Laugavegur 53B

Skjalnúmer : 8913

5. fundur 1999
Laugavegur 53B, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um nýbyggingu að Laugavegi 53b.


3. fundur 1999
Laugavegur 53B, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.11.98, varðandi byggingu verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúss á lóðinni nr. 53B við Laugaveg, samkv. uppdr. Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 17.11.98. Einnig lagðir fram nýir uppdr. Arnar Sigurðssonar, dags. 01.12.98 og bréf Kolbrúnar Söndru Guðmundsdóttur, dags. 11.12.98. Málið var í kynningu til 27.01.99. Lögð fram eldri umsögn Borgarskipulags, dags. 23.03.98 ásamt samantekt og umsögn Borgarskipulags, dags. 04.02.99.
Eftirfarandi athugasemdabréf bárust vegna kynningar. Frá íbúum og lóðarhöfum Hverfisgötu 68A, dags. 18.01.99, íbúum Laugavegi 51b, dags. 19.01.99, Svövu Kristínar Ingólfsdóttur, dags. 20.01.99, Britu Berglund, dags. 20.01.99, eigendum og íbúum að Laugavegi 55, dags. 20.01.99, íbúum og lóðarhöfum Hverfisgötu 70, dags. 20.01.99, Elínu Ebbu Ásmundsdóttur og Jon Kjell Seljeseth, dags. 20.01.99, og 3.2.99 og eigendum og íbúum Laugavegi 49A, dags. 20.01.99 og Gerplu ehf, dags. 21.01.99. Ennfremur lagðar fram umsagnir Verkfræðisþjónustu Guðmundar G. Þórarinssonar dags. 7.2.99, skrifstofustjóra borgrverkfræðings dags. 4.2.99 og bréf H.V. ráðgjafar, dags. 4. feb. og febrúar 1999.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir með 4 samhlj. atkvæðum umsögn Borgarskipulags um athugasemdir sem bárust í kjölfar grenndarkynningar og tillögu að uppbyggingu á lóðinni nr. 53b við Laugaveg dags. 1.12.98 (Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá).

28. fundur 1998
Laugavegur 53B, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.11.98, varðandi byggingu verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúss á lóðinni nr. 53B við Laugaveg, samkv. uppdr. Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 17.11.98. Einnig lagðir fram nýir uppdr. Arnar Sigurðssonar, dags. 01.12.98. Ennfremur lagt fram bréf Kolbrúnar Söndru Guðmundsdóttur, dags. 11.12.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkti samhljóða eftirandi bókun:
#Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að kynna framlagða tillögu samkv. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 fyrir lóðarhöfum lóða nr. 50, 51, 52, 53a, 54 og 55 við Laugaveg og nr. 70, 72 og 74 við Hverfisgötu.#


27. fundur 1998
Laugavegur 53B, nýbygging
Lagt fram bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.11.98, varðandi byggingu verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúss á lóðinni nr. 53B við Laugaveg, samkv. uppdr. Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 17.11.98. Einnig lagðir fram nýir uppdr. Arnar Sigurðssonar, dags. 01.12.98 og bréf Kolbrúnar S. Guðmundsdóttur, dags. 11.12.98.
Frestað

8. fundur 1998
Laugavegur 53B, nýbygging


Bókun Guðrúnar Jónsdóttur:

