Austurstræti 18, Viðarás 59-63, Útilistaverk, Kjalarnes, Saltvík, Brautarholt 10-14, Mánagata 18, Skólavörðustígur 29, Starfs- og fjárhagsáætlun Borgarskipulags, Skipulagsmál í vestrænum borgum, Miðborgin,

Skipulags- og umferðarnefnd

21. fundur 1998

Ár 1998, mánudaginn 5. október kl. 09:00, var haldinn 21. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Óskar Bergsson og Júlíus V. Ingvarsson. Fundarritari var Jón Árni Halldórsson..
Þetta gerðist:


Austurstræti 18, breyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.9.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. s.m. um breytingu á Austurstræti 18.


Viðarás 59-63, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.9.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14. s.m. um lóðarstækkun að Viðarási 59-63.


Útilistaverk, höggmyndasýning á strandlengju Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 15.09.98 ásamt bréfi Myndhöggvarafélags Reykjavíkur frá 10.09.98 varðandi framlengingu sýningar Myndhöggvarafélags Reykjavíkur við strandlengjuna.

Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur Borgarskipulagi að kynna málið fyrir nágrönnum sem málið snertir.

Kjalarnes, Saltvík, br. aðalskipulag, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á staðfestu aðalskipulagi Saltvíkur og tillaga að nýju deiliskipulagi jarðarinnar Saltvíkur.
Auglýst var frá 7.08.98 til 4.09.98 með athugasemdarfresti til 18.09.98. Eitt athugasemdarbréf barst frá Vegagerðinni, dags. 15.09.98. Ennfremur umsögn Borgarskipulags, dags. 4.10.98.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags , dags. 4.10.98 um athugasemdina sem barst. Ennfremur samþykkir nefndin ofangreindar tillögur að breytingu á staðfestu aðalskipulagi í landi Saltvíkur og nýtt deiliskipulag jarðarinnar Saltvíkur.

Brautarholt 10-14, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 10-14, samkv. uppdr. ABS teiknistofu, dags. í jan. 1998, síðast br. í júní 1998. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 06.05.98, br. 26.06.98.
Kynningin stóð frá 27.07.98 til 24.08.98. Þrjú athugasemdabréf bárust: Bréf Bjarna Axelssonar, f.h. eigenda og leigjenda að Brautarholti 8, dags. 30.07.98, bréf Kistufells s/f, dags. 19.08.98 og bréf Leiguvals sf, ásamt leigutökum, Skipholti 11-13, dags. 17.08.98. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 2.10.98.
Nefndin samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 2.10.98, og tillögu að uppbyggingu á lóðinni. Við skipulag lóða á þessu svæði, sem enn eru í eigu Reykjavíkurborgar, verði haft í huga að bæta úr bílastæðaskorti.

Mánagata 18, viðbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 31.07.98, varðandi viðbyggingu úr gleri við húsið á lóðinni nr. 18 við Mánagötu, samkv. uppdr. Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. í júlí 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.08.98.
Kynningin stóð frá 26.08.98 til 25.09.98. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

Skólavörðustígur 29, breytingar
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra byggingarfulltrúa, dags. 30.07.98, frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, varðandi stækkun á þaksvölum á lóðinni nr. 29 við Skólavörðustíg, samkv. uppdr. Ólafs Ó. Axelssonar arkitekts, dags. 16.04.97, síðast br. 29.06.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 10.08.98.
Kynningin stóð frá 26.08.98 til 25.09.98 Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

Starfs- og fjárhagsáætlun Borgarskipulags,
Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun Borgarskipulags fyrir árið 1999.
Skipulagsstjóri og sviðsstjórar Borgarskipulags kynntu.

Skipulagsmál í vestrænum borgum,
Lagðar fram þrjár greinar Bjarna Reynarssonar í Lesbók Morgunblaðsins um skipulagsmál í vestrænum borgum.
Bjarni Reynarsson ræddi efni greinanna.

>Miðborgin, ástand húsa
Lögð fram skýrsla Þróunarfélags Reykjavíkur um ástand húsa á starfssvæði félagsins, dags. 17.9.98.