Austurnes við Bauganes, Borgartún 33, Fossaleynir, Gautavík 28-30, Kringlan, Laugavegur 53B, Nauthólsvík, Víkurhverfi, Þingholtsstræti 14, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Umferðaröryggisnefnd, Laugavegur 20A, Kjalarnes, Vallá, Dómkirkjan, Korngarðar 2, Smiðshöfði 1, Borgartún 21, Borgaskóli, Gylfaflöt 11, Hverfisgata 98A, Stuðlaháls 1, Miklabraut/Skeiðarvogur,

Skipulags- og umferðarnefnd

5. fundur 1999

Ár 1999, mánudaginn 22. febrúar kl. 09:30, var haldinn 5. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Skúlatúni 2, 5. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus V. Ingvarsson. Ennfremur áheyrnarfulltrúinn Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir. Til fundarins var boðið borgarstjóra, borgarráðsfulltrúum, fulltrúm Reykjavíkur í svæðisskipulagsvinnu ásamt ráðgjöfum við svæðisskipulagið, Richard Abrams o.fl. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:


Austurnes við Bauganes, landnotkunarbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um Austurnes við Bauganes, landnotkunarbreytingu.


Borgartún 33, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Borgartúni 33.


Fossaleynir, Saga Film
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um stækkun lóðar Saga Film við Fossaleyni.


Gautavík 28-30, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um nýbyggingu að Gautavík 28 - 30.


Kringlan, lóðabr.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um lóðamörk Listabrautar og Kringlunnar 4 - 12.


Laugavegur 53B, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um nýbyggingu að Laugavegi 53b.


Nauthólsvík, veitingaskáli, stækkun/breyting á lóð og byggingarreit
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um veitingaskála, lóðabreytingu o.fl. í Nauthólsvík.


Víkurhverfi, breytingar á skilmálum fyrir fjölbýlishús við Hamravík og Ljósuvík
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um breytingar á skilmálum fyrir fjölbýlishús í Víkurhverfi.


>Þingholtsstræti 14, lóðabreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um lóðabreytingu að Þingholtsstræti 14.


Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Ráðgjafar kynna fyrstu drög að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.


Umferðaröryggisnefnd,
Lögð fram fundargerð 7. fundar umferðaröryggisnefndar frá 10.02.99. Nefndin tók eftirtalin mál af fundargerðinni til umfjöllunar:


1. Gagnvegur- skj.nr. 6463, samþykkt tillaga umferðardeildar um aðgerðir á Gagnveg þ.e. miðeyja og samalda á þremur stöðum við gönguleiðir skólabarna yfir Gagnveg og miðeyja vestan við biðstöð SVR milli Þvervegar og Vallarhúsa. Jafnframt að leitað verði leiða að koma fyrir almennum stíg yfir lóð Eirar frá Gagnvegi í átt að Húsaskóla.
Samþykkt

2. Öldugata- skj.nr. 5407, samþykkt að Öldugata milli Ægisgötu og Garðastrætis verði einstefnugata til austurs með skástæðum norðan götunnar, samanber hverfakort. Áður en til framkvæmda komi verði íbúum kynnt málið.
Samþykkt

5. Sæbraut- skj.nr. 8383, gatnamót við Héðinsgötu, samþykkt að banna U-beygju í gatnamótunum þegar ekið er vestur Sæbraut.
Samþykkt


Laugavegur 20A, stækkun
Lagt fram bréf A1 arkitekta f.h. eigenda Laugavegs 20A, dags. 26.01.99, varðandi stækkun á 1. hæð, samkv. uppdr. sama, dags. 21.01.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 16.02.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 18, 20 og 20b og Grettisgötu 5.

