Borgartún 38,
Bólstaðarhlíð 23, námsmannaíbúðir,
Ferlimál fatlaðra,
Hulduborgir 1-5,
Miðborgin,
Miðborgin,
Skeifan 11,
Spöng,
Stórhöfði 15,
Vegamótastígur 4,
30 km svæði,
Upplýsingaskilti um hámarkshraða,
Aukaíbúðir,
Staðahverfi,
Barðavogur 1-7,
Breiðavík 16,
Bústaðavegur,
Elliðavatnsblettur 14,
Súðarvogur/Sæbraut,
Elliðaárhólmur,
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Lambhagi,
Nauthólsvík, siglingaklúbbur ÍTR,
Ofanleiti 2,
Reykás 24,
Selásbraut, umferðarskipulag,
Skeifan 13,
Sóleyjargata 11,
Vatnsmýrarvegur 9,
Ökubann vinnuvéla,
Gullinbrú,
Skipulags- og umferðarnefnd
8. fundur 1997
Ár 1997, mánudaginn 21. apríl kl. 10:00, var haldinn 8. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Zoëga, Gunnar Jóhann Birgisson, Margrét Sæmundsdóttir og Óskar Dýrmundur Ólafsson. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:
Borgartún 38, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.03.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24.03.97 um Borgartún 38, afmörkun lóðar.
Bólstaðarhlíð 23, námsmannaíbúðir, nýbygging
Lagt fram bréf Helgu Jónsdóttur borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.04.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24.02.97 um nýbyggingu námsmannaíbúða að Bólstaðarhlíð 23.
Ferlimál fatlaðra, P-merki
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 26.03.97, varðandi bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24.03.97 um P-merki og ferlimál fatlaðra. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs.
Hulduborgir 1-5, fjölgun á íbúðum
Lagt fram bréf Helgu Jónsdóttur borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.04.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.04.97 um fjölgun íbúða við Hulduborgir 1-11.
Miðborgin, stæði leigubíla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.03.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24.03.97 um umferðarskipulag miðbæjarins. Erindið hefur verið sent lögreglustjóra til meðferðar.
Miðborgin, stæði leigubíla
Lagt fram bréf Helgu Jónsdóttur borgarritara f.h. borgarráðs, dags. 09.04.97 um bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.04.97, varðandi umferð um Hafnarstræti, Pósthússtræti og Tryggvagötu, ásamt einstefnu í Naustunum.
Borgarráð samþykkti fyrri hluta tillögunnar, síðari hluta var frestað.
Skeifan 11,
Lagt fram bréf Helgu Jónsdóttur borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.04.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.04.97 um viðbyggingu að Skeifunni 11.
Spöng, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.03.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24.03.97, varðandi skipulag Spangarinnar.
Stórhöfði 15, stækkun
Lagt fram bréf Helgu Jónsdóttur borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.04.97, á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.04.97 um stækkun húss og lóðar við Stórhöfða.
Vegamótastígur 4, stækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.03.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24.03.97 varðandi stækkun húseignar við Vegamótastíg 4.
30 km svæði, Lækir - Hlíðar
Lagður fram yfirlitsuppdráttur að fyrirkomulagi 30 km hverfis í Hlíðunum austan Lönguhlíðar, sunnan Miklubrautar, sbr. bréf gatnamálastjóra, dags. 17.04.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir 30 km. svæði í þeim hluta Hlíðahverfis sem afmarkast af Lönguhlíð, Miklubraut og Kringlumýrarbraut.