#Vegna bókunar minnar á síðasta fundi SKUM um Laugaveg 53b sem ekki var tæmandi vegna þröngra tímamarka sem mér voru sett vil ég taka fram eftirfarandi.
Skv. 2. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er nýtingarhlutfall skilgreint sem hlutfall milli brúttógólfflatar á lóð eða reit og flatarmáls lóðar eða reits.
Í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 með síðari breytingum gr. 4.3.4. sem enn er í gildi er hvergi getið um að heimilt sé að undanskilja stærð bifreiðageymslu við útreikning nýtingarhlutfalls. Heimild er til hækkunar staðfests nýtingarhlutfalls sbr. 4. mgr. sömu greinar en þar stendur:
"Sé í deiliskipulagi gert ráð fyrir bifreiðageymslum neðanjarðar getur byggingarnefnd heimilað hækkun á staðfestu nýtingarhlutfalli með hliðsjón af því".
Hér er hins vegar ekki fyrir hendi deiliskipulag þannig að málsgreinin á ekki við í þessu tilviki. Auk þess er bílageymslan að töluverðu leyti ofanjarðar.
Í AR 1996-2016 segir á bls. 29: "Ef tillaga kemur fram sem borgaryfirvöld geta fallist á, þar sem farið er verulega yfir það nýtingarhlutfall sem aðalskipulag gerir ráð fyrir, skal unnið deiliskipulag og það auglýst skv. skipulagslögum."
Skv. uppdráttum arkitekts af bílageymslu dags. 22.1.1998, sem voru til sýnis í kynningarsal Borgarskipulags þegar grenndarkynning fór fram virðist vera gert ráð fyrir lokuðu rými skv. skilgreiningu fylgiskjals með reglugerð nr. 471/1997 um eignaskiptayfirlýsingar o.fl. Slík rými falla þar undir flokk A og reiknast því með í skráningartöflu.
Af framangreindu tel ég að nýtingarhlutfall á lóðinni nr. 53 B sé hærra en AR 1996-2016 kveður á um jafnvel þótt bílageymslustærð sé breytt úr 660 fm í 566 fm.#

Bókun Guðrúnar Ágústsdóttur:

#Farið er með umsókn um leyfi til uppbyggingar á lóð þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir, eins og um deiliskipulag væri að ræða, þ.e. það er auglýst opinberlega. Á grundvelli þess er m.a. gr. 4.3.4 talin gilda. Einnig hefur áður komið fram að heimild er í aðalskipulagi Reykjavíkur til að hækka leyfilegt nýtingarhlutfall, ef bílastæði eru að hluta eða öllu leyti innan byggingarreits. Athygli er vakin á reglugerð um skráningartöflur bygginga um útreikning á brúttóflatarmáli húss, en skv. henni telst samsvarandi rými ekki til brúttóflatarmáls húss. Að öðru leyti er vísað til fyrri bókana.#


8. fundur 1998
Laugavegur 53B, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.03.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um nýbyggingu að Laugavegi 53b.


