Stuðlaháls 1

Skjalnúmer : 8894

3. fundur 2000
Stuðlaháls 1, hækkun á nýt.hlutfalli, br. á lóðarmörkum
Lagt fram bréf Gests Ólafssonar arkitekts, f.h. Vífilfells ehf, dags. 08.11.99, varðandi beiðni um hækkun á nýtingarhlutfalli á lóðinni Stuðlaháls 1, breytingu á lóðarmörkum og lækkun á kröfu um bílastæði. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 30.11.99.
Erindið er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og því ekki rétt að afgreiða það að svo stöddu, m.a. með hliðsjón af umsögn umferðardeildar. Vegna fordæma á svæðinu og þar sem fyrir liggja fleiri umsóknir, sem ekki eru í samræmi við deiliskipulagið, er samþykkt að óska heimildar borgarráðs til að fara af stað með endurskoðun deiliskipulagsins m.a. með hliðsjón af fyrirliggjandi erindum. Tekið skal fram að í starfsáætlun Borgarskipulags fyrir árið 2000 er ekki gert ráð fyrir endurskoðun skipulagsins.

9. fundur 1999
Stuðlaháls 1, stækkun birgðaskála
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.3.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15. s.m. um stækkun birgðaskála á lóð nr. 1 við Stuðlaháls.


7. fundur 1999
Stuðlaháls 1, stækkun birgðaskála
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.01.99, varðandi stækkun birgðaskála við norðurhlið húss á lóðinni nr. 1 við Stuðlaháls, samkv. uppdr. Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofu, Garðastræti 17, dags. 19.01.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 03.02.99, ásamt afstöðumynd dags. 5.02.99. Ennfremur lagt fram samþykki hagsmunaaðila að Lynghálsi 2 og 4.
Samþykkt

5. fundur 1999
Stuðlaháls 1, stækkun birgðaskála
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.01.99, varðandi stækkun birgðaskála við norðurhlið húss á lóðinni nr. 1 við Stuðlaháls, samkv. uppdr. Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofu, Garðastræti 17, dags. 19.01.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 03.02.99, ásamt afstöðumynd dags. 5.02.99.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Lynghálsi 2 og 4.