Barðastaðir 7-9-11,
Bitruháls 1,
Funahöfði 17 og 17a,
Grafarholt,
Hallsvegur,
Sævarhöfði 2,
Sóltún,
Traðarland 1, Víkingur,
Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel,
Miðborg, þróunaráætlun,
Austurstræti 18,
Bílastæðamál í miðborginni,
Álfheimar, OLÍS,
Langholtsvegur 5,
Skeifan/Fen,
Skeifan 2-4,
Grensásvegur 13,
Grensásvegur 3-7,
Suðurlandsbraut 34 og Ármúli 31,
Suðurlandsbr. 32 ,
Traðarland 2-8,
Heiðargerði 76,
Austurbæjarskólinn,
Borgartún 19,
Laufásvegur Valur ,
Suðurhlíð 38, Landgræðslusjóður,
Fossvogsdalur,
Grafarvogur/Grafarholt,
Álfsnes,
Réttarháls 1, 3 og 4, Orkuveitan,
Kirkjustétt 1-3,
Breiðhöfði 11,
Grjótháls 8,
Reykjanesbraut,
Sundabraut,
Vegakerfi höfuðborgarsvæðisins,
Umferðarmál í miðborg Reykjavíkur,
Ármúli 3,
Fjölnisvegur 11,
Hafravatnsvegur,
Hofteigur 16,
Klettasvæði,
Lágmúli ,
Skipasund 60,
Túngata 14,
Skipulags- og umferðarnefnd
7. fundur 2000
Ár 2000, mánudaginn 27. mars, var haldinn 7. fundur skipulags- og umferðarnefndar. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 3, 4. hæð og hófst kl. 9:00. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Hrannar B. Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson.
Fundarritari var Jón Árni Halldórsson.
Þetta gerðist:
184.00 26">Barðastaðir 7-9-11, fjölgun íbúða
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. mars 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um fjölgun íbúða á lóðunum nr. 7, 9 og 11 við Barðastaði.
185.00 Bitruháls 1, viðbygging
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. mars 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um viðbyggingu á lóð nr. 1 við Bitruháls og auglýsingu á breyttu deiliskipulagi.
186.00 Funahöfði 17 og 17a, hótelíbúðir
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. mars 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um synjun gerðar hótelíbúða að Funahöfða 17 og 17A
187.00 Grafarholt, svæði 2 og 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. mars 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi svæða 2 og 3 í Grafarholti.
188.00 Hallsvegur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. mars 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi við Hallsveg.
189.00 Sævarhöfði 2, nýbygging, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. mars 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um Sævarhöfða 2, nýbyggingu, lóðarstækkun og auglýsingu á breyttu deiliskipulagi. Jafnframt samþykkti borgarráð að unnið verði að tilfærslu lóðarmarka til suðurs.
190.00 Sóltún, deiliskipulag/aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. mars 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. f.m. um að auglýst verði breytt deili- og aðalskipulag við Sóltún.
191.00 Traðarland 1, Víkingur, deiliskipulag, br. á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. mars 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um auglýsingu á deiliskipulagi og um breytt aðalskipulag við Traðarland 1.
192.00 Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel,
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. mars 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um afmörkun lóðar tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels. Jafnframt var lagt fram minnisblað borgarverkfræðings, dags. 13. þ.m. Borgarráð samþykkti þær tillögur sem fram koma í erindi borgarverkfræðings.
193.00 Miðborg, þróunaráætlun, Gallup könnun
Kynntar niðurstöður úr umferðarkönnun Gallup vegna Þróunaráætlunar miðborgarinnar.
194.00 Austurstræti 18, Kaffihús - viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 14.03.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka útbyggða glerframhlið að Austurstræti um eina hæð, byggja glerskála fyrir kaffisölu við suðurhlið 2. hæðar, loka þakgluggum á bakbyggingu og breyta þakinu í svalir ásamt samþykki fyrir áður gerðum breytingum á stigum í kjallara og á 1. hæð og opum í plötu 1. hæðar hússins á lóðinni nr. 18 við Austurstræti, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 28.02.00. Bréf hönnuðar dags. 1. mars 2000 fylgir erindinu.