7. fundur 1998
Laugavegur 53B, nýbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 20.12.97. merkt A 10 að uppbyggingu á lóðinni Laugavegur 53B, ásamt bréfi byggingarfulltrúa, dags. 09.01.98. Einnig lagðar fram skuggamyndir miðað við 1. apríl, 1. maí, 1. júlí og 1. september. Einnig lögð fram athugasemdarbréf sem bárust í kjölfar grenndarkynningar: Bréf Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jon Kjell Seljeseth Laugavegi 53a, Svövu Guðmundsdóttur, Friðriks Bridde, Þorkels Ólasonar og Árna Júlíussonar Hverfisgötu 70, dags. 13.02.98, bréf Margrétar Hermannsdóttur og Helga Bragasonar, Hverfisgötu 68a, dags. 18.02.98, bréf Árna Harðarsonar og Önnu Margrétar Jónsdóttur Laugavegi 49A, dags. 18.02.98, bréf Svövu Kristínar Ingólfsdóttur Laugavegi 52, dags. 19.02.98, bréf íbúa Laugavegi 51b, dags. 19.02.98, bréf íbúa og lóðarhafa Hverfisgötu 70, dags. 19.02.98 og bréf Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jon Kjell Seljeseth, dags. 20.02.98. ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 23.03.98.
Guðrún Jónsdóttir lagði fram svofellda tillögu: "1. Lagt er til að hafnar verði viðræður við íbúa á grundvelli sáttatillögu sem byggist á því að minnka byggngarmagn (sjá fyrri tillögu þar að lútandi) á baklóð og draga þar með úr birtuskerðingu í húsunum nr. 53a við Laugaveg og 70 við Hverfisgötu. 2. Farið verði að ítrustu kröfum hvað snertir það atriði að draga úr neikvæðum áhrifum innkeyrslu í bílageymslu, skv. athugasemdum íbúa á lóð nr. 70 við Hverfisgötu.
Fyrri liður tillögunnar hlaut 1 atkv. gegn 5 (Óskar D. Ólafssson sat hjá). Síðari liður tillögu Guðrúnar Jónsdóttur samþykktur samhljóða.
"Skipulags- og umferðarnefnd samþykkti með 5 atkv. gegn 2 framlagða tillögu að uppbyggingu á lóð nr. 53B við Laugaveg ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 23.03.98, um þær athugasemdir, sem bárust í kjölfar grenndarkynningar, enda verði útfærsla göngustígs að lóðinni nr. 53A við Laugaveg leyst í landinu áður en tillagan verður lögð fyrir byggingarnefnd". (Guðrún Jónsdóttir og Óskar D. Ólafsson greiddu atkv. á móti).
Guðrún Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun:
"1. Ég ítreka fyrri skoðun mína varðandi þetta mál og vísa í því sambandi í bókanir á fundum SKUM 15.12.97 og 12.01.98.
2. Umsögn Borgarskipulags.
Hvað snertir umsögn Borgarskipulags, dags. 19.03.98, skal eftirfarandi tekið fram.
Liður 1: Eðlilegt hefði verið að fram færi víðtæk grenndarkynning strax á fyrri stigum þessa máls þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir af reitnum.
Liður II: Ég dreg í efa að uppbygging á lóðinni nr. 53B sé í samræmi við stefnumörkun AR 1916-2016. Sérstaklega skal bent á það sem segir um nýtingarhlutfall í gildandi skipulagsreglugerð gr. 4.3.4. Skv. þeirrri grein er nýtingarhlutfall á lóð sem er hærra en staðfest aðalskipulag gerir ráð fyrir því aðeins heimilt að gert sé ráð fyrir slíku í deiliskipulagi.
Liður III: Skv. umsögn Borgarskipulags ber að líta á íbúðarbyggð á NV hluta reitsins sem jaðarsvæði. Á slíkum svæðum er skv. AR heimilt að hafa íbúðir á jarðhæð húsa og huga skal að íbúðarbyggð á slíkum svæðum. Ekki er rétt að alltaf hafi verið þröngt um bakhúsin og skuggsælt. Skuggavarpið og þrengslin sem þar eru nú stafa fyrst og fremst af 4 hæða húsum sem byggð hafa verið við Laugaveg löngu eftir að bakhúsin voru byggð. Íbúar hafa ekki gert kröfur um sambærilega aðstöðu (t.d. hvað snertir útivistarsvæði) þeirri sem er í hreinni íbúðarbyggð og sýnt skilning á að slíkt kemur ekki til greina hér.