Upplýsingaskilti um hámarkshraða,
Margrét Sæmundsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu um nýjar leiðir til þess að fá ökumenn til þess að virða hámarkshraða umferðar: Lagt er til að Reykjavíkurborg kaupi tvö færanleg upplýsingaskilti sem sýnir hraða þeirra ökutækja sem aka á móti því. Á skiltinu koma einnig fram upplýsingar um leyfilegan hámarkshraða á því svæði sem ekið er um. Skiltið er upplagt að nota í "eldri" 30 km. klst. hverfi borgarinnar. Vitað er að orsök margra umferðarslysa er of hraður akstur miðað við aðstæður. Í íbúðahverfum þar sem vænta má gangandi og hjólandi vegfarenda er sérstaklega mikilvægt að hámarkshraði sé virtur. Borgaryfirvöld hafa leitað ýmissa leiða til þess að fá ökumenn til að virða almennan hámarkshraða. Hraðahindrandi aðgerðir þrengingar, öldur og breytt yfirborð eru aðferðir sem hafa verið notaðar með góðum árangri um langt skeið. Skiltið er viðbót við þessar aðgerðir og jákvæð aðferð til þess að vekja ökumenn til umhugsunar um eigið aksturslag. Dæmi um skilaboð sem hægt er að koma á framfæri eru t.d. : Þú ekur á 60 km/klst. Hámarkshraði hérna er 30 km/klst. - Aktu hægar. Hvert skilti kostar það sama og tvær öldur.
Nefndin samþykkir samhljóða að beina þeim tilmælum til borgarverkfræðings og gatnamálastjóra að athuga með kaup á 2-3 skiltum eins og tillagan fjallar um.
Aukaíbúðir, endurskoðun
Lögð fram til kynningar drög að reglum um aukaíbúðir, dags. 17.04.97.
Samþykkt
Staðahverfi, skilmálar
Lagt fram bréf Björns B. Höskuldssonar, dags. 17.04.97, um lagfæringu á texta í skilmálum, samþykktum í skipulagsnefnd 10.06.96, þannig að í stað tvíbýlishús komi einbýlishús með tvíbýlisaðstöðu.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að í stað orðsins tvíbýlishús í skilmálunum komi einbýlishús með aukaíbúð.
Barðavogur 1-7, bílskúr
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11.04.97, varðandi stækkun bílskúrs á lóðinni nr. 7 við Barðavog, samkv. uppdr. Vatnars Viðarssonar arkitekts, dags. í maí 1995. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15.04.97.
Samþykkt
Breiðavík 16, lóðarstækkun, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11.04.97, varðandi umsókn Gissurs og Pálma sf um byggingu fjölbýlishúss á lóðinni, samkv. uppdr. Arkitekta sf, dags. 02.04.97.Ennfremur lagt fram bréf Árna Friðrikssonar arkitekts, dags. 11.04.97, varðandi stækkun lóðarinnar nr. 16 við Breiðuvík, samkv. uppdr. Arkitekta sf, dags. 02.04.97, breytt 14.04.97.
Samþykkt og vísað til umhverfismálaráðs.
Bústaðavegur, hesthús
Lagt fram bréf Gunnars Eydal, skrifst.stj., dags. 18.03.97, varðandi erindi Helgu Finnsdóttur um hesthúsin við Bústaðaveg. Einnig lögð fram bréf Helgu Finnsdóttur, dags. 20.02.97 og 06.03.97.
Skipulags- og umferðarnefnd vekur athygli á að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir hesthúsabyggð á þessum stað við Bústaðaveg og ekki ráðgerð breyting á því.
Elliðavatnsblettur 14, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 01.04.97, varðandi leyfi til að reisa sumarhús úr timbri á lóðinni nr. 14 við Elliðavatnsblett, samkv. uppdr. Teiknist. Torgsins, dags. 17.03.97. Ennfremur lögð fram bókun umhverfismálaráðs, dags. 16.04.97 og bréf rafmagnsstjóra, dags. 10.04.97.
Samþykkt, enda verði húsið flutt á brott borgarsjóði að kostnaðarlausu þegar krafist verður. Tryggja skal umferð gangandi meðfram vatninu.
Súðarvogur/Sæbraut, umferð
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 17.04.97, varðandi hugmyndir að breytingum á Súðarvogi og undirgöngum undir Sæbraut.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svofellda bókun: "Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að athugað verði betur hvernig tengsl Súðarvogs við stofnbrautakerfið geti orðið til frambúðar en óskar jafnframt eftir að öllum möguleikum, þ.m.t. brú yfir Sæbraut eða göng undir götuna, verði haldið opnum. Nánari tillögur skulu lagðar fyrir nefndina".