Samþykkt til kynningar, samkv. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997, fyrir hagsmunaaðilum að Pósthússtræti 9 og 11 og Austurstræti 16 og 20.
195.00 Bílastæðamál í miðborginni,
Lögð fram og kynnt greinargerð Línuhönnunar um bílastæðamál í miðborginni með sérstakri áherslu á Kvosina og byggingu tónlistarhúss, ráðstefnuhúss og hótels í miðbænum - útdráttur dags. í mars 2000.
196.00 Álfheimar, OLÍS, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Olíuverslunar Íslands hf, dags. 29.02.00, varðandi stækkun lóðar þeirra við Álfheima, samkv. uppdr. Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. í janúar 2000. Einnig lögð fram tillaga umferðardeildar að umferðartengingum.
Frestað, nefnd gerir ekki athugasemd við að lögð verði fram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðar.
197.00 Langholtsvegur 5, breytingar
Lagt fram bréf Vinnustofunnar Þverá, dags. 05.11.99, varðandi stækkun hússins nr. 5 við Langholtsveg, samkv. uppdr. sama, dags. í október 1999 og í janúar 2000. Einnig lagt fram samþykki nágranna að Langholtsvegi 5, mótt. 22. nóv. 1999.
Frestað.
198.00 Skeifan/Fen, endurskoðun deiliskipulags
Lögð fram tillaga Vinnustofunnar Þverá, dags.22.02.00, að endurskoðun deiliskipulags í Skeifunni-Fen.
Samþykkt að óska heimildar borgarráðs til að ljúka endurskoðun deiliskipulags með hliðsjón af framlagðri tillögu.
199.00 Skeifan 2-4, ofanábygging
Lagt fram bréf Borgarnausts ehf, dags. 25.01.00, varðandi byggingu einnar hæðar ofan á húsin nr. 2 og 4 í Skeifunni, samkv. uppdr. Ágústs Þórðarsonar, bygg.fr., dags. 20.01.00.
Vísað í deiliskipulagsvinnu sbr. mál 198.00.
200.00 Grensásvegur 13, bílastæði
Lögð fram bréf Kristmanns Magnússonar f.h. eigenda Grensásvegar 13, dags. 15.02.99 og 15.02.00, varðandi bílastæðavandamál við Grensásveg 13.
Vísað í deiliskipulagsvinnu sbr. mál 198.00.
201.00 Grensásvegur 3-7, viðbygging og innri breyting
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10. febrúar 2000, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta innra skipulagi 1. hæðar (kjallara) í húsi nr. 3 og byggja glerskála við austurhlið að Skeifunni á lóðinni nr. 3-7 við Grensásveg, samkv. uppdr. Arkitekta Tjarnargötu 4, dags. 02.02.00, síðast breytt 1. mars 2000. Ljósrit af eignaskiptasamningi dags. 3. september 1996 fylgir erindinu. Einnig lögð fram bréf AT4 Arkitekta, dags. 27.01.00 og 21.03.00 og samþykki eigenda eignarinnar að Grensásvegi 7, dags. 18.01.00.
Niðurrif skúrs og bygging glerskála samþykkt. Málinu að öðru leyti vísað í deiliskipulagsvinnu, sbr. mál 198.00.
202.00 Suðurlandsbraut 34 og Ármúli 31, deiliskipulag
Lagt fram bréf Landssíma Íslands, dags. 29.02.00, varðandi kaup Landssíma Íslands á eignum Orkuveitu Reykjavíkur við Ármúla 31 og Suðurlandsbraut 34 og breytingar á deiliskipulagi reitsins. Einnig lagðir fram uppdrættir Arkitekta Skógarhlíð, dags. í mars 2000.
Samþykkt að óska heimildar borgarráðs til að hefja deiliskipulagsvinnu af reitum 1.264 og 1.265.
