Eikjuvogur 27,
Engjateigur 7-9,
Fríkirkjuvegur/Listasafn,
Grettisgata 18,
Gylfaflöt 9, Allrahanda,
Skógarhlíð, umhverfi,
Skútuvogur/Barkarvogur og Brúarvogur 2,
Vesturhöfnin,
Vesturlandsvegur/Sæbraut,
Austurheiði við Úlfarsá,
Útmörk höfuðborgarsvæðisins,
Borgartún 38,
Brúnavegur,
Ferlimál fatlaðra,
Hléskógar 1,
Miðborgin,
Höfðabakki,
Langholtsvegur 13,
Suðurlandsbraut/Steinahlíð,
Hafnarstræti 1-3,
Spöng,
Lækjargata,
Úlfarsá, göngu- og hjólreiðabrú,
Vegamótastígur 4,
Víðimelur 56,
Skipulags- og umferðarnefnd
6. fundur 1997
Ár 1997, mánudaginn 24. mars kl. 10:00, var haldinn 6. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Halldór Guðmundsson, Gunnar Jóhann Birgisson og Birgir Jónsson. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:
Eikjuvogur 27, nýbygging, skilmálar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs 11.03.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.03.97 um skilmála vegna nýbyggingar að Eikjuvogi 27.
Engjateigur 7-9, lóðarstækkun og bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs 11.03.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.03.97 um lóðarstækkun og bílastæði að Engjateigi 7-9.
Fríkirkjuvegur/Listasafn,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 04.03.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. f.m. um Fríkirkjuveg, gangbraut og gönguleið. Jafnframt er vakin athygli á að verkið er ekki á framkvæmdaáætlun í ár.
Grettisgata 18, ofanábyggingar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs 11.03.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.03.97 um stækkun húss að Grettisgötu 18 .
Gylfaflöt 9, Allrahanda, lóðarumsókn
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs 11.03.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.03.97 um afmörkun lóðar nr. 11 við Gylfaflöt .
8">Skógarhlíð, umhverfi, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 04.02.97 á bókun skipulagsnefndar frá05.07.96 um skipulag umhverfis Skógarhlíðar.
Skútuvogur/Barkarvogur og Brúarvogur 2, breytt skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.03.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.03.97. um breytt skipulag við Skútuvog, Barkarvog og Brúarvog .
Vesturhöfnin, umferðarskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.03.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.03.97. varðandi umferðarskipulag í Vesturhöfninni.
Vesturlandsvegur/Sæbraut, fullnaðarhönnun gatnamóta
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs 11.03.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.02.97 um tengsl Sundabrautar og breikkun Vesturlandsvegar.
Austurheiði við Úlfarsá, náttúrufarskönnun
Kynning á náttúrufarsúttekt á austurheiðum. Skýrsla Náttúrufræðistofnunar. Í samræmi við bókun umhverfismálaráðs 05.03. s.l. lið 13, er umhverfismálaráð boðað á fundinn.
Kynnt náttúrufarsúttekt á austurheiðum, sbr. skýrslu um náttúrufar í austurlandi Reykjavíkur, gefin út í maí 1996 af Náttúrufræðistofnun Íslands. Í samræmi við bókun umhverfismálaráðs 5. mars s.l., lið 13, var umhverfismálaráð boðað á fundinn.
Útmörk höfuðborgarsvæðisins, græni trefillinn, skipulag
Skipulagsstjóri Reykjavíkur kynnti tillögu vinnuhóps um umhverfismál á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. í mars 1997.
Borgartún 38, afmörkun lóðar
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að lóðarafmörkun fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur, dags. 14.03.97.
Samþykkt
Brúnavegur, umferðarhraði
Lagt fram bréf Guðmundar Hallvarðssonar f.h. stjórnar Sjómannadagsráðs, dags. 03.03.97, varðandi umferðarhraða á Brúnavegi.