Liður IV: Svar Borgarskipulags varðandi nýtingu baklóða getur orkað tvímælis. T.d. er Laugavegur 59 (Kjörgarður) eina lóðin með jafn hárri nýtingu á baklóð og tillagan gerir ráð fyrir á þessum reit.
Liður V: Aðkoma að lóðinni nr. 51B við Laugaveg er ekki leyst.
Liður VI: Ég hef áður óskað eftir fundargerðum frá fundum 5. og 7. nóv. Án samþykktra fundargerða er erfitt að vísa í efnisatriði umræðna eins og hér er gert.
Liður VIII: Könnunum á skuggavarp frá Borgarskipulagi annars vegar og eigendum Laugavegs 53A ber saman. Skerðing á sólarbirtu er veruleg skv. könnunum (sjá yfirlit). Ef sáttaleið væri farin má ná til baka helmingnum af mögulegri sólarskerðingu og skiptir það sköpum fyrir íbúana.
Liður IX: Sagt er að nýtingarhlutfall á lóðinni Laugavegur 53B sé 2,33. Þá er aðeins tekið með í reikninginn fermetrafjöldi húss án bílageymslu, en hún er 660 fermetrar. Vísað er í gr. 4.3.4 í skipulagsreglugerð varðandi þessa útreikninga. Þar er hins vegar ekkert að finna sem leyfir þessa aðferð við útreikning á nýtingarhlutfalli. Ef bílageymslan er talin með, en hún er að töluverðu leyti ofanjarðar þá er nýtingarhlutfall á lóðinni 3,32. Leyfilegt nýtingarhlutfall skv. AR er 1,5-2,5.
Liður X og XI: Athygli skal vakin á breytingu sem gerð er á aðkomu að húsinu nr. 53A við Laugaveg. Skv. uppdráttum er hæðarmunur á lóð hússins og stíg þar við hliðina 1,65 m. Þessi hæðarmunur skiptir verulegu máli fyrir aðkomuna að húsinu.
3. Samvinna við íbúa og grenndarkynning.
Samvinna íbúa og yfirvalda er mikilvæg ekki síst þegar hróflað er við nærumhverfi eins og í þessu tilfelli. Grenndarkynning er liður í því að fá fram viðbrögð svo hægt sé að átta sig á því hvort byggingaráform eða aðrar breytingar eru of nærgöngular við umhverfið eða beinlínis skaða það. Í þessu tilfelli hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að svo sé".
Bókun Guðrúnar Ágústsdóttur: "Með mál þetta hefur verið farið skv. venju þegar sótt er um að byggja á lóðum þar sem ekki er til deiliskipulag. Þann 9.júní 1997 var samþykkt samhljóða í skipulags- og umferðarnefnd að auglýsa tillöguna í 4 vikur opinberlega þegar þakform hefði verið einfaldað. Þá var öllum frjálst að koma með athugasemdir. Á þessum tíma bar byggingarnefnd ábyrgð á grenndarkynningu. Það er því ekki fyrr en með nýjum lögum 1.janúar s.l. að skipulags- og umferðarnefnd ber ábyrgð á grenndarkynningum. Samhliða gildistöku nýrra skipulags- og byggingarlaga hafa verið teknar upp nýjar vinnuaðferðir við deiliskipulag.
Í stefnumörkun AR 1996 - 2016 er talað um að stuðla að eflun miðborgarinnar með því að stuðla að uppbyggingu. Tillaga að uppbyggingu að Laugavegi 53B samræmist því, þar sem tillagan gerir ráð fyrir nýju verslunarhúsnæði, skrifstofum og íbúðum á efri hæðum, þ.e. miðborgarstarfsemi. Uppbygging er ennfremur í fullu samræmi við stefnumörkun miðborgar, sem kom út í desember s.l. og er liður í þróunaráætlun um miðborg Reykjavíkur sem nú er unnið að.
Ekki er hægt að tala um nýtingu á baklóð og nýtingu á framlóð. Lóðirnar á austari hluta reitsins, þ.e Laugavegur 53B - 63 eru helmingi dýpri og stærri en lóðirnar Laugavegur 47 - 51. Nýtingarhlutfall Laugavegs 53B reiknast 2,33 en nýtingarhlutfall Laugavegs 47 reiknast 3,11 sem er þrátt fyrir það minna að umfangi. Þetta sýnir hversu varasamt það er að nota nýtingarhlutfall þegar verið er að bera saman umfang bygginga.