203.00 Suðurlandsbr. 32 , endurnýjun á bygg.leyfi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10. febrúar 2000, þar sem sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 14. nóvember 1996 fyrir steinsteypta 3. og 4. hæð bakhúss og inndregna léttbyggða 5. hæð framhúss á lóðinni nr. 32 við Suðurlandsbraut, samkv. uppdr. Nýju teiknistofunnar hf, dags. 26.05.89, síðast breytt og mótt. 17. mars 2000. Einnig lagt fram bréf hönnuðar dags. 31. 01.00 og samþykki lóðarhafa og eigenda húseignarinnar Ármúla 29.
Vísað til afgreiðslu máls nr. 202.00
204.00 Traðarland 2-8, viðbygging, bílgeymsla
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.99, varðandi viðbyggingu, innréttingu núverandi bílgeymslu sem íbúðarrými og nýja bílgeymslu húss nr. 6 á lóðinni nr. 2-8 við Traðarland, samkv. uppdr. Gunnlaugs B. Jónssonar arkitekts, dags. 16.06.99. Einnig lagt fram bréf Gunnlaugs B. Jónssonar arkitekts, dags. 26.10.99, mótt. 10. jan. 2000 og umsögn Borgarskipulags, dags. 7. febr. 2000.
Synjað með 3 atkv. (I.J.Þ. og J.V.I. sátu hjá) með vísan til umsagnar Borgarskipulags.
205.00 43">Heiðargerði 76, breyting á þaki.
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 22.12.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka þak yfir syðri hluta hússins og byggja þrjá nýja kvisti á lóðinni nr. 76 við Heiðargerði, samkv. uppdr. teiknistofu VGG, dags. í janúar ´99, br. 1. okt. 1999. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 06.01.2000. Málið var í kynningu frá 9. febr. til 9. mars 2000. Athugasemdabréf barst frá íbúum í Heiðargerði 74, 78, 88, 90, 92 og 94, dags. 29.02.00. Lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 24.03.00 og bréf Guðmundar Ó. Eggertssonar, dags. 21.03.00 ásamt skuggamyndunum, dags. í mars 2000.
Frestað.
206.00 Austurbæjarskólinn, viðbygging
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 03.03.00 að viðbyggingu við Austurbæjarskólann.
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu.
207.00 Borgartún 19, nýbygging
Lagt fram bréf Teiknistofunnar ehf f.h. Eyktar ehf dags 14.03.2000, varðandi breytingu á fyrirliggjandi erindi um nýbyggingu á lóð nr. 19 við Borgartún skv. uppdr. sama aðila dags. 13.03.2000. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 23.03.00.
Frestað.
208.00 Laufásvegur Valur , stakstætt flettiskilti
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11. febrúar 2000, þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir stakstæðu skilti með þremur breytilegum myndflötum á lóð Knattspyrnufélagsins Vals við Laufásveg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 19.01.00. Hver myndflötur yrði um 27 ferm., samtals um 81 ferm. Skiltinu yrði komið fyrir á um tveggja metra hárri jarðmön og sjálft skiltið rúmir 8 m að hæð. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23. mars 2000.
Frestað.
209.00 Suðurhlíð 38, Landgræðslusjóður, breytt notkun
Lagt fram að nýju bréf Arkitektastofunnar Úti og inni, dags. 20.11.99, varðandi breytingu á lóðinni Suðurhlíð 38 (lóð Landgræðslusjóðs) úr stofnanalóð í íbúðalóð, samkv. uppdr. sama, dags. 02.02.00. Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 24. mars 2000.
Synjað með vísan í bréf borgarverkfræðings, dags. 24.03.00.
210.00 Fossvogsdalur, miðlunartjarnir
Lagður fram uppdráttur Landmótunar, dags. 13.03.2000.
Nefndin gerir ekki athugasemd við staðsetningu tjarnanna.
211.00 Grafarvogur/Grafarholt, miðlunar- og settjarnir
Lagður fram uppdráttur Gatnamálastjóra, dags. 18.02.2000.