Ferlimál fatlaðra, P-merki
Lagt fram bréf Sigurrósar M. Sigurjónsdóttur, f.h. Sjálfsbjargar, varðandi P-merki og ferlimál fatlaðra í borginni. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 19.03.97.
Vísað til borgarráðs með tillögu um að fatlaðir fái endurgjaldslaust að leggja bílum við stöðumæla. Ennfremur vísað til gatnamálastjóra og Ferlinefndar fatlaðra.
Hléskógar 1, leikskóli
Lagt fram að nýju bréf Sólveigar Einarsdóttur og Maritar Guðmundsdóttur, dags. 14.02.97, varðandi rekstur einkaleikskóla í húsi nr. 1 við Hléskóga. Einnig lögð fram umsögn Bergs Felixsonar f.h. Dagvistar barna ásamt umsögn umferðardeildar, dags. 05.03.97. Ennfremur lagt fram bréf Maritar Guðmundsdóttur og Sólveigar Einarsdóttur, dags. 20.03.97. Einnig lagðir fram undirskriftalistar með mótmælum íbúa við Hléskóga 2-26 og Ljárskóga 4-6, Guðrúnar Fanneyjar Óskarsdóttur, Hléskógum 5, Árna S, Jóhannssonar, Hléskógum 21 og Jóns Erlings Jónssonar, Hléskógum 8, dags. 21.03. ´97
Frestað að ósk umsækjanda
Miðborgin, stæði leigubíla
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags og borgarverkfræðings, unnin af Gunnari I. Ragnarssyni, dags. 06.03.97, varðandi umferð í Hafnarstræti/Pósthússtræti/Tryggvagötu.
Samþykkt. Gunnar I. Ragnarsson verkfr. kom á fundinn og gerði grein fyrir tillögunni. Einnig lagt fram bréf Guðmundar Guðbjörnssonar yfirlögregluþjóns f.h. lögreglustjóra, dags. 19. mars 1997 og bréf borgarverkfræðings dags. 20. mars 1997.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögu Borgarskipulags og borgarverkfræðings dags. 06. mars 1997 með eftirtöldum breytingum:
1) Lokun Hafnarstrætis, við hús nr. 21, verði til bráðabirgða þar til endanlegt deiliskipulag liggur fyrir að lokinni endurskoðun. Í Hafnarstræti vestan Pósthússtrætis verði 9 gjaldtökubílastæði.
2) Þeim lið tillögunnar sem lýtur að banni við vinstri beygju úr Pósthússtræti vestur Tryggvagötu er frestað og felur nefndin umferðardeild borgarverkfræðings að kanna möguleika á að halda þeirri beygju opinni og jafnframt að kanna möguleika á að breyta akstursstefnu í Naustunum. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við borgarráð að ráðist verði í framkvæmdir samkvæmt tillögunni eins og hún var samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa verið þeirrar skoðunar að heimila ætti áfram almenna umferð um Hafnarstræti en ekki loka götunni eins og tillagan gerir ráð fyrir. Formaður skipulags- og umferðarnefndar hefur kynnt á fundinum að tillagan hafi verið unnin í samvinnu við tengilið stjórnar miðbæjarsamtakanna, sem leggja áherslu á að lokun Hafnarstrætis verði til bráðabirgða. Í ljósi þess að hér er um bráðabirgðalausn að ræða þar til liggur fyrir tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi miðbæjarins geta fulltrúar Sjálfstæðisflokks fallist á tillöguna".
Höfðabakki, útsýnissvæði
Lagt fram bréf gatnamálastjóra og garðyrkjustjóra, dags. 31.10.96, ásamt erindi Félags leiðsögumanna, dags. 19. júní 1996, varðandi stæði fyrir langferðarbíla og útsýnissvæði fyrir ferðamenn. Einnig lagðar fram tillögur Kjartans Mogensen landslagsarkitekts, dags. 13.01.97. Ennfremur bókun umhverfismálaráðs, dags. 19. mars 1997 og bréf embættis borgarverkfræðings, dags. 19.03.97.