Elliðaárhólmur, leikaðstaða
Lagt fram bréf Jóhanns Pálssonar garðyrkjustjóra, dags. 03.04.97, varðandi tillögur að leikaðstöðu í Elliðaárhólma, dags. 15.01.97. Einnig lögð fram greinargerð Dagnýjar Bjarnadóttur, f.h. Landslagsarkitekta RV/ÞH, dags. 17.04.97 ásamt uppdráttum, dags. 15.01.97.
Frestað að beiðni Gunnars Jóhannssonar
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 17.04.97, varðandi hljóðvist í íbúðarhúsnæði. Borgarverkfræðingur og Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðingur gerðu grein fyrir málinu og kynntu hugmyndir um úrbætur. Ennfremur lagt fram bréf Jóns Benjamínssonar hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur dags. 16.4.97. um doktorsritgerð Karin Steinecke við háskólann í Essen, útg. 1995.
Lambhagi, Gróðrarstöðin Lundur
Lagt fram bréf Guðmundar Jónssonar, dags. 23.02.97, varðandi bílastæði við gróðrarstöðina Lund við Lambhaga, samkv. uppdr. Yngva Þórs Loftssonar landslagsarkitekts, dags. 10.02.97. breytt 12.04.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið með eftirfarandi skilyrðum: " Afnotin eru til bráðabirgða um óákveðinn tíma. Skilyrði er að gengið verði frá jaðri svæðisins með gróðurbelti strax í upphafi í samræmi við uppdrátt Yngva Þórs Loftssonar dags. 12.4.97. Ekki má girða svæðið af og skulu stæðin opin, t.d. fólki sem vill njóta útivistar við Úlfarsá. Umsækjandi beri allan kostnað við gerð og frágang svæðisins. Borgaryfirvöld geta afturkallað heimildina hvenær sem er"
Vísað til umhverfismálaráðs.
Nauthólsvík, siglingaklúbbur ÍTR,
Lagt fram bréf Gísla Árna Eggertssonar, f.h. Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 04.04.97, varðandi smáhýsi, sem óskað er eftir að flytja á athafnasvæði siglingaklúbbs ÍTR í Nauthólsvík. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 11.04.97. Ennfremur lögð fram bókun umhverfismálaráðs, dags. 16.04.97.
Samþykkt.
Ofanleiti 2, Verslunarháskóli
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 17.04.97, varðandi gerð hljóðmanar, samkv. uppdr. Teiknistofu Ormars Þórs Guðmundssonar og Örnólfs Hall, dags. 09.04.97. Ennfremur lögð fram bókun umhverfismálaráðs dags. 16.4.97.
Samþykkt með fyrirvara um legu gangstígs syðst m.t.t. framlengingar manar.
Reykás 24, lóðarstækkun, viðbygging
Lagt fram bréf að nýju bréf Þorsteins Aðalsteinssonar, dags. 12.03.97, varðandi lóðarstækkun og byggingu við hlið bílskúrs merktur 24,02,01, við Reykás 24, samkv. uppdr. Vinnustofunnar Vesturvarar, dags. í feb. 1997. Ennfremur samþykki eigenda íbúða við Reykás 22-24. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs, dags. 16.04.97.
Nefndin fellst ekki á erindið með vísan til umfjöllunar umhverfismálaráðs.
Selásbraut, umferðarskipulag, umferðarskipulag
Lagt fram bréf Dagbjartar Sveindóttur, dags. 29.03.97, varðandi umferðarskipulag og umferðaröryggi á Selásbraut við Reykás.
Vísað til umsagnar Borgarskipulags og umferðardeildar.
