Eirhöfði 18,
Lækjarbotnaland, sumarbústaðir,
Gönguleiðir skólabarna,
30 km svæði,
Bólstaðarhlíð,
Deiliskipulagsvinna,
Fjallkonuvegur 1,
Grandavegur, Meistaravellir,
Hljóðvist,
Háaleitisbraut 101-111,
Landakot,
Langholtsvegur 13,
Miðborg, þróunaráætlun,
Rauðagerði,
Skólabær, leikskóli,
Umhverfismál, viðurkenning SSH,
Miðborgin,
Mjódd/Stekkjarbakki,
Stígakerfi,
Skipulags- og umferðarnefnd
17. fundur 1997
Ár 1997, mánudaginn 8. september kl. 10:00, var haldinn 17. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Gunnar Jóhann Birgisson, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Zoëga, Guðrún Ágústsdóttir, Halldór Guðmundsson, Margrét Sæmundsdóttir, Ágúst Jónsson og Óskar Dýrmundur Ólafsson. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:
Eirhöfði 18, viðbygging, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26.08.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25.08.97 um viðbyggingu og bílastæði við Eirhöfða 18.
Lækjarbotnaland, sumarbústaðir, endurbygging sumarbústaðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26.08.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25.08.97 um endurnýjun sumarbústaðar í Lækjarbotnalandi.
Gönguleiðir skólabarna,
Lögð fram bréf foreldra sambýlisins við Holtaveg 27, dags. 27.8.97, bréf foreldrafélags Fossvogsskóla, dags. 15.8.97, bréf Margrétar Lísu Steingrímsdóttur, dags. 4.9.97 og bréf skólastjóra Ísaksskóla, dags. 3.9.97 varðandi umferðarleiðir skólabarna.
"Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að gera gagngera athugun á gönguleiðum í nágrenni grunnskóla borgarinnar í samvinnu við foreldra- og kennarafélög skólanna og lögregluna í Reykjavík í þeim tilgangi að gera skólaleiðir barna öruggari og einfaldari.
Á haustin þegar skólar taka til starfa þarf sérstakrar aðgæslu í umferðinni ekki síst vegna nýrra vegfarenda, skólabarna sem í fyrsta sinn fara til og frá grunnskólanum sínum. Gönguleiðir skólabarna þurfa að vera sífellt til endurskoðunar, m.a. vegna breytinga sem verða á gatnakerfi borgarinnar og vegna framkvæmda umhverfis eða við skólana. Þetta er brýnna nú en oft áður vegna aukinnar áherslu á almenningssamgöngur og breytinga á leiðakerfi SVR og ekki síst vegna undirbúnings og framkvæmda við ný 30 km svæði sem fyrirhuguð eru í borginni.
Skipulags- og umferðarnefnd hvetur ökumenn til að sýna aðgát í umferðinni vegna barna á leið til og frá skóla."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
"Á síðasta kjörtímabili var lögð rík áhersla á að kanna gönguleiðir skólabarna og gera þær öruggari. Við styðjum það að sá siður sé tekinn upp aftur".
Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
"Borgaryfirvöld hafa á þessu kjörtímabili unnið markvisst að því að auka umferðaröryggi við grunn- og leikskóla borgarinnar. Má þar nefna ýmsar hraðahindrandi aðgerðir vegna bílaumferðar og úrbætur á gönguleiðum svo sem göngu- og hjólabrúm og niðurtektir á hindrunum gönguleiða. hefur starfsmaður Borgarskipulags haft umsjón með ítarlegri úttekt sem áfram verður unnið að í samvinnu við umferðardeild borgarverkfræðings. Leyfilegur hámarkshraði hefur verið lækkaður í 30 km á klst. í nokkrum hverfum borgarinnar og gerðar viðeigandi ráðstafanir til þess að sá ökuhraði sé virtur. Hraðaupplýsingaskilti hafa verið staðsett í íbúðahverfum og í nágrenni skóla. Á hverju hausti er lögreglan í Reykjavík með öflugt eftirlit og fræðslu við grunnskóla borgarinnar. Grunnskólar borgarinnar eru líka með mikla umferðarfræðslu fyrir foreldra og börn á haustin í samvinnu við umferðarráð. Hærri upphæð er varið til umferðaröryggismála á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Skipulags- og umferðarnefnd voru sameinaðar hinn 15. nóv. 1996. Nú gefst þessari nefnd því í fyrsta skipti tækifæri til að hafa afskipti af umferðaröryggismálum barna í upphafi skólaárs".
Ennfremur bókaði skipulags- og umferðarnefnd eftirfarandi:
"Skipulags- og umferðarnefnd beinir því til gatnamálastjóra og lögreglu að framkvæmdaaðilar á Skólavörðuholti og við við safn Einars Jónssonar hindri ekki gönguleiðir skólabarna með bílum og vinnuvélum. Á vinnusvæði verði gönguleiðir afmarkaðar og lýstar eins og kostur er".
