Skeifan
Skjalnúmer : 8827
15. fundur 1999
Skeifan/Fen, breytt umferðarskipulag
Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 24.06.99 varðandi málið ásamt uppdr. umferðardeildar sama dags. Einnig lagt fram bréf Kjartans Ö. Kjartanssonar mótt. 28.6.99.
11. fundur 1994
Skeifan/Fen, skipulag umferðar
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3.5.1994 á bókun skipulagsnefndar frá 25.04.1994 um skipulag umferðar við Skeifun - Fen. Borgarráð samþykkti erindið og jafnframt að gert verði hringtorg á Skeifuna á móts við lóð nr. 17 við götuna
9. fundur 1994
Skeifan/Fen, skipulag umferðar
Lagt fram bréf Jóns Pálma Guðmundssonar f.h. Þyrpingar hf., dags. 15.4.94 ásamt breytingartillögu Teiknist. Laugavegi 96 á áður samþykktu skipulagi umferðar í Skeifunni/Fenjunum. Einnig lagt fram bréf yfirverkfræðings umferðardeildar f.h. umferðarnefndar, dags.22.4.94.
Skipulagsnefnd samþykkti eftirfarandi bókun samhljóða: "Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulag að Skeifureitnum, sem afmarkast af Grensásvegi, Suðurlandsbraut, Skeiðarvogi og Miklubraut sbr. teikningar Valdísar og Gunnars vinnustofu, dags. 30. nóv. 1993 í kvarða 1:1000 með eftirfarandi breytingum:
Vísað er einnig til samþykktar skipulagsnefndar frá 21.2.94.
Breytingartillaga.
Skipulagsnefnd fellst á útfærslu gatnamóta norðan nr. 17 við Skeifuna samkv. framlögðum teikningum Teiknist. Laugavegi 96, dags. 30. nóv. 1993 með breytingum, dags. 15.4.94.
Nefndin fellst einnig á umferðarfyrirkomulag á bílastæðum við nr. 13 og 15 samkvæmt sömu teikningum. Nefndin óskar þó eftir að lagðar verðir fyrir nefndina teikningar að nánari útfærslu torgs þar sem gert er ráð fyrir meiri gróðri og einhverri fækkun bílastæða. Þær teikningar verði unnar í samráði við Borgarskipulag."
Manús G. Jensson óskaði bókað að hann geti ekki ekki fallist á lokun umferðartengingar á móts við Faxafen 8.
Guðrún Jónsdóttir óskaði bókað að hún vilji eingöngu samþykkja útfærslu gatnamótanna norðan Skeifunnar 17 til bráðabirgða.