Suðurhús 7
Skjalnúmer : 7026
2. fundur 2000
Suðurhús 7, turnbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. janúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um turnbyggingu að Suðurhúsum 7.
1. fundur 2000
Suðurhús 7, turnbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 03.11.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja útsýnisstofu úr timbri ofan á húsið á lóðinni nr. 7 við Suðurhús, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 15.07.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23.09.99. Málið var í kynningu til 9. desember 1999. Lagt fram athugasemdabréf íbúa Suðurhúss 2, dags. 30.11.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 06.01.00.
Fallist á umsögn Borgarskipulags. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi á grundvelli kynntra teikninga.
23. fundur 1999
Suðurhús 7, turnbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 03.11.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja útsýnisstofu úr timbri ofan á húsið á lóðinni nr. 7 við Suðurhús, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 15.07.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23.09.99.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Suðurhúsum 2, 4, 5 og 9 á grundvelli 2. mgr. 23. gr. laga nr. 73/1997 sbr. 7. mgr. 43. gr. sömu laga.