Á lóðinni Laugavegur 51 er göngukvöð að lóðinni Laugavegur 51B sem liggur um undirgang. Þessi undirgangur er fær bifreiðum. Uppbygging á Laugavegi 53B hefur engin áhrif á þessa aðkomu.
Ekki voru gerðar formlegar fundargerðir, heldur minnispunktar starfsmanni Borgarskipulags til leiðbeiningar við áframhald málsins.
Talið er að með núverandi tillögu hafi verið komið mjög til móts við næstu nágranna og að aðstæður til að njóta sólar á Laugavegi 53A séu í samræmi við það sem ásættanlegt þyki.
Bílageymsla reiknast 566 m² en ekki 660 m². Skv. heimild í staðfestu aðalskipulagi má auka nýtingarhlutfall ef bílastæði eru neðanjarðar eða í byggingu innan byggingarreits. Það er í samræmi við gr. 4.3.4 í skipulagsreglugerð, 4.mgr. sem var í gildi fram til 1. janúar s.l. Með hliðsjón af þessu voru bílageymslur ekki reiknaðar með við útreikning á nýtingarhlutfalli. Á það má einnig benda að þar sem umrædd bílageysmlu telst ekki til rýmis í flokki A, mun bílageymslan ekki reiknast með í brúttóflatarmáli byggingar í skráningartöflu á aðalteikningum. Skipulagsstofnun styðst við brúttóflatarmál úr skráningartöflu þegar nýtingarhlutfall er reiknað þar. Hæðarmunur á lóð hússins og stíg þar við hliðina er ekki 1.65 heldur 0.96, þar sem hann er hæstur. Hins vegar er í dag u.þ.b. 1.65 m hæðarmunur á milli lóðar hússins gangstéttar við Laugaveg og sá hæðarmunur verður áfram til staðar. Göngustígur að Laugavegi 53A verður leystur þannig að hann liggi í landinu. Varðandi tillögu G.J. um að minnka byggingarmagn á 2.hæð við Laugaveg um 200 m², þá er það ljóst að um slíkt mun aldrei nást sátt. Margir fundir hafa verið haldnir með íbúum og fulltrúum í nefndinni, borgarstjóra og embættismönnum á Borgarskipulagi. Í kjölfar þeirra viðræðna hefur náðst mikill árangur, sem talið var að gæti orðið til sáttar.
1. Bakhús lækkað um tvær hæðir
2. Byggingarmagn minnkað um 220 m²
3. Íbúðum fækkað úr 11 íbúðum í 6 íbúðir
4. Samþykkt að loka stíg utan verslunartíma
5. Hætt við byggingu stigahúss áfast Laugavegi 51 og það fært til austurs vegna kröfu um óbreytta göngukvöð".
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað:
"Þau þröngu tímamörk sem mér eru sett veita ekki svigrúm til að fara ofan í kjölinn á bókun Guðrúnar Ágústsdóttur formanns skipulags- og umferðarnefndar varðandi fyrirhugaða nýbyggingu að Laugavegi 53b, en margt sem þar kemur fram krefst frekari gagnaöflunar. Verður því stiklað á helstu atriðum en tekið skal fram að þessi bókun er ekki tæmandi.
Liður VI
Í umsögn Borgarskipulags er rætt um afstöðu íbúa á fundum (?) 5. og 7. nóvember. Fram kom á skipulags- og umferðarnefndarfundinum 23. mars að minnismiði er til um samtöl sem fram fóru við þetta tækifæri í nóvember en engar formlegar og samþykktar fundargerðir. Þar kom fram hjá íbúum að þeir væru á móti göngustígnum en væru reiðubúnir að gefa eitthvað eftir ef það gæti orðið til þess að dregið yrði úr byggingarmagni.
Liður IX
Samkvæmt teikningu dags. 22.1.1998 þar sem fram koma stærðir á fyrirhugaðri byggingu er þess getið að bílageymsla sé 660 m2 (sjá fylgiskjal). Varðandi útreikninga á nýtingarhlutfalli er ítrekað að í gr. 4.3.4 í reglugerð með skipulagslögum er ekki heimilað að undanskilja bifreiðageymslu við útreikning nýtingarhlutfalls (sjá meðfylgjandi ljósrit A, B, C).
Tekið skal fram að minnkun á húsinu frá fyrstu tíð er innan við 10%. Að hluta til hefur verið um tilfærslur að ræða þar sem dregið hefur verið úr stærð bakhúss en aukið við stærð framhúss."


