Nauthólsvík

Skjalnúmer : 10140

5. fundur 1999
Nauthólsvík/veitingaskáli, veitingaskáli, stækkun/breyting á lóð og byggingarreit
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um veitingaskála, lóðabreytingu o.fl. í Nauthólsvík.


3. fundur 1999
Nauthólsvík/veitingaskáli, veitingaskáli, stækkun/breyting á lóð og byggingarreit
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.01.99, varðandi stækkun veitingaskála í Nauthólsvík, samkv. uppdr. Arinbjarnar Vilhjálmssonar arkitekts, dags. 20.01.99. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 29.01.99 að breytingu á lóðamörkum og byggingarreit.
Samþykkt. Vísað er til fyrri bókunar varðandi brottfluningskvöð.

25. fundur 1998
Nauthólsvík/veitingaskáli, veitingasala, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9.11. s.l. um afmörkun lóðar fyrir veitingaskála í Nauthólsvík/Öskjuhlíð.


24. fundur 1998
Nauthólsvík/veitingaskáli, veitingasala, lóðarafmörkun
Lagðir fram uppdr. Borgarskipulags, dags. 05.11.98, að afmörkun lóðar fyrir veitingaskála. Einnig lagt fram bréf skrifstofustjóra byggingarfulltrúa, dags. 20.10.98 um yfirlýsingu um kvöð.
Samþykkt

9. fundur 1998
Nauthólsvík/veitingaskáli, veitingasala
Lagt fram að nýju bréf Ingvars Á. Þórissonar, dags. 30.01.98, varðandi stækkun á áður samþykktu húsi undir veitingasölu í Nauthólsvík samkvæmt teikningum dags. 20.03.98 og 25.03.98. Einnig lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 15.04.98.
Synjað með vísan til umsagnar umhverfismálaráðs.

8. fundur 1998
Nauthólsvík/veitingaskáli, veitingasala
Lagt fram bréf Ingvars Á. Þórissonar, dags. 30.01.98, varðandi stækkun á áður samþykktu húsi undir veitingasölu í Nauthólsvík samkvæmt teikningum dags. 20.03.98 og 25.03.98.
Frestað. Vísað til umhverfismálaráðs.

27. fundur 1996
Nauthólsvík/veitingaskáli, veitingasala
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að skilmálum fyrir veitingasölu í Nauthólsvík, dags. 29.11.96

Samþykkt

23. fundur 1996
Nauthólsvík/veitingaskáli, veitingasala
Lagt fram bréf Tannverndarráðs, dags. 09.09.96, varðandi veitingasölu í Nauthólsvík. Ennfremur lögð fram greinargerð Ingvars Á. Þórissonar, mótt. 23.09.96.



18. fundur 1996
Nauthólsvík/veitingaskáli, veitingasala
Lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 7.8.96 vegna tillögu um staðsetningu veitingasölu í Nauthólsvík.

Skipulagsnefnd felur Borgarskipulagi í framhaldi af bókun umhverfismálaráðs að útbúa skilmála varðandi útlit og umhverfi veitingasölunnar.

17. fundur 1996
Nauthólsvík/veitingaskáli, veitingasala
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 09.07.96 á bókun skipulagsnefndar frá 05.07.96 um veitingasölu við Nauthólsvík.



15. fundur 1996
Nauthólsvík/veitingaskáli, veitingasala
Lagt fram að nýju bréf Ingvars Á. Þórissonar, dags. 27.05.96, um húsnæði við Nauthólsvík til reksturs veitingasölu. Einnig lagt fram bréf Yngva Þórs Loftssonar, dags. 3.7.96 ásamt uppdr., dags. 3.7.96.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda verði húsið fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu þegar krafist verður. Vísað til umhverfismálaráðs.

13. fundur 1996
Nauthólsvík/veitingaskáli, veitingasala
Lagt fram að nýju bréf Ingvars Á Þórissonar, dags. 27.05.96, um húsnæði við Nauthólsvík til reksturs kaffihúss.

Frestað. Vísað til athugunar Borgarskipulags.