Bakkasel 29, Hólaberg 74, Kjalarnes, Vallá, Kjalarnes, Árvellir, Klettasvæði, Lynghagi 2, Miðborg, þróunaráætlun, Reitur 1.173.0, Borgarskipulag Reykjavíkur, Umferðardeild borgarverkfræðings, Borgartún 39, Eiríksgata 5, Dyngjuvegur 9 og 11, Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, Laugardalur, matvagn, Naustabryggja 2-4 og Básbryggja 1-3, Tryggvagata, Miðborgin, Nýlendugata 32, Efstasund 69, Klapparstígur 20, Lambastekkur 2-8, Laugavegur 114, Neðstaberg 1, Suðurhús 7, Víðidalur, dýraspítali,

Skipulags- og umferðarnefnd

23. fundur 1999

Ár 1999, mánudaginn 8. nóvember kl. 09:00, var haldinn 23. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Guðmundur Haraldsson, Óskar Bergsson og Júlíus V. Ingvarsson Áheyrnarfulltrúi Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir. Embættismenn: Magnús Sædal, Ólafur Stefánsson, Jón Á. Halldórsson, Guðrún Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Margrét Þormar, Stefán Finnsson, Baldvin Baldvinsson og Ólafur Bjarnason. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


742.99 Bakkasel 29, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. okt. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um lóðarstækkun að Bakkaseli 29.


743.99 Hólaberg 74, breytt notkun
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. okt. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um Hólaberg 74, breytta notkun.


744.99 Kjalarnes, Vallá, br. aðalskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 21.10.99 á bréfi skipulagsstjóra frá 11. s.m. um breytingu á aðalskipulagi að Vallá á Kjalarnesi.


745.99 Kjalarnes, Árvellir, meðferðarheimili
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. okt. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um meðferðarheimili að Árvöllum á Kjalarnesi.


746.99 Klettasvæði, br. á deiliskipulagi og br. á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. okt. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um Klettasvæði, breytingu á deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur.


747.99 Lynghagi 2, byggja yfir svalir
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. okt. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um yfirbyggingu yfir svalir að Lynghaga 2.


748.99 Miðborg, þróunaráætlun, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. okt. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um þróunaráætlun miðborgar, staðbundna byggingarsamþykkt fyrir miðborgarsvæði Reykjavíkur og breytingu á aðalskipulagi.


749.99 Reitur 1.173.0, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. okt. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25. s.m. um deiliskipulag reits sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg.


750.99 Borgarskipulag Reykjavíkur, starfsáætlun
Lögð fram starfsáætlun Borgarskipulags Reykjavíkur, dags. 4. nóvember 1999.
Þorvaldur S. Þorvaldsson kynnti

751.99 Umferðardeild borgarverkfræðings, starfsáætlun
Lögð fram starfsáætlun umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 5. nóvember 1999.
Baldvin Baldvinsson kynnti.

752.99 Borgartún 39, br. á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkitekta Skógahlíð, dags. 8. sept. 1999. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 39 við Borgartún. Málið var í kynningu til 20. okt. 1999. Lögð fram athugasemdabréf eigenda 3. h. t.v. í Borgartúni 33, dags. 07.10.99, Umferðarráðs, dags. 19.10.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 20.10.99 ásamt umsögn umferðardeildar dags. 12.10.99.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags og umferðardeildar.

753.99 Eiríksgata 5, stækkun á inngangi og inndregnu þakhýsi
Lagt fram bréf Björns Skaptasonar arkitekts, dags. 25.10.99, um að stækka inngang á norðurhlið og einnig að bæta við inndregið þakhýsi á 4. hæð, samkv. uppdr. Atelier arkitekta, dags. í okt. 1999. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 1. nóv. 1999.
Frestað

754.99 Dyngjuvegur 9 og 11, tillaga að deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 26. okt. 1999, að skiptingu lóðar að Dyngjuvegi 9-11. Einnig lagt fram bréf Lögmanna, dags. 27.10.99, ásamt bréfi borgarráðs, dags. 31.07.63.
Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. laga nr. 73/1997.

755.99 Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, br. á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Arkitekta Skógarhlíð, dags. 21.10.99, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð Íslandsbanka að Kirkjusandi 2, samkv. uppdr. ASK arkitekta, dags. 18.10.99.
Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlagða uppdrætti, sbr. 25. gr. laga nr. 73/1997.

756.99 Laugardalur, matvagn, endurnýjun
Lagt fram bréf Ragnars Ólafssonar arkitekts, dags. 25.03.99, varðandi endurnýjun á eldri söluturni (matvagni) í Laugardal, samkv. uppdr. Arkitekta Tjarnargötu 4, dags. 15.02.99.
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu. Umsækjanda er bent á að sækja um byggingarleyfi þar sem það er forsenda þess að hægt sé að kynna erindið.

757.99 Naustabryggja 2-4 og Básbryggja 1-3, sameining lóða
Lagt fram bréf Björgunar ehf, dags. 01.11.99, varðandi beiðni um sameiningu lóðanna Naustabryggju 2-4 og Básbryggju 1-3 ásamt bréfi Björns Ólafs arkitekts, dags. 05.11.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 05.11.99.
Fallist er á umsögn Borgarskipulags og erindið samþykkt með kvöð um 3m breiðan stíg á sama stað og skipulag gerir ráð fyrir slíkum stíg.