30 km svæði, Lækir - Hlíðar
Lagt fram svohljóðandi svar umferðardeildar, dags. 27.08.97, við fyrirspurn Guðrúnar Jónsdóttur vegna hraðamælinga á "30 km svæðum" í Lækjum og Hlíðum:
"Á síðasta fundi skipulags- og umferðarnefndar, 25. ágúst 1997, lagði Guðrún Jónsdóttir fram fyrirspurn um "hvað liði hraðamælingum í 30 km svæðum í Lækjum og Hlíðum". Óskað var eftir skriflegu svari á næsta fundi nefndarinnar. Stefnt er að gera ofangreindar hraðamælingar nú í haust.".
Bólstaðarhlíð, lokun
Lögð fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs dags. 6.08.97 vegna erindis Nýherja hf. dags. 29.07.97, þar sem lokun Bólstaðarhlíðar fyrir umferð er mótmælt, bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 13.08.97, vegna undirskriftalista íbúa við Bólstaðarhlíð 41-45, bréf skrifst.stj. borgarstj. dags. 19.08.97, varðandi undirskriftalista/mótmæla íbúa við Bólstaðarhlíð, bréf fulltrúa íbúa við Bólstaðarhlíð og atvinnureksturs við Skaftahlíð og Stakkahlíð, dags. 12.08.97. Ennfremur lögð fram fundargerð Borgarskipulags frá fundi með íbúum, dags. 19.08.97 og bréf Bjarneyjar Harðardóttur f.h. Umferðaröryggishóps Æfingaskólans, dags. 24.08.97. Lögð fram samantekt Borgarskipulags um lokun Bólstaðarhlíðar, dags. 01.09.97 og bréf forstj. SVR, varðandi leiðakerfi SVR, dags. 07.08.97, og bréf skólastjóra Ísaksskóla, dags. 3.9.97. Ennfremur lagt fram bréf Nýherja, dags. 1.9.97, varðandi lokun Bólstaðarhlíðar.
Deiliskipulagsvinna,
Lögð fram að nýju eftirfarandi bókun meirihluta skipulags- og umferðarnefndar:
Í nýjum skipulagslögum er fjallað um deiliskipulag (23. gr.) og sérstaklega fjallað um deiliskipulag í þegar byggðum hverfum. Bent er á ákvæði um hverfisvernd þar sem sveitarfélag vill varðveita "einstakar byggingar, mannvirki, húsaþyrpingar, náttúruminjar eða trjágróður". Hér er hugmyndin um borgarvernd í aðalskipulagi Reykjavíkur komin inn í lögin. Í grein 23 er einnig fjallað um húsakönnun: "Þegar unnið er deiliskipulag í þegar byggðu hverfi skal samhliða gerð bæja- og húsakönnun er höfð skal til hliðsjónar við gerð tillögunnar". Þegar liggur fyrir sem fylgigagn með AR´96 slík úttekt á borginni innan Hringbrautar og einnig er borgarverndin nánar skilgreind.
Af fjölda fyrirspurna sem þegar liggja fyrir um möguleika á uppbyggingu og breytingum innan þessa svæðis (þegar byggðum hverfum) er ljóst að hefja þarf markvissa deiliskipulagsvinnu í anda nýrra laga og markmiða í AR´96.
Í ljósi þessa óskar SKUM eftir að Borgarskipulag geri áætlun um deiliskipulagsvinnu á reitum vestan Reykjanesbrautar. Sérstaklega verði getið þeirra reita, þar sem fyrir liggja óskir um breytingar eða uppbyggingu.
Ath. leiðrétting á bókun fundar 25.08.97, í stað Kringlumýrarbrautar standi Reykjanesbrautar.
Fjallkonuvegur 1, bensínstöð OLÍS, aðkoma
Lagt fram bréf Einars Benediktssonar f.h. OLÍS, dags. 14.08.97, varðandi aðkomu að bensínstöð OLÍS á mótum Gullinbrúar og Fjallkonuvegar. Ennfremur lögð fram umsögn umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 02.09.97.
Frestað.
0">Grandavegur, Meistaravellir, umferð
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 04.09.97, varðandi umferðarúrbætur á Grandavegi með vísan til afgreiðslu borgarráðs, dags. 02.09.97.
Hljóðvist,
Lögð fram að nýju skýrsla borgarverkfræðings um hljóðvist við umferðargötur, dags. í maí 1997. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 23.06.97. Ennfremur lagðar fram reglur um styrki vegna hljóðvistar.
Skipulags- og umferðarnefnd bókar: "Umferðarhávaði er eitt alvarlegasta vandamál þeirrar borgarumferðar sem við búum við. Fyllilega er tímabært að bregðast við og bæta hljóðvist í íbúðarhúsum sem verst eru sett. Ljóst er að umfang vandans er slíkt að um margra ára verkefni er að ræða. Skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur lýsir ánægju sinni með framkomna skýrslu um hljóðvist við umferðargötur og tillögur sem þar koma fram um aðstoð borgarinnar við húseigendur til að gera nauðsynlegar úrbætur á húsum sínum."
