Fossaleynir 4,
Fossaleynir 2,
Skólastræti,
Nauthólsvík,
Skeiðarvogur 61-143,
Spöng, lóð B,
Barónsstígur 2-4,
Miðborgin,
Suðurgata 121, stúdentagarður,
Víðidalur, dýraspítali,
Vegakerfið,
Skipulags- og umferðarnefnd
27. fundur 1996
Ár 1996, mánudaginn 9. desember kl. 10:00, var haldinn 4. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Zoëga, Halldór Guðmundsson og Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson. Fundarritari var Ágúst Jónsson
Þetta gerðist:
Fossaleynir 4, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26.11.1996 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22.11.1996 um afmörkun lóðar við Fossaleyni 2B.
Fossaleynir 2, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26.11.1996 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22.11.1996 um afmörkun lóðar við Fossaleyni 2C.
Skólastræti, gjaldskylda
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26.11.96 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22.11.96 um gjaldskyldu við Skólastræti.
Nauthólsvík, veitingasala
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að skilmálum fyrir veitingasölu í Nauthólsvík, dags. 29.11.96
Samþykkt
Skeiðarvogur 61-143, bílskúrar
Lagt fram bréf borgarstjóra, f.h. borgarráðs, dags. 27.11.96, varðandi möguleika á byggingu bílskúra við Skeiðavog.
Með vísan til umsagnar skrifstofustjóra borgarverkfræðings dags. 22.11.´96 og Borgarskipulags 19.11.´96 ásamt einnig eldri umsögn frá maí 1978 getur skipulagsnefnd ekki fallist á ósk íbúa um bílskúrsrétt við Skeiðarvog eða á lóð við leikskólann Holtaborg.
Spöng, lóð B, verslunarhús Bónus
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, f.h. byggingarnefndar, dags. 29.11.96, varðandi byggingu verslunarhúss á lóð B við Spöngina, samkv. uppdr. Hrafnkels Thorlacius arkitekts, dags. 21.10.96, breytt 06.11.96. Einnig lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa, dags. 27.11.96 og umsögn Borgarskipulags, dags. 9.12.96.
Skipulags- og umferðanefnd fellst á umsögn Borgarskipulags.
Barónsstígur 2-4, aðkoma
Lagt fram að nýju bréf Sverris Hermannssonar, f.h. Neskjörs h.f., dags. 18.09.96 og 23.11.96, varðandi ósk um breytingu á innakstri frá Barónsstíg, í innakstur frá Hverfisgötu. Einnig lagðir fram uppdr. Arkitektaþjónustunnar, dags. 18.09.96, greinargerð umferðardeildar, ódags. bréf Baldvins Baldvinssonar f.h. umferðarnefndar, dags. 07.10.96 og bréf Lilju Ólafsdóttur forstj. SVR, dags. 09.10.96.
Formaður lagði fram svohljóðandi tilllögu: "Skipulags- og umferðarnefnd fellst ekki á erindið."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svofellda breytingartillögu: "Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að heimiluð verði aðkoma að lóðinni Barónstígur 2-4 frá Hverfisgötu, enda verði það bundið því skilyrði, að þegar almennri umferð verður hleypt á Hverfisgötuna til vesturs, verði eingöngu um hægri beygju að ræða."
Tillaga Sjálfstæðismanna var felld með 4 atkv. gegn 3.
Tillaga formanns var samþykkt með 4 atkv. gegn 3.
Bókun meirihluta: " Vegna mikillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á svæðinu er það af hinu góða að dagvöruverslun verði í Barónsfjósi. Auk þess má geta þess að í næsta nágrenni eru tvö stór bílastæði með um 100 bílastæðum auk bílageymsluhúss með 225 stæðum. Í ljósi þess er ekki óeðlilegt að miða við eitt stæði pr. 50 m2 sem gera 23 stæði á lóð.
Aðalaðkoma að reitnum samkvæmt staðfestu deiliskipulagi er frá nýrri götu sem liggja á milli Vitastígs og Barónsstígs í framhaldi af Lindargötu. Núverandi aðkoma fyrir bíla á reitinn er flókin og eins myndi aðkoma frá Hverfisgötu vera mjög erfið. Við teljum því mikilvægt að áfram verði reynt að finna ásættanlega lausn á aðkomu að reitnum. Eins er ljóst að vegna aðstæðna verði verulegum erfiðleikum bundið að koma fyrir mörgum bílastæðum á reitnum
Jafnframt leggjum við áherslu á úrbætur á aðgengi gangandi að reitnum, ekki síst á gatnamótum Hverfisgötu og Barónsstígs. Þess má geta, að Barónsfjósið liggur mjög vel við strætisvagnaleiðum."
Bókun minnihluta: "Við gagnrýnum harðlega málsmeðferð alla. Nú eru næstum þrír mánuðir síðan mál þetta var fyrst lagt fram í skipulagsnefnd. Umferðarnefnd hefur þegar fallist á aðkomu frá Hverfisgötu og það er samdóma álit embættismanna Borgarverkfræðings og Borgarskipulags, að sú leið sem sótt er um sé til bóta frá því sem nú er. Meirihluti skipulagsnefndar hefur nú kosið að velja þá lausn, sem að mati embættismanna er eina lausnin sem ekki kemur til álita, þ.e. að aðkoma að lóðinni verði frá mótum Barónsstígs og Hverfisgötu."
Bókun meirihlutans: "Í gömlum, grónum hverfum í miðborg Reykjavíkur getur verið verulegum erfiðleikum bundið að búa til nýjar aðkomur, sem eru ekki á skipulagi.
Máli þessu var vísað til umferðarnefndar 23. sept. sl. Umsögn kom þaðan 28. okt. og 15. nóv. var málinu vísað til borgarráðs til kynningar vegna hugsanlegra samninga við eiganda um lausn samkv. staðfestu deiliskipulagi.
Meðal embættismanna eru skiptar skoðanir á málinu og enginn þeirra telur Hverfisgötukostinn gallalausan."
Miðborgin, stæði leigubíla
Lögð fram tillaga nefndar um umferðarskipulag í miðborginni um bráðabirgðabreytingar á umferðarskipulagi samkv. tillögum, dags. 4.12.96. Nefndin var skipuð fulltrúum frá samstarfsnefnd miðbæjaraðila, Þróunarfélaginu, Borgarskipulagi, Borgarverkfræðingi og SVR.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögurnar samhljóða með þeirri athugasemd, að einstefna til vesturs frá Aðalstræti að Grófinni standi út desember 1996.
Suðurgata 121, stúdentagarður, nýbygging
Lagt fram bréf Arkitektastofunnar, dags. 12.11.96, varðandi byggingu stúdentagarða við Suðurgötu, samkv. uppdr. Arkitekta s.f., mótt. 06.11.96. Einnig lögð fram tillaga umferðardeildar um útfærslu á aðkomu að lóð ásamt bréfum umferðardeildar, dags. 4. og 6.12.96.
Frestað.
Víðidalur, dýraspítali, afmörkun lóðar
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að afmörkun lóðar dýraspítala í Víðidal, dags. 04.12.96.
Samþykkt og vísað til umhverfismálaráðs.
Vegakerfið, tillögur
Lagðar fram tillögur forsvarsmanna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að vegaáætlun 1997-2000.