Kjalarnes, Vallá, br. aðalskipulag
Lagt fram að nýju bréf A & P Lögmanna, dags. 20.07.98, varðandi athugasemdir vegna tillögu um breytingar á aðalskipulagi Kjalarness og að deiliskipulagi í landi Vallár á Kjalarnesi og bréf Hjördísar Jónsdóttur f.h. Mörtu Magnúsdóttur, dags. 30.07.98 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 13.08.98. Einnig lagt fram bréf Jóhannesar R. Jóhannssonar hdl. dags. 24.09.98 ásamt umsögn borgarlögmanns, dags. 04.11.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 05.11.98.
Ennfremur lagt fram bréf A & P Lögmanna dags. 15.02.99, minnisblað skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 10.12.98 varðandi málið og umsögn Borgarskipulags dags. 18.02.99.
Frestað

Dómkirkjan, umhverfi
Lagðir fram uppdr. Guðna Pálssonar arkitekts, dags 17.02.99 að umhverfi Dómkirkjunnar. Einnig lagt fram bréf Magnúsar Skúlasonar f.h. Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 17.02.99.
Frestað

">Korngarðar 2, Breytingar á viðbyggigu 16124
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 12.02.99 ásamt uppdr. Garðars Halldórssonar dags. 1.02.99. Sótt er um leyfi til þess að breyta viðbyggingu sem samþykkt var 12.2.1998 þannig að hún stækki í norður og suður á lóðinni nr. 2 við Korngarða. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 16.02.99 ásamt bréfum Jóns Þorvaldssonar f.h. Reykjavíkurhafnar dags. 17.02.99 og 22.02.99.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Korngörðum 4 - 12.

Smiðshöfði 1, nýbygging
Lagðir fram uppdr. Arkís ehf., dags. 30.11.98, ásamt bréfi byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags.13.11.98, varðandi umsókn frá Pökkum og flutningum ehf. um leyfi til að byggja vöruskemmu. Ennfremur umsögn Borgarskipulags, dags. 22.2.99.
Samþykkt

Borgartún 21, breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.02.99, varðandi breytingu á skrifstofu- og verslunarhúsnæði á lóðinni nr. 21 við Borgartún, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 18.11.98, síðast br. 03.02.99. Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags, dags. 02.02.99 og 22.02.99 ásamt nágrannasamþykki Goshóls hf og Stórhöfða ehf dags. 16.02.99.
Samþykkt

Borgaskóli, br. á lóðarmörkum
Lögð fram tillaga Landslagsarkitekta, dags. 04.01.99, að breytingum á lóðarmörkum skólalóðar Borgaskóla og leikskólans Hulduheima að Vættaborgum. Einnig lagt fram samþykki Bergs Felixsonar f.h. Dagvistar barna dags. 19.2.99 og samþykki Fræðslumiðstöðvar Reykjavikur, dags. 19.2.1999.
Samþykkt

Gylfaflöt 11, nýbygging
Lagt fram bréf Björns Skaptasonar ark. f.h. Trésmiðju Snorra Hjaltasonar dags. 9.02.99 varðandi nýbyggingu á lóð nr. 11 við Bæjarflöt skv. uppdr. sama aðila dags. 1.02.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 16.02.99.
Samþykkt

Hverfisgata 98A, rishæð
Lögð fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11.12.98 og 29.01.99, varðandi byggingu rishæðar með kvistum og svölum ofan á tveggja hæða hús á lóðinni nr. 98A við Hverfisgötu, samkv. uppdr. Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 01.12.98. Samþykki meðeigenda, dags. 17.01.99 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.02.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Barónsstíg 11 og 11a og Hverfisgötu 98 og 100.

Stuðlaháls 1, stækkun birgðaskála
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.01.99, varðandi stækkun birgðaskála við norðurhlið húss á lóðinni nr. 1 við Stuðlaháls, samkv. uppdr. Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofu, Garðastræti 17, dags. 19.01.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 03.02.99, ásamt afstöðumynd dags. 5.02.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Lynghálsi 2 og 4.

Miklabraut/Skeiðarvogur, mislæg gatnamót
Formaður skipulags- og umferðarnefndar lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hvaða áhrif hefur lokun Skeiðarvogs við Miklubraut vegna framkvæmda sem þar standa yfir á umferðina í grennd.