Háaleitisbraut 101-111, hraðahindrun
Lagt fram bréf íbúa við Háaleitisbraut, dags. 08.07.97, ásamt undirskriftalistum ibúa húsa nr. 101-111 og 49-51, varðandi hraðahindrun við innkeyrslu húsanna. Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 04.09.97 ásamt tillögu, dags. 04.09.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögu borgarverkfræðings með 6 samhljoða atkvæðum (Óskar D. Ólafsson sat hjá). Borgarskipulagi og borgarverkfræðingi falið að útfæra tillöguna nánar og að kynna hana fyrir eigendum íbúða við viðkomandi botnlanga. Jafnframt vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Landakot, skóli
Lögð fram að nýju bréf Séra A. George f.h. Byggingarnefndar Landakotsskóla, dags. 28.04.97, varðandi stækkun Landakotsskóla og bréf Knúts Jeppsen dags. 7.08.97 ásamt líkani, umsögn Húsfriðunarnefndar ríkisins, dags. 18.08.97 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 19.08.97. Ennfremur lögð fram samþykkt umhverfismálaráðs frá 03.09.97.
Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna.
Langholtsvegur 13, skilmálar
Lagt fram að nýju bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 16.10.96, varðandi byggingarskilmála fyrir lóðina Langholtsvegur 13. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að skilmálum, dags. 18.03.97, breytt 01.09.97. Ennfremur lagt fram bréf Hjartar Svavarssonar og Sólrúnar Sigurðardóttur, dags. 30.03.97 sem barst við kynningu málsins, ásamt bréfi sömu dags. 7.9.1997.
Samþykkt.
Miðborg, þróunaráætlun,
Lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 04.09.97, varðandi þróunaráætlunina.
Rauðagerði, hraðahindrun
Lagt fram bréf íbúa við Rauðagerði, dags. 27.06.97, vegna umferðarhraða á Rauðagerði. Einnig lagt fram bréf yfirverkfr. umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 27.08.97 ásamt tillögu sama, dags. 19.08.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögu umferðardeildar. Kynna skal málið fyrir húseigendum við Rauðagerði. Jafnframt er málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Skólabær, leikskóli, lóðarafmörkun, breytt landnotkun
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 01.09.97, að nýjum lóðarmörkum við leikskóla við Skólabæ og breytta landnotkun. Einnig lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 05.09.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð að óskað verði heimildar til að auglýsa breytta landnotkun skv. skipulagslögum.
Umhverfismál, viðurkenning SSH,
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, dags. 02.07.97, varðandi viðurkenningu SSH á "Merkt framlag til umhverfis-, útivistar og skipulagsmála". Ennfremur lagt fram bréf Jónasar Egilssonar f.h. SSH, dags. 24.06.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir eftirfarandi bókun með 4 samhljóða atkv. (Gunnar Jóhann Birgisson, Guðrún Zoëga og Jóna Gróa Sigurðardóttir sátu hjá):
"Skipulags- og umferðarnefnd tilnefnir Aðalskipulag Reykjavíkur 1996 - 2016, sem undirritað var af umhverfisráðherra 6. ágúst s.l., til viðurkenningar á "Merku framlagi til umhverfis-, útivistar- og skipulagsmála".
Í Aðalskipulagi 1996 - 2016 er lögð áhersla á þá hugmyndafræði í umhverfismálum sem samþykkt var á umhverfisráðstefnu sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janeiro árið 1992. Í framkvæmdaáætlun ráðstefnunnar, sem kölluð hefur verið Dagskrá 21, eru sveitarstjórnirnar hvattar til að vinna að áætlunum í anda sjálfbærrar þróunar og umhverfisverndar. Með þessari ákvörðun var verið að undirstrika hversu miklu aðgerðir sveitarfélaga skipta fyrir framgang sjálfbærrar þróunar í heiminum. Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er komið til móts við þessa ákvörðun og leitast eftir megni að tryggja að borgin eflist og dafni á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Sjá nánar meðfylgjandi samantekt um Aðalskipulag Reykjavíkur 1996 - 2016".
Miðborgin, næturstæði leigubíla
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 8. september 1997, varðandi næturstæði leigubíla í miðborginni.
Nefndin fellst á tillögu borgarverkfræðings með þeim breytingum að megin áhersla verði lögð á uppbyggingu leigubílastæða við Tryggvagötu, flytja biðskýli úr Lækjargötu og athuga með uppsetningu "stýrigrinda" þar.
Mjódd/Stekkjarbakki,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27.8.97, ásamt bréfi Gróðurvara ehf., dags. 20. s.m. varðandi lóð á milli Stekkjarbakka, Reykjanesbrautar og Álfabakka fyrir gróðrarstöð.
Borgarskipulagi falið að gera tillögu um lóðarafmörkun og skilmála.
Stígakerfi, úrbætur
Óskar D. Ólafsson lagði fram svohljóðandi bókun:
"Lýst er yfir ánægju með jákvæð viðbrögð og framkvæmd borgarverkfræðings/gatnamálastjóra varðandi úrbætur á stíg austan göngu- og hjólabrúar á móts við Rauðagerði. Þar sem úrbætur þessar voru ekki á fjárhags- og framkvæmdaáætlun 1997 þá eru áðunefndar úrbætur tilefni bókunar til merkis um jákvæða þjónustulund borgarverkfræðingsembættisins."