Skeifan 13, bensínafgreiðsla
Að aflokinni 4 vikna kynningu er lagt fram að nýju erindi Gunnars O. Skaptasonar f.h. Bensínorkunnar ehf, dags. 15.10.96, varðandi eldsneytisafgreiðslu á lóðinni nr. 13 í Skeifunni samkv. uppdr. Hauks Harðarsonar arkitekts, dags. 27.01.97, ásamt bréfi Hauks Harðarsonar, dags. 29.01.97, varðandi bílastæði. Ennfremur lagt fram bréf Gunnars Á. Kristjánssonar verkfræðings f.h. Brunamálastofnunar ríkisins, dags. 21.02.97. Einnig lagðar fram eftirfarandi athugasemdir: Frá Óskari Baldurssyni framkv.stj., f.h. Húsfélagsins Faxafen 5 ehf, dags. 07.04.97, Húsfélagi Skeifunnar 11a til 11d, dags. 25.03.97, Hilmari Magnússyni hdl. f.h. Lóðarfélags Suðurlandsbrautar 46-54, dags. 15.04.97.
Synjað. Nefndin getur ekki fallist á erindið eins og það liggur fyrir.
Sóleyjargata 11, gistiheimili
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 01.04.97, varðandi leyfi til að reka gistiheimili í hluta hússins á lóðinni nr. 11 við Sóleyjargötu. Einnig lagt fram bréf Sveinbjargar Gunnarsdóttur og Jóns Sigurðssonar, dags. 15.04.97. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 14.01.97. og umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings dags. 18.4.97.
Frestað
Vatnsmýrarvegur 9, færsla á byggingarreit, aðkoma
Lagt fram bréf Einars Eiríkssonar f.h Sportleigunnar og Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 17.03.97, ásamt uppdrætti, dags. 10.02.97. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 17.04.97.
Synjað
Ökubann vinnuvéla,
Lagt fram bréf Sigurðar I. Skarphéðinssonar gatnamálastjóra, dags. 01.04.97, varðandi heimild vinnuvéla til aksturs á gatnakerfi borgarinnar. Einnig lagt fram bréf Árna Jóhannssonar f.h. Félags Vinnuvélaeigenda, dags. 17.02.97.
Samþykkt umsögn gatnamálastjóra
Gullinbrú, breikkun
Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í skipulagsnefnd: Skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur leggur til við Borgarráð að þegar verði gengið til viðræðna við ríkisvaldið um að tryggja að framkvæmdir við breikkun Gullinbrúar frá Stórhöfða og í gegnum gatnamótin við Hallsveg hefjist þegar á þessu ári. Í því sambandi verði skoðaður sá möguleiki að Reykjavíkurborg fjármagni framkvæmdirnar þar til fjármagn fæst til þeirra samkvæmt vegaáætlun.
Greinargerð.
Í Grafarvogi búa nú rúmlega 12 þúsund manns. Hverfin hafa byggst hratt upp og innan skamms tíma munu lóðaúthlutanir hefjast í Staðahverfi. Fá mál eru eins mikið til umræðu meðal Grafarvogsbúa og umferðarmál enda teppist umferð til og frá hverfunum í Grafarvogi á annatímum. Má segja að ófremdarástand ríki í þessum málum og að út frá öryggissjónarmiðum sé ástandið óviðunandi. Byggingaraðilar eru jafnframt farnir að halda því fram að erfiðara sé að selja íbúðir í Grafarvogi en í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur vegna þessa ófremdarástands. Þess vegna er forgangsmál í umferðarmálum Reykjavíkur að breikka Gullinbrú og tryggja eðlilega aðkomu að Grafarvogssvæðinu. Samkvæmt vegaáætlun eiga framkvæmdir við breikkun Gullinbrúar ekki að hefjast fyrr en eftir tvö ár. Reykvíkingar geta ekki sætt sig við það.
Breikkun Gullinbrúar nú á ekki að verða til þess að framkvæmdir við svokallaða Sundabraut tefjist enda eiga framkvæmdir við Sundabraut ekki að hefjast fyrr en eftir nokkur ár. Þar er mikilli hönnunarvinnu ólokið og ólíklegt að ríkisvaldið hefji framkvæmdir við Sundabraut á næstu þremur árum. Nú er verið að ræða vegaáætlun á Alþingi og því er nauðsynlegt að nota tækifærið og taka strax upp viðræður við ríkisvaldið um þetta þjóðþrifamál.
Frestað.