Dyngjuvegur 9 og 11
Skjalnúmer : 5385
6. fundur 2000
Dyngjuvegur 9 og 11, tillaga að deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. febrúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. s.m. um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi að Dyngjuvegi 9-11.
24. fundur 1999
Dyngjuvegur 9 og 11, tillaga að deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. nóv. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi að Dyngjuvegi 9 og 11.
4. fundur 2000
Dyngjuvegur 9 og 11, tillaga að deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 26.10.99, síðast br. 16.02.00, að skiptingu lóðar að Dyngjuvegi 9-11. Einnig lagt fram bréf Lögmanna, dags. 27.10.99, ásamt bréfi borgarráðs, dags. 31.07.63. Málið var í auglýsingu frá 26. nóv. til 24. des. 1999, athugasemdafrestur var til 6. janúar 2000. Lagt fram athugasemdabréf eigenda húsanna Hjallavegar 64, 66 og 68, dags. 30.12.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 21.02.00.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýst tillaga verði samþykkt sem deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 9 og 11 við Dyngjuveg með þeim breytingum sem fram komu á uppdrætti dags. 16.2.00.
23. fundur 1999
Dyngjuvegur 9 og 11, tillaga að deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 26. okt. 1999, að skiptingu lóðar að Dyngjuvegi 9-11. Einnig lagt fram bréf Lögmanna, dags. 27.10.99, ásamt bréfi borgarráðs, dags. 31.07.63.
Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. laga nr. 73/1997.