Nefndin gerir ekki athugasemd við staðsetningu tjarnanna.
212.00 Álfsnes, einbýlishús Perluhvammur
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.10.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft einbýlishús úr steinsteypu, gleri og að hluta með torfþaki á lóðinni Perluhvammur á Álfsnesi, samkv. uppdr. Einars Þ. Ágústssonar, dags. 24.04.97, br. 05.06.99. Ljósrit úr fundargerð byggingarnefndar Kjalarnes dags. 25. nóvember 1992, bréf skrifstofustj. borgarverkfræðings dags. 2. febrúar 1999 og bréf umsækjanda ódags. og dags. 25.02.00 fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 2.3.00.
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu og felur Borgarskipulagi að gera skilmála fyrir lóðina.
213.00 Réttarháls 1, 3 og 4, Orkuveitan, deiliskipulag
Lagt fram bréf ARKÍS ehf, dags. 25.02.00, varðandi drög að skilmálum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls og Réttarháls, samkv. uppdr. sama, dags. 25.02.00, br. 23.03.00. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar, dags. 23.03.00.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti drög að skilmálum en felur umferðardeild borgarverkfræðings að vinna að lausn á aðkomu að lóðinni.
214.00 Kirkjustétt 1-3, uppbygging
Lögð fram forsögn Borgarskipulags, dags. 20.03.00, að uppbyggingu lóðarinnar fyrir íbúðarbyggð. Einnig lagður fram lóðaruppdráttur dags. 20.3.00.
Samþykkt.
215.00 Breiðhöfði 11, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10. febrúar 2000, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri og breyta innra skipulagi hússins á lóðinni nr. 11 við Breiðhöfða, samkv. uppdr. Víðsjá verkfræðistofu, dags. 24.01.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23.3.00.
Samþykkt til grenndarkynningar fyrir hagsmunaaðilum að Eirhöfða 11.
216.00 Grjótháls 8, deiliskipulag
Lagt fram bréf Hauks Harðarsonar arkitekts, dags. 13.03.00, ásamt deiliskipulagstillögu að lóð Skeljungs við Grjótháls 8, dags. 06.03.00.
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu. Vísað í deiliskipulagsvinnu við Hálsahverfi.
217.00 Reykjanesbraut, við Mjódd
Yfirlitsmynd göngustíga. Lagður fram uppdráttur Línuhönnunar, dags. 20. mars 2000.
Nefndin samþykkti málið fyrir sitt leyti.
218.00 Sundabraut, umhverfismat
Lagt fram minnisblað borgarverkfræðings og Vegagerðarinnar, dags. 22.03.00.
219.00 Vegakerfi höfuðborgarsvæðisins,
Lagðar fram og kynntar tillögur forsvarsmanna sveitarfélaganna að vegaáætlun, dags. í febrúar 2000.
220.00 Umferðarmál í miðborg Reykjavíkur,
Lögð fram samantekt Línuhönnunar um umferðarmál í miðborg Reykjavíkur dags. í mars 2000.
221.00 Ármúli 3, anddyri og breyting á 1. hæð
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11. febrúar 2000, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingum á fyrstu hæð og byggja viðbyggingu og anddyri úr steinsteypu og gleri við húsið á lóðinni nr. 3 við Ármúla. Einnig lagt fram bréf Kristjáns Sigurbjarnarsonar f.h. Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen dags. 01.02.00 og umsögn Borgarskipulags, dags. 18.02.00. Málið var í kynningu frá 24. febr. til 23. mars 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
222.00 Fjölnisvegur 11, breyta gluggum og stækka kjallara
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 13.03.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum hússins nær upprunalegu útliti, setja kvisti á suðvesturhlið, koma fyrir stiga upp á þakhæð og byggja geymslu við kjallara norðurhliðar með verönd yfir á lóðinni nr. 11 við Fjölnisveg, samkv. uppdr. Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur, dags. í febrúar 2000. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23.03.00 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 23.03.00.
