótmæla nágranna synjar nefndin erindinu.

10. fundur 1998
Jafnasel 6, veitingastaður
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.02.98, varðandi leyfi til að innrétta veitingastað á þakhæð hússins á lóðinni nr. 6 við Jafnasel, samkv. uppdr. Teiknist. Garðastræti 17, dags. 05.05.94, br. 10.05.97. Einnig lagt fram bréf íbúa við Jakasel 7,9,11 og 13, dags. 16.04.98 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 24.04.98.
Frestað.

7. fundur 1998
Jafnasel 6, veitingastaður
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.02.98, varðandi leyfi til að innrétta veitingastað á þakhæð hússins á lóðinni nr. 6 við Jafnasel, samkv. uppdr. Teiknist. Garðastræti 17, dags. 05.05.94, br. 10.05.97. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 18.03.98.
Samþykkt að kynna erindið fyrir nágrönnum.

26. fundur 1995
Jafnasel 6, notkun
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.9.95, varðandi erindi Jafnasels hf. um að innrétta húsnæði á 2. hæð að Jafnaseli 6 fyrir almenna mat- og veitingasölu skv. uppdr. Kristins Ragnarssonar, dags. 15.8.87, br. 5.5.1994. Einnig lagðar fram athugasemdir íbúa dags. 2.11.95.
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið.

25. fundur 1995
Jafnasel 6, notkun
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.9.95, varðandi erindi Jafnasels hf. um að innrétta húsnæði á 2. hæð að Jafnaseli 6 fyrir almenna mat- og veitingasölu skv. uppdr. Kristins Ragnarssonar, dags. 15.8.87, br. 5.5.1994. Einnig lagðar fram athugasemdir íbúa dags. 2.11.95.
Frestað.

22. fundur 1995
Jafnasel 6, notkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.9.95, varðandi erindi Jafnasels hf. um að innrétta húsnæði á 2. hæð að Jafnaseli 6 fyrir almenna mat- og veitingasölu. Einnig lagðir fram uppdr. Kristins Ragnarssonar, dags. 15.8.87, br. 5.5.1994.
Frestað. Borgarskipulagi falið að kynna erindið fyrir nágrönnum..

9. fundur 1995
Jafnasel 6, landnotkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 15.3.95 varðandi veitingasölu á efri hæð húss nr. 6 við Jafnasel, sem er á iðnaðarsvæði.

Vísað til Borgarskipulags til meðferðar við endurskoðun aðalskipulags.

15. fundur 1994
Jafnasel 6, landnotkunarbreyting
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.7.94, varðandi ósk Jafnasels hf. um að breyta iðnaðarhúsnæði að Jafnaseli 6 í veitingasölu og íbúð samkv. uppdr. Kristins Ragnarssonar, dags. 15.8.87, br. 5.5.94.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið samhljóða, en með fyrirvara að því er varðar veitingasal á 2.hæð.

12. fundur 1994
Jafnasel 6, breytt notkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.5.94, varðandi ósk Jafnasels hf. um að breyta iðnaðarhúsnæði að Jafnaseli 6 í veitingasölu og íbúð samkv. uppdr. Kristins Ragnarssonar, dags. 15.8.87, br. 5.5.94.

Frestað.