Samþykkt. Nánari útfærsla verði í samráði við Borgarskipulag
Langholtsvegur 13, skilmálar
Lagt fram bréf Ágústs Jónssonar, skrifst.stj. borgarverkfr., dags. 16.10.96, varðandi byggingarskilmála fyrir lóðina Langholtsvegur 13. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að skilmálum, dags. 18.03.97.
Frestað. Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna fyrir nágrönnum.
Suðurlandsbraut/Steinahlíð, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf Ólafs Bjarnasonar f.h. borgarverkfræðings, dags. 19.03.97 ásamt tillögu sama og Borgarskipulags, dags. 05.03.97, varðandi breytt lóðarmörk Steinahlíðar og stígakerfi gegnum og umhverfis lóðina.
Samþykkt
Hafnarstræti 1-3, stæði fyrir hópferðabíla
Lagt fram bréf eigenda og leigutaka í húsinu Hafnarstræti 1-3, varðandi stæði fyrir hópferðabíla gegnt Hafnarstræti 1-3 (Fálkahúsinu). dags. 04.03.97. Einnig lagt fram bréf Kristjáns Jónssonar f.h. Kynnisferða, dags. 10.03.97.
Synjað. Nefndin getur ekki orðið við erindinu, en tekið verður á stæðum fyrir hópferðabíla við endurskoðun deiliskipulags Kvosarinnar í samráði við hagsmunaaðila.
Spöng, skipulag
Lagðir fram uppdrættir Hrafnkels Thorlacius, dags. 17.03.97 ásamt skilmálum með breytingum á skipulagi Spangar, dags. 21.08.96, samþykktu í skipulagsnefnd, 07.10.96 og borgarráði 08.10.96.
Samþykkt
4">Lækjargata, hjólarein
Óskar D. Ólafsson lagði fram svofellda tillögu:
"Lagning hjólareina í götustæði Lækjargötu. Lagt er til að gert verði sérstaklega ráð fyrir hjólandi umferð í Lækjargötu með lagningu hjólareinar í götustæði í báðar áttir. Hjólareinin, í hvora átt, þarf að vera lágmark 1 meter á breidd. Leggja verður áherslu á að tenging við stofnbrautarstíg Sæbrautar og stíga sem liggja meðfram Fríkirkjuvegi verði vönduð. Til að aðgreina hjólareinina frá gangstíg mætti hafa hana í öðrum lit, t.d. rauðum. Einnig verður hjólareinin að vera slétt og hindrunarlaus. Gætt verði fyllsta öryggis við hönnun. Að öðru leyti er vísað til sérþekkingar sem, m.a. má finna á borgarskipulagi víðs vegar í Evrópu þar sem hjólareinar sem þessar eru algengar.
Tillögunni fylgir greinargerð. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna í meginatriðum. Hafa skal samráð við tillöguhöfund við útfærslu hennar og málið að því loknu lagt fyrir nefndina á ný.
Úlfarsá, göngu- og hjólreiðabrú, brú yfir Reykjaæð
Lögð fram til kynningar útfærsla Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. í mars 1997 að endurnýjun Reykjaæðar og göngubrúar yfir Úlfarsá.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Vísað til umhverfismálaráðs.
Vegamótastígur 4, stækkun
Lagt fram bréf Páls Hjaltasonar arkitekts, dags. 11.03.97, varðandi stækkun húseignarinnar við Vegamótastíg 4, samkv. uppdr. sama, dags.24.02.97.
Samþykkt
Víðimelur 56, bílastæði
Lagt fram bréf Halldórs Steinsen, dags. 16.01.97, varðandi bílastæði á lóðinni Víðimelur 56. Einnig lögð fram álitsgerð umferðardeildar, dags. 14.03.97.
Samþykkt til reynslu.