Einimelur 22
Skjalnúmer : 6972
9. fundur 1999
Einimelur 22, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.3.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15. s.m. um nýbyggingu að Einimel 22.
7. fundur 1999
Einimelur 22, nýbygging
Lagt fram bréf Jóns Ólafssonar ark., dags. 09.03.99, varðandi byggingu einbýlishúss að Einimel 22, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Hús og skipulag, dags. 02.03.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 11.03.99.
Samþykkt
15. fundur 1998
Einimelur 22, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 07.07.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29.06.98, varðandi nýbyggingu að Einimel 22.
14. fundur 1998
Einimelur 22, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 04.05.98, varðandi byggingu einbýlishúss, bílgeymslu og tónverkstæðis á lóð nr. 22 við Einimel skv. uppdr. Óla G.H. Þórðarsonar ark. dags. 18.03.98, br. 20. apríl 1998 ásamt bréf Litlu Teiknistofunnar, dags. 22.04.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 3.04.98. Ennfremur lögð fram bréf Hafsteins Hafsteinssonar, dags. 11.06.98, bréf íbúa á Einimel 26, dags. 11.06.98, bréf Hauks Harðarsonar arkitekts, mótt. 15.06.98 og bréf Jóns Ólafssonar, dags. 16.06.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 19.06.98 og breyttri tillögu Óla G.H. Þórðarsonar, dags. 24.06.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir, með 3 samhljóða atkvæðum umsögn Borgarskipulags um athugasemdir sem bárust í kjölfar kynningar, dags. 19.6.98, ásamt tillögu að uppbyggingu lóðarinnar dags. 18.3.98, breytt 20.4.98 og 24.6.98. Nefndin vekur athygli á að hæð hússins hefur verið minnkuð um 1,05 m eftir að tillagan var kynnt. Ennfremur vísar nefndin til bréfs Jóns Ólafssonar, dags. 16.6.98 um fyrirhugaða starfsemi á tónverkstæði. (Inga Jóna Þórðardóttir og Halldór Guðmundsson sátu hjá).
10. fundur 1998
Einimelur 22, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 27.03.98 og 04.05.98, varðandi byggingu einbýlishúss, bílgeymslu og tónverkstæðis á lóð nr. 22 við Einimel skv. uppdr. Óla G.H. Þórðarsonar ark. dags. 18.03.98, br. 20. apríl 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 3.04.98. Ennfremur bréf Litlu Teiknistofunnar, dags. 22.04.98.
Samþykkt að kynna málið samkv. 7. mgr. 43. gr. laga 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Einimel 20, 24 og 26, Kaplaskjólsvegi 41 og 55 og Sundlaug Vesturbæjar.