758.99 Tryggvagata, bílastæði og frágangur
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 20.10.99, varðandi bílastæði í Tryggvagötu, samkv. uppdr. umferðardeildar, dags. í okt. 1999.
Samþykkt 5 gjaldskyld bílastæði, sunnan við Tryggvagötu til móts við Hafnarhúsið, samkvæmt framlögðum uppdrætti umferðardeildar.

759.99 Miðborgin, skýli vegna leigubíla
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 20.10.99, varðandi staðsetningu á skýlum fyrir farþega leigubíla í miðborginni, samkv. uppdr. byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 19.10.99 og 03.11.99.
Samþykkt með þremur atkvæðum. Júlíus Vífill Ingvarsson og Inga Jóna Þórðardóttir sátu hjá.

760.99 10">Nýlendugata 32, flutningshús (var áður Hverfisgata 96)
Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 15.10.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kvisti, breyta viðbyggingu við húsið sem stóð á lóðinni nr. 96 við Hverfisgötu og reisa það á lóð við Nýlendugötu sem byggingarfulltrúi leggur til að verði tölusett nr. 32 við Nýlendugötu, samkv. uppdr. Tækniþjónustunnar Verktaka ehf, dags. í sept. 1999. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 21.10.99. Jafnframt lagt fram samþykki Árna Jóhannessonar, mótt 8.11.99, samþ. Sveinbjarnar R. Gunnarssonar, mótt 8.11.99. samþ. Sólveigar Sveinbjarnardóttur, Guðmundar K. Birgissonar og Kristínar Þ. Tómassonar mótt. 8.11.99.

Samþykkt

761.99 Efstasund 69, bílskúr og geymsla
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.09.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta bílgeymslu á norðausturhorni lóðarinnar nr. 69 við Efstasund, samkv. uppdr. Tækniþjónustunnar sf, dags. 01.07.99, br. 12.10.99. Þinglýst yfirlýsing nágranna dags. 20. mars 1998 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 04.11.99.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum við Efstasund 67, 68, 70, 71 og Skipasund 60, 62 og 64 á grundvelli 2. mgr. 23. gr. laga nr 73/1997 sbr. 7. mgr. 43. gr. sömu laga.

762.99 Klapparstígur 20, íbúðarhótel
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.99, varðandi íbúðarhótel á lóðinni nr. 20 við Klapparstíg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í nóv. 1997, br. í október 1998. Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags, dags. 13.07.99 og 25.08.99. Málið var í auglýsingu til 13. okt., athugasemdafrestur var til 27. okt. 1999. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

763.99 Lambastekkur 2-8, stækkun á anddyri og bílg./ hús nr. 4
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 15.10.99, þar sem sótt er um leyfi til að stækka anddyri til norðurs og byggja bílgeymslu við hús nr. 4 á lóðinni nr. 2-8 við Lambastekk, samkv. uppdr. Teiknistofu NG, dags. í sept. 1999. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 03.11.99.

Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Lambastekk 1, 2, 3 og 8 á grundvelli 2. mgr. 23. gr. laga nr. 73/1997 sbr. 7. mgr. 43. gr. sömu laga.

764.99 ">Laugavegur 114, viðbygging
Að lokinni kynningu eru lagðir fram að nýju uppdr. Gunnars og Reynis sf. dags. 30.08.99 varðandi hús Tryggingastofnunar að Laugavegi 114. Sótt er um að nota þak útbyggingar við suðurhlið sem svalir fyrir 2. hæð. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.99. Málið var í kynningu til 21. okt. 1999. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

765.99 Neðstaberg 1, stækkun á garðskála
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.10.99, þar sem sótt er um leyfi til að byggja garðskála, sem er stærri en áður var samþykkt, áfastan húsinu nr. 1 við Neðstaberg, samkv. uppdr. Ásbjörns Þorvarðssonar, dags. í nóv. 1981, br. í júlí 1995. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 23. september 1999.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Neðstabergi 2, 12 og 13 á grundvelli 2. mgr. 23. gr. laga nr. 73/1997 sbr. 7. mgr. 43. gr. sömu laga.

766.99 Suðurhús 7, turnbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 03.11.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja útsýnisstofu úr timbri ofan á húsið á lóðinni nr. 7 við Suðurhús, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 15.07.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23.09.99.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Suðurhúsum 2, 4, 5 og 9 á grundvelli 2. mgr. 23. gr. laga nr. 73/1997 sbr. 7. mgr. 43. gr. sömu laga.

767.99 Víðidalur, dýraspítali, breyting á lóðarmörkum
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf arkitektastofunnar Glámu-Kím, dags. 30.07.99, varðandi breytingar á lóðarmörkum og staðsetningu byggingarreits dýraspítalans við Vatnsendaveg, samkv. uppdr. Glámu-Kím, dags. 21.10.99. Einnig lagt fram samþykki stjórnar Hestamannafélagsins Fáks, dags. 30. júlí 1999. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 18.08.99. Málið var í auglýsingu til 20. okt., athugasemdafrestur var til 3. nóv. 1999. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.