5. fundur 1998
Laugavegur 53B, athugasemdir
Lögð fram athugasemdabréf sem bárust í kjölfar kynningar vegna uppbyggingar á lóðinni nr. 53b við Laugaveg.
Vísað til umsagnar Borgarskipulags.

6. fundur 1998
Laugavegur 53B, nýbygging
Lögð fram til kynningar athugasemdabréf, sem bárust í kjölfar grenndarkynningar, ásamt drögum að umsögn Borgarskipulags.



1. fundur 1998
Laugavegur 53B, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15.12.97 varðandi nýbyggingu að Laugavegi 53B.


1. fundur 1998
Laugavegur 53B, nýbygging
Lagðar fram teikningar Arnar Sigurðssonar ark., dags. 20.12.97. merktar A 10 að uppbyggingu á lóðinni Laugavegur 53B ásamt bréfi byggingarfulltrúa, dags. 09.01.98. Einnig lagt fram bréf Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jon Kjell Seljeseth, dags. 04.01.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun: "Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða að kynna framlagða tillögu samkv. 7. mgr. 43. gr. l. 73/1997 fyrir lóðarhöfum lóða nr. 50, 51, 52, 53a, 54 og 55 við Laugaveg og nr. 70, 72 og 74 við Hverfisgötu." Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað: "Ég hefði þó viljað hafa grenndarkynninguna víðtækari. Hún hefði þurft að taka til alls reitsins og húsaraða sunnan Laugavegar og norðan Hverfisgötu. Þá vek ég athygli á því að eftir er að taka endanlega afstöðu til ýmissa þátta m.a. gönguleiða og innkeyrslu." Formaður skipulags- og umferðarnefndar bókaði: "Grenndarkynning fer nú fram að aflokinni svokallaðri deiliskipulagskynningu, sem hefur fengið víðtæka umfjöllun. Allir sem óska geta sent inn athugasemdir í grenndarkynningum."