Samþykkt til grenndarkynningar skv. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Fjölnisvegi 9, 10, 12, 13 og 14 og Sjafnargötu 10 og 12.
223.00 Hafravatnsvegur, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Vegagerðarinnar, dags. 22.12.99, varðandi framkvæmdaleyfi til 1. áfanga Hafravatnsvegar milli Suðurlandsvegar og Úlfarsfellsvegar samkv. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr. lög nr. 135, 1997 og óverulega breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur til samræmis við áætlað vegstæði Hafravatnsvegar samkv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 08.08.99, úrskurður Skipulagsstjóra um mat á umhverfisáhrifum, dags. 08.09.99, úrskurður umhverfisráðuneytisins, dags. 10.12.99, skýrsla um um frummat á umhverfisáhrifum, dags. í júní 1999. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.01.00 og uppdr. Borgarskipulags, dags. 07.01.00. Málið var í auglýsingu til 3. mars 2000.
Samþykkt.
224.00 Hofteigur 16, ný þakhæð
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.03.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka þak og innrétta þakhæð hússins á lóðinni nr. 16 við Hofteig, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 01.03.00, síðast br. 21.03.00. Bréf hönnuðar dags. 1. mars 2000 og samþykki meðeigenda dags. 18. febrúar 2000 fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 23.03.00.
Samþykkt að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Hofteigi 14, 18 og 19 sem og við Laugateig 15, 17 og 19.
225.00 Klettasvæði, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju uppdráttur Borgarskipulags, dags. 10.12.99 ásamt umsögn, dags.11.12.99, um breytingu á A.R. á Skarfagarði og Skarfabakka. Málið var í auglýsingu frá 26. jan. til 23. febr., athugasemdafrestur var til 10. mars 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
226.00 Lágmúli , borholuhús
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.01.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja borholuhús úr timbri klætt zinkplötum, samkv. uppdr. Pálmars Kristmundssonar arkitekts, dags. 14.01.00. Einnig er í bréfi hönnuðar sótt um afmörkun lóðar undir húsið milli lóðanna Lágmúla 4 og bílastæðalóðar, sem er ónúmeruð, við Lágmúla. Bréf hönnuðar dags. 18. janúar 2000 fylgir erindinu og umsögn Borgarskipulags, dags. 3. febrúar 2000. Málið var í kynningu frá 9. febrúar til 9. mars 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
227.00 Skipasund 60, viðbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.01.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri við suðvesturhlið 2. hæðar, setja svalahurð og pall við suðvesturhlið kjallara, breyta svölum 1. hæðar, byggja svalir á 2. hæð, einangra allt húsið að utan og klæða með múrkerfi á lóðinni nr. 60 við Skipasund, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 25.11.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 7. febr. 2000. Málið var í kynningu frá 9. febrúar til 9. mars 2000. Bréf bárust frá Unnari Garðarssyni, Efstasundi 65, Elínuborgu Harðardóttur, Efstasundi 65, Salvöru Jakobsdóttur, Efstasundi 67, Róbert Sverrissyni, Efstasundi 67, Önnu Margréti Þorláksdóttur, Efstasundi 67, Þóru Mínervu Hreiðarsdóttur, Efstasundi 69, Haraldi Magnússyni, Efstasundi 69, Ingu Ósk Guðmundsdóttur, Skipasundi 62, Sveinbirni Frey Arnaldssyni, Skipasundi 62, Maríasi Sveinssyni, Langholtsvegi 132, Gyðu Guðmundsdóttur, Langholtsvegi 132, Þór F. Gunnarssyni, Lýsuhóli, Ólafsvík, mótt. 14. febr. 2000, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Samþykkt.
228.00 Túngata 14, lyfta, lyftuturn
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.01.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja lyftu í húsið og byggja lyftuturn við 2. og 3. hæð Hallveigarstaða á lóðinni nr. 14 við Túngötu, samkv. uppdr. Albínu Thordarson arkitekts, dags. 18.01.2000. Málið var í kynningu frá 9. febrúar til 9. mars 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.