Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040

Skjalnúmer : 8732

2. fundur 2000
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Kynntar tillögur og gögn sem lagðar voru fram á fundi samvinnunefndar sveitarfélaganna 19. janúar s.l.

Fulltrúar ráðgjafa kynntu.

26. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, staða máls
Stefán Hermannsson kynnti.


24. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Kynning á þéttingu byggðar.
Lögð fram skýrsla Nes Planners, dags. 22.11.99. Richard Briem kynnti.

22. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Nýjustu tillögur ráðgjafa lagðar fram og kynntar og sagt frá stofnun bakhóps borgarinnar í svæðisskipulagi.
Stefán Hermannsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson og Ingibjörg S. Guðlaugsdóttir kynntu stöðu mála.

21. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Lögð fram umsögn Borgarskipulags og borgarverkfræðings dags. 8.10.99 um hugmyndir ráðgjafa svæðisskipulagsins um þéttleika í nýrri byggð.
Samþykkt

20. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Ólafur Bjarnason og Ingibjörg Guðlaugsdóttir kynntu niðurstöður athugana um þéttleika byggðar.


19. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Gerð grein fyrir stöðu svæðisskipulags.


19. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. sept. 1999 á bréfi skipulagsstjóra frá 31. f.m. varðandi kynningu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins ásamt drögum að umsögn með ábendingum við tillögum um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.


18. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Kynnt staða vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram bréf frá Samtökum um betri byggð, dags. 30. ágúst, ásamt ályktun samtakanna, dags. 18. ágúst 1999. Á fundinn höfðu verið boðaðir borgarfulltrúar ásamt nefndarmönnum heilbrigðis- og umhverfisnefndar. Þorvaldur S. Þorvaldsson og Stefán Hermannsson ásamt fulltrúum VST og Vinnustofu Arkitekta kynntu stöðu mála og vinnuna framundan.


17. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Kynnt staða vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Skipulagsstjóri og borgarverkfræðingur greindu frá stöðu vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og þeim hugmyndum og tillögum sem nú er unnið með. Ennfremur lögð fram ný drög að nokkrum tillögum að svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, dags. í ágúst 1999, og greinargerð um þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 5. ágúst 1999. Einnig lagðar fram skýrslurnar Port development study og By- og landskabsplan, dags. 8. júní og 10. júlí 1999.

15. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Lögð fram drög að nokkrum tillögum að svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, dags. í júní 1999. Skipulagsstjóri kynnti tillögurnar.


10. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Lögð fram drög að umsögn borgarverkfræðings og Borgarskipulags, dags. 14.04.99, um þematillögur svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.
Skipulagsstjóri kynnti.

6. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Skipulagsstjóri fór yfir fyrstu drög að tillögum að svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið. Ennfremur lagðar fram fundargerðir frá kynningarfundum í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á tillögudrögunum og fundargerð 28. fundar framkvæmdanefndar um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu. Einnig lagt fram "The Reykjavik City Region Inter - municipal plan, first version of 5-10 outline alternative plan proposals", dags. 20.2.99 og drög að "By-landskabsmodel Reykjavik", dags. í feb. ´99.



5. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Ráðgjafar kynna fyrstu drög að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.


4. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Lagðar fram hugmyndir Borgarskipulags og Borgarverkfræðings um hvaða svæði og umferðargötur séu til umfjöllunar í svæðisskipulagi. Einnig kynnt drög að dagskráratriðum á fundi skipulags- og umferðarnefndar og borgarráðs um svæðisskipulag þann 22. n.k.


2. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Lagt fram minnisblað um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dags. 25.1.99, ásamt fylgiskjölum.



12. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Borgarverkfræðingur kynnti stöðu vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.


1. fundur 1999
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Lagt fram minnisblað borgarverkfræðings, dags. 10.1.99 um svæðisskipulagsvinnu, yfirlit yfir viðræður við Zichfield og Gest Ólafsson 17.-19. des. 1998 og tímaáætlun vegna svæðisskipulags.
Borgarverkfræðingur gerði grein fyrir stöðu málsins.

26. fundur 1998
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Borgarverkfræðingur skýrði frá framvindu í vinnu við svæðisskipulag.

24. fundur 1998
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Borgarverkfræðingur skýrði frá vinnu við svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið.

23. fundur 1998
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Skýrt frá framvindu vinnunar við gerð svæðisskipulags.

18. fundur 1998
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Lagt fram yfirlit samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins yfir spurningar bjóðenda og svör nefndarinnar við þeim, dags. 9.9.98.


22. fundur 1998
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Lagt fram afrit af bréfi borgarverkfræðings til forsvarsmanna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, dags 5.10.98 varðandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.



17. fundur 1998
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Borgarverkfræðingur, skipulagsstjóri og Sigfús Jónsson, starfsmaður samvinnunefndar um svæðisskipulag á Höfuðborgarsvæðinu, kynntu stöðu svæðisskipulagsvinnunnar og lögðu fram yfirlitsgögn þar að lútandi.


12. fundur 1998
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Skipulagsstjóri kynnti forval ráðgjafa vegna svæðisskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið.

10. fundur 1998
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Lagt fram minnisblað um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til forsvarsmanna sveitarfélaganna og formanna skipulagsnefnda.
Skipulags- og umferðarnefnd óskar eftir að fá að fylgjast með framvindu svæðisskipulagningarinnar.

1. fundur 1998
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.12.97 um að láta vinna svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið í samvinnu við nágrannasveitarfélögin.


21. fundur 1994
Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þróun umferðar
Baldvin Baldvinsson, yfirverkfræðingur umferðardeildar, kynnti þróun umferðar á höfuðborgarsvæðinu frá 1991 til 2008.