25. fundur 1997
Laugavegur 53B, nýbygging
Lagt fram bréf Arnar Sigurðssonar arkitekts ásamt breyttum tillögum að nýbyggingu að Laugavegi 53B, dags. 12.12.97, merktum A9 og A10. Ennfremur lagt fram bréf Magnúsar Skarphéðinssonar f.h. Íbúasamtaka Skólavörðuholts, dags. 15.12.97, bréf Guðmundar G. Kristinssonar f.h. Miðborgarsamtaka Reykjavíkur, dags. 4. og 9.12.´97, bréf Friðriks Bridde og Svövu Guðmundsdóttur, dags. 13.12.97 og Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jon Kjell Seljeseth, dags. 12.12.97. Einnig lögð fram að nýju bréf Jóns Sigurjónssonar, dags. 7.11.97 og 02.12.97, bréf Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jon Kjell Seljeseth, dags. 9.11.97, 23.11.97 og 8.12.97, bréf Íbúasamtaka Skólavörðuholts, dags. 4.12.97, bréf Friðriks Bridde og Svövu Guðmundsdóttur, dags. 8.12.97 og bréf Reynis Baldurssonar, dags. 8.12.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir eftirfarandi bókun með 5 atkv. gegn 2 (Guðrún Jónsdóttir og Óskar D. Ólafsson á móti).
"Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagðar tillögur merktar A9 og A10 með eftirfarandi athugasemdum:
Stækkun 3. hæðar framhússins verði ekki meiri en 60 m2 miðað við uppdrátt merktan A7; ekki verði settir kvistir á ris framhúss; gert verði ráð fyrir lokunarmöguleikum á gönguleið milli Laugavegs og Hverfisgötu. Borgarskipulagi er falið að fara yfir tillögur og athugasemdir sem borist hafa frá nágrönnum, og ræða við bréfritara. Ennfremur er Borgarskipulagi falið að hefja undirbúning deiliskipulagningar reitsins, sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg."
Guðrún Jónsdóttir lagði fram greinargerð sína um Laugaveg 53b, dags. 24.11.´97. Jafnframt óskaði hún bókað:
"Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu þar sem hún gengur enn um of á rétt íbúðarbyggðarinnar hvað snertir birtu (skuggavarp) og aðlögun. Sáttatillaga sú sem ég skýrði nefndinni frá á síðasta fundi hefði getað leyst þetta mál en þar er gert ráð fyrir að 3ja hæð bakbyggingar verði ca. 200 m² minni en 2. hæð og inndregin frá vestri. Með því móti stallast húsið (nýbyggingin) niður að íbúðarbyggðinni, þar með batna birtuskilyrði og aðlögun öll til muna.
Ég minni á að ekkert deiliskipulag er til af reitnum en rétt er að ljúka þeirri stefnumörkun áður en afgreidd er ósk um nýbyggingu á lóðinni nr. 53b. Eina undankomuleiðin í þeim efnum hefði að mínu mati verið sú að ná samkomulagi við íbúana um uppbygginginguna. Þá vek ég athygli á því að íbúðir á 3ju hæð í framhúsi hafa verið stækkaðar og er það breyting frá þeirri teikningu sem samþykkt var af framhúsi á síðasta fundi. Ég vek athygli á bréfum sem borist hafa frá íbúum og snerta stígatengingu og varnir gegn hávaða og útblæstri við innkeyrslu í bílageymslu og samráð við íbúa- og íbúasamtök. Hefði ég talið eðlilegt að tekið hefði verið á þessum málum sem þar koma fram áður en málið er afgreitt. Jafnframt vísa ég á greinargerð mína frá 24.11.1997 sem ég kynnti í nefndinni á síðast fundi og nú hefur verið lögð fram."
Óskars D. Ólafssonar lagði fram svohljóðandi bókun:
"Sú staða sem hefur skapast við tillögu að nýbyggingu að Laugavegi 53b er ekki sáttaniðurstaða. Ástæðan liggur fyrst og fremst í því að ekki er til staðar deiliskipulag fyrir reitinn, deiliskipulag sem er í samræmi við þá framtíðarsýn sem hlutaðeigendur sætta sig við. Taka hefði þurft afstöðu til viðkomandi nýbyggingar í slíkri vinnu, ekki með þeim hætti sem nú hefur verið gert. Ljóst er að endurskoða þarf vinnubrögð varðandi skipulag á þessu viðkvæma svæði. Í ljósi þessa þá tel ég grunnforsendur skorti til pólitískrar ákvarðanatöku og greiði atkvæði gegn nýbyggingarframkvæmdum við Laugaveg 53b."
Bókun formanns skipulags- og umferðarnefndar:
"Ósk um endurbyggingu á lóðinni Laugavegi 53b var fyrst kynnt í skipulags- og umferðarnefnd 24. febr. 1997 og var þá fallist á endurbyggingu og bókað að hönnun yrði haldið áfram í samráði við Borgarskipulag og málið lagt að nýju fyrir nefndina. Þá lá jafnframt fyrir umsögn borgarminjavarðar þar sem ekki var lagst gegn niðurrifi húsanna sem fyrir væru enda þau ekki á húsverndarskrá AR. Ekki var talin ástæða til að standa í vegi fyrir frekari uppbyggingu. Þann 9. júní kom málið aftur til nefndarinnar. Þá var ákveðið að framlögð tillaga yrði auglýst í 4 vikur og óskað eftir að reynt yrði að samræma skipulags- og grenndarkynningu. Jafnframt var bókað að þakform aðalbyggingar yrði einfaldað. Það var svo gert. Að lokinni auglýsingu bárust mótmæli frá 4 aðilum. Borgarskipulagi var þá falið að eiga viðræður við nágranna vegna athugasemda þeirra. Fundir voru haldnir með ýmsum aðilum, bæði formlegir og óformlegir. Niðurstaðan var sú að draga úr hæð og byggingarmagni húss og fjölda íbúða. Sú samþykkt sem hér liggur fyrir kemur enn frekar til móts við næstu nágranna. Íbúðir ofan á aftari byggingu eru fjarlægðar, sem hefur áhrif á skuggamyndun og umhverfi reitsins í heild sinni. Jafnframt er fallist á athugasemdir um göngustíg. Það er mikilvægt að uppbygging við Laugaveg verði ekki stöðvuð en uppbygging í miðborginni hefur verið býsna hæg að undanförnu. Samkvæmt AR er þetta miðborgarsvæði þar sem verslun og þjónusta hefur vissan forgang. Reynt hefur verið að koma til móts við athugasemdir íbúanna eins og kostur er. Við teljum þessa niðurstöðu þá bestu sem völ var á til að sætta ólík sjónarmið. Reynt var að fara bil beggja. Í þróunaráætlun sem nú er verið að vinna að er lögð áhersla á möguleika á uppbyggingu, sérstaklega norðan megin við Laugaveg til að styrkja og efla miðborgarstarfsemi, sem er liður í því að miðborg Reykjavíkur geti staðið undir nafni. Deiliskipulag liggur ekki fyrir á fjölmörgum reitum bæði í miðborg Reykjavíkur og öðrum hverfum. Öll uppbygging í miðborginni, utan Kvosarinnar/Skúlagötusvæðis, hefur því verið samþykkt án þess að deiliskipulag lægi fyrir. Reykjavíkurborg hefur tekið um það ákvörðun að gera átak í deiliskipulagi í miðborginni þegar í stað og sérstök fjárveiting er á fjárhagsáætlun 1998 í því skyni. Að öðru leyti er vísað til gagna þeirra sem tengjast málinu."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
"Við teljum að með framlögðum tillögum sé komið mjög til móts við næstu nágranna og að þær séu mjög til bóta fyrir húsið og umhverfið. Það er mikilvægt að uppbygging verslunar- og þjónustuhúsnæðis við Laugaveg verði ekki stöðvuð og samþykkjum við því fyrirliggjandi tillögur. Við leggjum áherslu á að gerð deiliskipulags verði hafin sem fyrst þannig að árekstrar íbúðareigenda og byggingaraðila verði sem minnstir í framtíðinni. Við gagnrýnum hvernig R-listinn hefur haldið á þessu máli. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð við íbúa- og hagsmunasamtök hefur það ekki verið gert fyrr en á allra síðustu stigum í þessu máli. Málið var ekki kynnt nágrönnum sérstaklega eins og nefndin óskaði eftir þann 10. júní sl."


