Fossaleynir

Skjalnúmer : 5481

6. fundur 2000
Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss, aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 31.10.00 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 25. s.m. um aðalskipulagsbreytingu vegna staðsetningar knattspyrnuhúss við Fossaleyni.


4. fundur 2000
Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss, aðalskipulagsbreyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 15.11.99, breytt 06.06.00, að deiliskipulagi lóðar við Fossaleyni fyrir knattspyrnuhús. Svæðið afmarkast af Víkurvegi til vesturs, Fossleyni til suðurs og gamla Korpúlfsstaðaveginum til austurs. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, dags. 21.6.00. Málið var í auglýsingu frá 23. ágúst til 20. sept., athugasemdafrestur var til 4. okt. 2000. Athugasemdabréf barst frá 9 íbúum í Grafarvogi, mótt. 04.10.00. Lögð fram samantekt Borgarskipulags vegna athugasemda, dags. 17. október 2000.
Auglýst deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Fulltrúar D-lista sátu hjá og óskuðu bókað: Við vísum til bókunar okkar um málið í nefndinni þann 26.06.00.
Vísað til borgarráðs.
Snorri Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins.


2. fundur 2000
Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss, aðalskipulagsbreyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 15.11.99, breytt 06.06.00, að deiliskipulagi lóðar við Fossaleyni fyrir knattspyrnuhús. Svæðið afmarkast af Víkurvegi til vesturs, Fossleyni til suðurs og gamla Korpúlfsstaðaveginum til austurs. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, dags. 21.6.00. Málið var í auglýsingu frá 23. ágúst til 20. sept., athugasemdafrestur var til 4. okt. 2000. Athugasemdabréf barst frá 9 íbúum í Grafarvogi, mótt. 04.10.00.
Athugasemdir kynntar.

15. fundur 2000
Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss, aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27. júní 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. s.m. um staðsetningu knattspyrnuhúss við Fossaleyni og auglýsingu á breytingu aðalskipulags og deiliskipulags.


14. fundur 2000
Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 15.11.99, breytt 06.06.00, að deiliskipulagi lóðar við Fossaleyni fyrir knattspyrnuhús. Svæðið afmarkast af Víkurvegi til vesturs, Fossleyni til suðurs og gamla Korpúlfsstaðaveginum til austurs. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, dags. 21.6.00.
Fulltrúar R-lista samþykktu að leggja til við borgarráð að það samþykkti að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016.

Fulltrúar D-lista sátu hjá og óskuðu að eftirfarandi yrði bókað:
"Við leggjum áherslu á að samhliða uppbyggingu knattspyrnuhúss verði einungis heimiluð starfsemi í svonefndri viðbyggingu sem tengist íþrótta- og útivistarstarfsemi. Við teljum útilokað að slík viðbygging geti orðið 9000m2 eins og gefið er til kynna í fyrirliggjandi tillögum og hugsanlega nýtt að stórum hluta undir skrifstofu- og verslunarhúsnæði".


12. fundur 2000
Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss, aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23. maí 2000 á bréfi skipulagsstjóra, dags. s.d.


11. fundur 2000
Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss, aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. maí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um Fossleyni, knattspyrnuhús, tilögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til Borgarskipulags. Jafnframt er Borgarskipulagi falið að skilgreina leyfða starfsemi og stærð viðbótarhúsnæðis. Þá er borgarverkfræðingi falið að leggja fram tillögu að útboðsskilmálum fyrir næsta fund borgarráðs.


9. fundur 2000
Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss, aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 8.05.00, ásamt hluta útboðslýsingar dags. 14.04.00 og drögum að forsögn, dags. 14.04.00. Jafnframt lagður fram uppdr. Borgarskipulags dags. 15.11.99, br. 29.02.00.
Samþykkt að Borgarskipulag vinni tillögu að deiliskipulagi svæðisins og breytingu á aðalskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og bréf borgarverkfræðings.

25. fundur 1999
Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss, aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23. nóvember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 22. s.m. um staðsetningu fjölnota íþróttahúss við Víkurveg.


24. fundur 1999
Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram til kynningar hugmynd Borgarskipulags dags. 15.11.99 að staðsetningu knattspyrnuhúss og fyrirkomulagi á lóð í Fossaleyni ásamt skipulagsskilmálum.
Nefndin samþykkir framlögð drög að fyrirkomulagi á lóð og tillögu að skilmálum sem grunn að forvali miðað við að unnið verði deiliskipulag í samráði við samningsaðila þegar hann hefur verið valinn. Tillagan verði svo lögð fyrir nefndina og auglýst á formlegan hátt.


5. fundur 1999
Fossaleynir, Saga Film
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um stækkun lóðar Saga Film við Fossaleyni.


3. fundur 1999
Fossaleynir, Saga Film
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 13.01.99, varðandi umsókn Saga Film um viðbótarlóð að Fossaleyni 19. Einnig lagt fram bréf Saga Film, dags. 18.01.99 ásamt húsrýmisáætlun. Ennfremur lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 03.02.99 að lóðarstækkun.
Samþykkt

28. fundur 1998
Fossaleynir, lóðarumsóknir, br. á lóðarmörkum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8.12.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 7. s.m. um lóðarumsókn og breytingu á lóðamörkum að Fossaleyni.


26. fundur 1998
Fossaleynir, lóðarumsóknir, br. á lóðarmörkum
Lögð fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs, dags. 29.09.98 ásamt bréfi skrifst.stj. borgarverkfræðings dags. 25.09.96, varðandi lóðarumsókn Heimilisvara ehf, bréf borgarstjóra, f.h. borgarráðs, dags. 06.10.98, varðandi lóðarumsóknir J.S. Gunnarsson og Saga Film hf. Einnig lagt fram að nýju bréf borgarritar f.h. borgarráðs, dags. 30.08.95, varðandi lóðarumsókn Votta Jehóva, dags. 21.08.95. Ennfremur lögð fram tillaga Borgarskipulags að breytingum á lóðarmörkum, samkv. uppdr. dags. 04.12.98.
Samþykkt