Reykjanesbraut
Skjalnúmer : 9901
6. fundur 1998
Reykjanesbraut, u-beygja
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.02.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um bann við u-beygju á Reykjanesbraut úr norðri á gatnamótum Álfabakka. Lögreglustjóra hefur verið sent erindið til afgreiðslu.
5. fundur 1998
Reykjanesbraut, u-beygja
Lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 18.02.98, varðandi bann við u-beygju á Reykjanesbraut úr norðri í norður á mótum Reykjanesbrautar og Álfabakka.
Samþykkt
19. fundur 1997
Reykjanesbraut, hægri beygja inn á Skemmuveg
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 11.06.97, varðandi erindi bæjarstjóra Kópavogs dags. 5.06.97 vegna hægri beygju af Reykjanesbraut inn á Skemmuveg skv. uppdr. Gunnars Inga Ragnarssonar, dags. 11.04.97. Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 26.09.97 og umsögn umferðardeildar borgarverkfr., dags. 06.08.97.
Frestað. Borgarverkfræðingi og skipulagsstjóra falið að ræða við bæjaryfirvöld í Kópavogi.