24. fundur 1997
Laugavegur 53B, nýbygging
Lögð fram breytt tillaga að nýbyggingu að Laugavegi 53B, dags. 07.11.97, breytt 12.11.97. mótt. 04.12.97, ásamt nýrri tillögu, dags. 8.12.97, ásamt gögnum arkitekts um skuggavarp. Einnig lögð fram bréf Jóns Sigurjónssonar, dags. 7.11.97 og 02.12.97 og bréf Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jon Kjell Seljeseth, dags. 9.11.97, 23.11.97 og 8.12.97. Ennfremur bréf Íbúasamtaka Skólavörðuholts, dags. 4.12.97, bréf Friðriks Bridde og Svövu Guðmundsdóttur, dags. 8.12.97 og bréf Reynis Baldurssonar, dags. 8.12.97.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu málsins, en tekur fram að hún gerir ekki athugasemdir við framhúsið við Laugaveg.

22. fundur 1997
Laugavegur 53B, nýbygging
Lögð fram að nýju umsögn Borgarskipulags um athugasemdir sem borist hafa. Einnig lögð fram breytt tillaga að nýbyggingu á Laugavegi 53B, dags. í nóv. 1997. Ennfremur lögð fram bréf Jóns Sigurjónssonar, dags. 7.11.97 og Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jon Kjell Seljeseth, dags. 9.11.97.
Frestað.

21. fundur 1997
Laugavegur 53B, nýbygging
Að aflokinni 4 vikna kynningu eru lögð fram athugasemdabréf íbúa Hverfisgötu 70, dags. 08.10.97, Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jon Kjell Seljeseth, dags. 09.10.97, Íbúasamtaka Skólavörðuholts, dags. 08.10.97 og 18.10.97 og Gallerís Kobolt, dags. 07.10.97. Ennfremur lögð fram bréf Jóns Sigurjónssonar, dags. 22. og 25. okt. 1997. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags um athugasemdir sem borist hafa, dags. 27.10.07.
Borgarskipulagi falið að eiga viðræður við nágranna vegna athugasemda þeirra.

12. fundur 1997
Laugavegur 53B, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf Jóns Sigurjónssonar og Hákonar Ísfeld Jónssonar, dags. 13.01.97, varðandi hugmyndir að uppbyggingu á lóðinni ásamt teikningu Arnar Sigurðssonar, dags. 09.05.97, br. 02.06.97. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 19.02.97.

Eftirfarandi bókun samþykkt:
"SKUM samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í 4 vikur og óskar eftir því að reynt verði að samræma skipulags- og grenndarkynningu. Nefndin leggur til að þakform aðalhúss verði einfaldað".


4. fundur 1997
Laugavegur 53B, nýbygging
Lagt fram bréf Jóns Sigurjónssonar og Hákonar Ísfeld Jónssonar, dags. 13.01.97, varðandi hugmyndir að uppbyggingu á lóðinni ásamt teikningu Arnar Sigurðssonar, dags. 06.02.97. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 19.02.97.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svohljóðandi bókun:
"Fallist er á í meginatriðum að endurbyggt verði á lóðinni nr. 53b við Laugaveg. Fallist er á bílakjallara ef tekst að leysa aðkomu frá Hverfisgötu. Húsið verði hannað þannig að falli að byggðamynstri og myndi samhangandi götumynd á Laugaveginum. Ekki er tekið á byggingarmagni á núverandi stigi. Hönnun verði haldið áfram í samráði við Borgarskipulag og málið lagt fyrir nefndina að nýju þegar nánari tillögur um uppbyggingu liggja fyrir."